Setja á herskyldu til að snúa vörn í sókn Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2024 15:51 Fregnir hafa borist af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn í Mjanmar. AP/Aung Shine Oo Herforingjastjórn Mjanmar stefnir að því að koma á herskyldu í landinu. Hernum hefur gengið illa gegn uppreisnarhópum sem hafa sótt fram víða um landið á undanförnum mánuðum. Uppreisnarhópar þessir hafa tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Herforingjastjórnin virðist ætla að reyna að breyta stöðunni með herskyldu. Ungir menn og konur verða skuldbundin til að ganga til liðs við herinn og uppgjafahermenn verða einnig kallaðir til herskyldu, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórnin tók völdin árið 2021. Þá héldu yfirmenn hersins því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Margir þessara hópa hafa tekið höndum saman við betur búna og þjálfaða uppreisnarhópa í norðurhluta landsins sem hafa barist fyrir auknu sjálfræði í áratugi. #Myanmar : Karenni resistance forces have captured the town of Shadaw in #Kayah state.Shadaw is now the second township in the state to fully be liberated by the resistance.Source: https://t.co/LDDz11ZyBY pic.twitter.com/ePxtDAVrEu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 13, 2024 Saman hafa þessir hópar unnið hvern sigur á fætur öðrum gegn hernum. Í lok janúar var talið að uppreisnarmenn hefðu tekið í það minnsta 35 bæi af hernum en flestir þeirra hafa verið teknir nærri landamærum Kína í norðausturhluta landsins. Leiðtogar herforingjastjórnarinnar endurvirkjuðu um síðustu helgi gömul lög um að menn á aldrinum átján til 35 ára og konur frá átján til 27 ára gamlar gætu verið kölluð í herinn í allt að tvö ár eða í allt að fimm ár sé neyðarástand í gildi, eins og núna. Þessi herskylda átti að hefjast aftur í apríl. Lögin voru samin árið 2010 en tóku aldrei gildi fyrr en núna. Stjórnarandstaða Mjanmar hélt því fram í nóvember að rúmlega fjórtán þúsund hermenn hefðu gefist upp í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herforingjastjórnarinnar að með þessari breytingu vilji stjórnendur landsins færa ábyrgðina á öryggi landsins í hendur almennings. Hún eigi að vera á allra ábyrgð en ekki bara á ábyrgð hermanna. Þá hafa að undanförnu borist fregnir af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn. Mjanmar Hernaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Uppreisnarhópar þessir hafa tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Herforingjastjórnin virðist ætla að reyna að breyta stöðunni með herskyldu. Ungir menn og konur verða skuldbundin til að ganga til liðs við herinn og uppgjafahermenn verða einnig kallaðir til herskyldu, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórnin tók völdin árið 2021. Þá héldu yfirmenn hersins því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Margir þessara hópa hafa tekið höndum saman við betur búna og þjálfaða uppreisnarhópa í norðurhluta landsins sem hafa barist fyrir auknu sjálfræði í áratugi. #Myanmar : Karenni resistance forces have captured the town of Shadaw in #Kayah state.Shadaw is now the second township in the state to fully be liberated by the resistance.Source: https://t.co/LDDz11ZyBY pic.twitter.com/ePxtDAVrEu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 13, 2024 Saman hafa þessir hópar unnið hvern sigur á fætur öðrum gegn hernum. Í lok janúar var talið að uppreisnarmenn hefðu tekið í það minnsta 35 bæi af hernum en flestir þeirra hafa verið teknir nærri landamærum Kína í norðausturhluta landsins. Leiðtogar herforingjastjórnarinnar endurvirkjuðu um síðustu helgi gömul lög um að menn á aldrinum átján til 35 ára og konur frá átján til 27 ára gamlar gætu verið kölluð í herinn í allt að tvö ár eða í allt að fimm ár sé neyðarástand í gildi, eins og núna. Þessi herskylda átti að hefjast aftur í apríl. Lögin voru samin árið 2010 en tóku aldrei gildi fyrr en núna. Stjórnarandstaða Mjanmar hélt því fram í nóvember að rúmlega fjórtán þúsund hermenn hefðu gefist upp í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herforingjastjórnarinnar að með þessari breytingu vilji stjórnendur landsins færa ábyrgðina á öryggi landsins í hendur almennings. Hún eigi að vera á allra ábyrgð en ekki bara á ábyrgð hermanna. Þá hafa að undanförnu borist fregnir af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn.
Mjanmar Hernaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira