Orð Kristrúnar gangi gegn jafnaðarstefnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2024 16:03 Ummæli Kristrúnar Frostadóttir formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál hafa vakið mikla athygli. Vísir/Vilhelm Samflokkskonur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar segja mannréttindi vera kjarna jafnaðarstefnunnar. Þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formanns Samfylkingarinnar í Garðabæ á Vísi. Ljóst er að þar bregðast þær við ummælum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún að Ísland ætti að ganga í takti við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfi. Sagði hún landamæri vera forsendu velferðarkerfis. Orðræða stjórnmálafólks færst til Þær Inga og Þorbjörg segja að það sem einkenni jafnaðarstefnuna meðal annars sé það að jafnaðarfólk sé meðvitað um að ofuráhersla á stóru myndina geti valdið því að jaðarsettir hópar fólks færist lengra út á jaðarinn. Mannréttindi séu órjúfanlegur hluti af jafnaðarstefnunni. Lífsskilyrði og tækifæri geti mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. „Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið.“ Gangi gegn stefnunni Þær Inga og Þorbjörg árétta að landamæri Íslands séu lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilji setjast að. Undantekningin sé fólk sem svo sannarlega eigi rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið hafi komið sér saman um það í kjölfar seinni heimsstyrjaldar að bjarga fólki sem sæti ofsóknum og ofbeldi heima fyrir. „Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni.“ Samfylkingin eigi að leita aftur í kjarnann Inga og Þorbjörg segja innviði samfélagsins löngum hafa verið fjársveltir. Vanfjármögnun og einkavæðing veiki stoðir kerfa sem ekki hafi verið í stakk búin til að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólskfjölda. „En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf,“ skrifa þær Inga og Þorbjörg. Þær segja innflytjendur, hvernig sem þeir komi til landsins, vera hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. „Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann.“ Innflytjendamál Samfylkingin Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formanns Samfylkingarinnar í Garðabæ á Vísi. Ljóst er að þar bregðast þær við ummælum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún að Ísland ætti að ganga í takti við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfi. Sagði hún landamæri vera forsendu velferðarkerfis. Orðræða stjórnmálafólks færst til Þær Inga og Þorbjörg segja að það sem einkenni jafnaðarstefnuna meðal annars sé það að jafnaðarfólk sé meðvitað um að ofuráhersla á stóru myndina geti valdið því að jaðarsettir hópar fólks færist lengra út á jaðarinn. Mannréttindi séu órjúfanlegur hluti af jafnaðarstefnunni. Lífsskilyrði og tækifæri geti mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. „Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið.“ Gangi gegn stefnunni Þær Inga og Þorbjörg árétta að landamæri Íslands séu lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilji setjast að. Undantekningin sé fólk sem svo sannarlega eigi rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið hafi komið sér saman um það í kjölfar seinni heimsstyrjaldar að bjarga fólki sem sæti ofsóknum og ofbeldi heima fyrir. „Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni.“ Samfylkingin eigi að leita aftur í kjarnann Inga og Þorbjörg segja innviði samfélagsins löngum hafa verið fjársveltir. Vanfjármögnun og einkavæðing veiki stoðir kerfa sem ekki hafi verið í stakk búin til að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólskfjölda. „En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf,“ skrifa þær Inga og Þorbjörg. Þær segja innflytjendur, hvernig sem þeir komi til landsins, vera hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. „Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann.“
Innflytjendamál Samfylkingin Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira