Grafalvarlegt að Höskuldur hafi reynt að villa um fyrir nefndinni Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2024 14:00 Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. Formaður Lögmannafélagsins segir grafalvarlegt að lögmaður hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu úrskurðanefndar með því að veita henni villandi upplýsingar. Hann kannast ekki við að annað slíkt hafi gerst á síðustu árum. Lögmaður var á dögunum áminntur af úrskurðarnefnd lögmannafélags Íslands fyrir að halda eftir fjármunum erfingja dánarbús sem hann var skiptastjóri yfir. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að lögmaðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Höskuldur Þór Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hafi viljandi reynt að villa fyrir nefndinni og þannig reynt að hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélagsins, segist líta málið alvarlegum augum. „Ég kannast ekki sjálfur við dæmi þess að lögmenn veiti úrskurðarnefndinni villandi upplýsingar. Ég get ekki útilokað að það hafi gerst. Það hefur alla vega verið vel fyrir mína tíð. Það á ekki að gerast, ég lít á það mjög alvarlegum augum og finnst raunar algjörlega óþolandi,“ segir Sigurður. Hann telur að einhverskonar mistök hafi valdið því að lögmaðurinn hélt fjármununum eftir, frekar en að hann hafi haft eitthvað illt í huga. „Þarna er um að ræða mistök af hálfu lögmannsins að standa ekki skil á erfðafjárskatti fyrir hönd dánarbúsins hvar hann var skipaður skiptastjóri. Því miður hefur þetta komið upp áður. Það gilda strangar reglur um störf lögmanna, bæði í lögum, siðareglum og svo eru sérstakar reglur um meðferð fjármuna á fjárvörslureikningum okkar því lögmönnum er treyst fyrir annarra manna fé,“ segir Sigurður. Lögmennska Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Lögmaður var á dögunum áminntur af úrskurðarnefnd lögmannafélags Íslands fyrir að halda eftir fjármunum erfingja dánarbús sem hann var skiptastjóri yfir. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að lögmaðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Höskuldur Þór Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hafi viljandi reynt að villa fyrir nefndinni og þannig reynt að hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélagsins, segist líta málið alvarlegum augum. „Ég kannast ekki sjálfur við dæmi þess að lögmenn veiti úrskurðarnefndinni villandi upplýsingar. Ég get ekki útilokað að það hafi gerst. Það hefur alla vega verið vel fyrir mína tíð. Það á ekki að gerast, ég lít á það mjög alvarlegum augum og finnst raunar algjörlega óþolandi,“ segir Sigurður. Hann telur að einhverskonar mistök hafi valdið því að lögmaðurinn hélt fjármununum eftir, frekar en að hann hafi haft eitthvað illt í huga. „Þarna er um að ræða mistök af hálfu lögmannsins að standa ekki skil á erfðafjárskatti fyrir hönd dánarbúsins hvar hann var skipaður skiptastjóri. Því miður hefur þetta komið upp áður. Það gilda strangar reglur um störf lögmanna, bæði í lögum, siðareglum og svo eru sérstakar reglur um meðferð fjármuna á fjárvörslureikningum okkar því lögmönnum er treyst fyrir annarra manna fé,“ segir Sigurður.
Lögmennska Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira