Stytting náms til stúdentsprófs Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 17:00 Á síðasta ári var mikið rætt um eflingu framhaldsskólans með það að markmiði að auka gæði og fjölbreytni náms og auka farsæld barna og ungmenna. Þá átti að efla framhaldsskólana með sameiningu ákveðinna skóla, þær tillögur vöktu hörð viðbrögð í samfélaginu og fór svo að mennta- og barnamálaráðherra setti fyrirætlanir sínar á ís. Þó er önnur breyting sem varð á framhaldsskólakerfinu fyrir tæpum áratug. Stytting námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Enn virðast vera ákveðnar efasemdir um framkvæmd og gagnsemi þess úti í samfélaginu. Í skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra frá árinu 2020 sem unnin var að beiðni Alþingis um árangur og áhrif styttingu á námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú kom fram að þá stæði til að setja af stað vinnu til fimm ára sem miðaði að því að leggja samræmt mat á það hversu vel undirbúnir nemendur koma til háskóla með því að fylgjast með þróun námsárangurs. Í ályktun Landssamtaka íslenskra stúdenta og Sambands íslenskra framhaldsskólanema frá því í mars í fyrra er það áréttað að ekkert hafi gerst í þessu máli og krafa gerð á mennta- og barnamálaráðherra að lagt verði mat á áhrif þess að námstími til stúdentsprófs hafi verið styttur. Áhyggjur hafa vaknað af lakari námsárangri, verr undirbúnum nemendum í háskólanámi og aukinni vanlíðan ungmenna. Ýmsar spurningar eru á reiki eins og hvort framhaldsskólinn sé orðinn einsleitari með minni möguleikum í vali og minni tíma fyrir félagsþroska? Er aukin vanlíðan meðal ungmenna og þá sérstaklega stúlkna? Er streita að aukast? Og ef umrædd stytting hafi verið gerð til þess að standast alþjóðlegan samanburð og samkeppni líkt og kom fram í hvítbók um umbætur í menntun frá 2014, af hverju var skólaárið þá ekki lengt til samræmis við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til þess að komast til móts við styttinguna? Þessar áhyggjur heyrast víða, þeim ber að taka alvarlega og við þurfum að fá svör við þessum spurningum og fleirum. Þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra sem miðar að því að fá skýrari sýn á áhrif styttingar námstíma. Það má staldra við, meta og endurskoða ákvarðanir sem hafa verið teknar. Við erum og höfum verið að ganga í gegnum stórar tæknibreytingar og samfélagslegar áskoranir eru miklar. Við þurfum góða menntun á öllum skólastigum. Ungmennin okkar þurfa tíma. Höfundur er ritari og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var mikið rætt um eflingu framhaldsskólans með það að markmiði að auka gæði og fjölbreytni náms og auka farsæld barna og ungmenna. Þá átti að efla framhaldsskólana með sameiningu ákveðinna skóla, þær tillögur vöktu hörð viðbrögð í samfélaginu og fór svo að mennta- og barnamálaráðherra setti fyrirætlanir sínar á ís. Þó er önnur breyting sem varð á framhaldsskólakerfinu fyrir tæpum áratug. Stytting námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Enn virðast vera ákveðnar efasemdir um framkvæmd og gagnsemi þess úti í samfélaginu. Í skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra frá árinu 2020 sem unnin var að beiðni Alþingis um árangur og áhrif styttingu á námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú kom fram að þá stæði til að setja af stað vinnu til fimm ára sem miðaði að því að leggja samræmt mat á það hversu vel undirbúnir nemendur koma til háskóla með því að fylgjast með þróun námsárangurs. Í ályktun Landssamtaka íslenskra stúdenta og Sambands íslenskra framhaldsskólanema frá því í mars í fyrra er það áréttað að ekkert hafi gerst í þessu máli og krafa gerð á mennta- og barnamálaráðherra að lagt verði mat á áhrif þess að námstími til stúdentsprófs hafi verið styttur. Áhyggjur hafa vaknað af lakari námsárangri, verr undirbúnum nemendum í háskólanámi og aukinni vanlíðan ungmenna. Ýmsar spurningar eru á reiki eins og hvort framhaldsskólinn sé orðinn einsleitari með minni möguleikum í vali og minni tíma fyrir félagsþroska? Er aukin vanlíðan meðal ungmenna og þá sérstaklega stúlkna? Er streita að aukast? Og ef umrædd stytting hafi verið gerð til þess að standast alþjóðlegan samanburð og samkeppni líkt og kom fram í hvítbók um umbætur í menntun frá 2014, af hverju var skólaárið þá ekki lengt til samræmis við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til þess að komast til móts við styttinguna? Þessar áhyggjur heyrast víða, þeim ber að taka alvarlega og við þurfum að fá svör við þessum spurningum og fleirum. Þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra sem miðar að því að fá skýrari sýn á áhrif styttingar námstíma. Það má staldra við, meta og endurskoða ákvarðanir sem hafa verið teknar. Við erum og höfum verið að ganga í gegnum stórar tæknibreytingar og samfélagslegar áskoranir eru miklar. Við þurfum góða menntun á öllum skólastigum. Ungmennin okkar þurfa tíma. Höfundur er ritari og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun