Ingibjörg Sólrún kemur Kristrúnu til varnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 22:32 Ingibjörg Sólrún segir jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. vísir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. Töluverð umræða hefur skapast um málaflokkinn undanfarið, sér í lagi í kjölfar hlaðvarpsviðtals við Kristrúnu þar sem hún lýsti því, í stuttu máli, að núverandi hælisleitendakerfi væri ósanngjarnt og að Ísland þurfi að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir hvað það varðar. Ummælin vöktu ýmiss konar viðbrögð. Pólitískir andstæðingar, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra buðu Kristrúnu „velkomna á vagninn“. Ummælin vöktu ekki jafn mikla lukku hjá öðru Samfylkingarfólki. Til að mynda skrifuðu samflokkskonur Kristrúnar, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, grein á Vísi þar sem þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ganga gegn jafnaðarstefnunni. Hefur þessari togstreitu verið lýst sem uppgjöri á milli „nýju og gömlu“ Samfylkingarinnar. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður flokksins á árunum 2005-2009, komið Kristrúnu til varnar í Facebook-pistli. „Það var eins og við manninn mælt, hún var ekki fyrr búin að ljúka orðinu en einhverjir höfðu fundið það út að þarna hefði formaður Samfylkingarinnar mælt af munni fram alveg nýja og harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Samt voru þetta bara almennar vangaveltur um ýmsar hliðar þessara mála þar sem grunnstefið var sanngirni, mannúð og sjálfbærni,“ segir Ingibjörg Sólrun og enn fremur: „Kristrún varpaði upp spurningunni: Hvað get ég raunsætt gert í málinu? Sem er auðvitað stóra spurningin sem stjórnmálin verða að spyrja og hafa djörfung og dug til að taka til umræðu. Það eru margar hliðar á þessu flókna máli og jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Látum ekki siga okkur hvert á annað,“ segir Ingibjörg Sólrún að lokum. Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast um málaflokkinn undanfarið, sér í lagi í kjölfar hlaðvarpsviðtals við Kristrúnu þar sem hún lýsti því, í stuttu máli, að núverandi hælisleitendakerfi væri ósanngjarnt og að Ísland þurfi að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir hvað það varðar. Ummælin vöktu ýmiss konar viðbrögð. Pólitískir andstæðingar, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra buðu Kristrúnu „velkomna á vagninn“. Ummælin vöktu ekki jafn mikla lukku hjá öðru Samfylkingarfólki. Til að mynda skrifuðu samflokkskonur Kristrúnar, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, grein á Vísi þar sem þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ganga gegn jafnaðarstefnunni. Hefur þessari togstreitu verið lýst sem uppgjöri á milli „nýju og gömlu“ Samfylkingarinnar. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður flokksins á árunum 2005-2009, komið Kristrúnu til varnar í Facebook-pistli. „Það var eins og við manninn mælt, hún var ekki fyrr búin að ljúka orðinu en einhverjir höfðu fundið það út að þarna hefði formaður Samfylkingarinnar mælt af munni fram alveg nýja og harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Samt voru þetta bara almennar vangaveltur um ýmsar hliðar þessara mála þar sem grunnstefið var sanngirni, mannúð og sjálfbærni,“ segir Ingibjörg Sólrun og enn fremur: „Kristrún varpaði upp spurningunni: Hvað get ég raunsætt gert í málinu? Sem er auðvitað stóra spurningin sem stjórnmálin verða að spyrja og hafa djörfung og dug til að taka til umræðu. Það eru margar hliðar á þessu flókna máli og jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Látum ekki siga okkur hvert á annað,“ segir Ingibjörg Sólrún að lokum.
Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira