Guardian greinir frá þessu.
Hann var forseti landsins árið 2019 þegar sjávarútvegsfyrirtækið Samherji var sakað um að hafa mútað ráðherrum í Namibíu til að fá úthlutuðum kvóta á miðum landsins. Meintar mútugreiðslur voru sagðar hafa numið rúmum milljarði íslenskra króna á árunum 2012 til 2018. Þessar háu upphæðir hafi svo verið notaðar til að greiða kosningaherferð Geingob.
Málið hefur verið til rannsóknar hjá yfirvöldum í Namibíu og Íslandi síðan þá.
Þrátt fyrir álitshnekki í kjölfar Samherjamálsins sat hann annað kjörtímabil eftir að hafa unnið í forsetakosningum 2019.
„Namibíska þjóðin hefur misst virtan þjón fólksins, táknmynd frelsisbaráttu, aðalarkitekt stjórnarskrár okkar og stoð namibíska þingsins,“ segir Nangolo Mbumba sem hefur tekið við störfum forseta að Hage látnum.
Á sínum yngri árum var Hage virkur í sjálfstæðisbaráttu Namibíumanna sem var þá undir stjórn aðskilnaðarstefnustjórnarinnar í Suður-Afríku. Þegar Swapo-flokkurinn vann fyrstu kosningar landsins varð Hage fyrsti forsætisráðherra landsins og gegndi því embætti í tólf ár. Hann varð aftur forsætisráðherra árið 2012 og svo forseti árið 2014.
Fréttin hefur verið uppfærð.