Færri gæðastundir, fleiri vinnustundir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 18. febrúar 2024 08:01 Við gerð spurningakannana er mikilvægt að spurningar séu ekki leiðandi, það er að segja orðaðar þannig að aðeins sé hægt að túlka niðurstöðurnar á einn veg. Það er alveg sama hvort sá sem er spurður að því hvort hann sé hættur að berja konuna sína svari játandi eða neitandi - í báðum tilfellum felur svarið í sér að hann hann hafi einhvern tímann gert það. Nýleg könnun sem foreldrar leikskólabarna í Kópavogi fengu senda var gott dæmi um leiðandi spurningakönnun. Allar spurningarnar voru jákvæðar staðhæfingar sem foreldrar áttu svo að svara hversu sammála eða ósammála þeir væru. Til dæmis var fólk beðið um að merkja við hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni um að breytingarnar hafi leitt til aukningar gæðastunda barnsins með fjölskyldu sinni. Aðeins 26% svarenda segjast sammála en 43% ósammála. Við vitum aftur á móti ekkert um það hvort þessi 43% eigi við að gæðastundum hafi fækkað hjá þeim, eða hvort tíðni þeirra sé óbreytt. Í öllu falli er mjög vafasamt að túlka niðurstöðurnar þannig að áhrifin séu jákvæð fyrir gæðastundir. Ásdís fullyrðir að dregið hafi úr álagi og áreiti á börn eftir breytingarnar. Engu að síður eru aðeins 25,5% svarenda sem segjast sammála fullyrðingunni að breytingin hafi haft jákvæð áhrif á líðan barnsins, á meðan 75% svarenda segjast ósammála eða óviss. Við vitum ekki nema breytingin hafi jafnvel haft neikvæð áhrif á líðan barnsins þeirra. Þá segir Ásdís jafnframt að meirihluti foreldra telji sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Raunin er sú að undir helmingur svarenda segir áhrifin jákvæð, 21% segja hvorki né og 30% segist ósammála fullyrðingunni að áhrifin séu jákvæð fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá vekur athygli að aðeins 21% svarenda segja breytinguna hafa haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, 19% hvorki né en 60% svarenda eru ósammála fullyrðingunni um að breytingin hafi haft jákvæð fjárhagsleg áhrif fyrir fjölskylduna. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu” segir jafnframt í fréttatilkynningunni. Það er ekkert skrýtið, þar sem samhliða gjaldskrárbreytingunum var lögð alveg sérstök áhersla á að koma í veg fyrir það að senda þyrfti börn heim vegna lokana á innleiðingartímanum. Þannig var starfsfólk af menntasviði bæjarskrifstofanna sent til þess að hlaupa í skarðið og leysa af þegar starfsfólk vantaði til vinnu í leikskólunum. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér: http://tinyurl.com/kopkonnun Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við gerð spurningakannana er mikilvægt að spurningar séu ekki leiðandi, það er að segja orðaðar þannig að aðeins sé hægt að túlka niðurstöðurnar á einn veg. Það er alveg sama hvort sá sem er spurður að því hvort hann sé hættur að berja konuna sína svari játandi eða neitandi - í báðum tilfellum felur svarið í sér að hann hann hafi einhvern tímann gert það. Nýleg könnun sem foreldrar leikskólabarna í Kópavogi fengu senda var gott dæmi um leiðandi spurningakönnun. Allar spurningarnar voru jákvæðar staðhæfingar sem foreldrar áttu svo að svara hversu sammála eða ósammála þeir væru. Til dæmis var fólk beðið um að merkja við hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni um að breytingarnar hafi leitt til aukningar gæðastunda barnsins með fjölskyldu sinni. Aðeins 26% svarenda segjast sammála en 43% ósammála. Við vitum aftur á móti ekkert um það hvort þessi 43% eigi við að gæðastundum hafi fækkað hjá þeim, eða hvort tíðni þeirra sé óbreytt. Í öllu falli er mjög vafasamt að túlka niðurstöðurnar þannig að áhrifin séu jákvæð fyrir gæðastundir. Ásdís fullyrðir að dregið hafi úr álagi og áreiti á börn eftir breytingarnar. Engu að síður eru aðeins 25,5% svarenda sem segjast sammála fullyrðingunni að breytingin hafi haft jákvæð áhrif á líðan barnsins, á meðan 75% svarenda segjast ósammála eða óviss. Við vitum ekki nema breytingin hafi jafnvel haft neikvæð áhrif á líðan barnsins þeirra. Þá segir Ásdís jafnframt að meirihluti foreldra telji sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Raunin er sú að undir helmingur svarenda segir áhrifin jákvæð, 21% segja hvorki né og 30% segist ósammála fullyrðingunni að áhrifin séu jákvæð fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá vekur athygli að aðeins 21% svarenda segja breytinguna hafa haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á fjölskylduna, 19% hvorki né en 60% svarenda eru ósammála fullyrðingunni um að breytingin hafi haft jákvæð fjárhagsleg áhrif fyrir fjölskylduna. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu” segir jafnframt í fréttatilkynningunni. Það er ekkert skrýtið, þar sem samhliða gjaldskrárbreytingunum var lögð alveg sérstök áhersla á að koma í veg fyrir það að senda þyrfti börn heim vegna lokana á innleiðingartímanum. Þannig var starfsfólk af menntasviði bæjarskrifstofanna sent til þess að hlaupa í skarðið og leysa af þegar starfsfólk vantaði til vinnu í leikskólunum. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér: http://tinyurl.com/kopkonnun Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun