Bitið kom í veg fyrir að Benzema færi til Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 09:31 Karim Benzema og Luis Suárez fóru á kostum með Real Madrid og Barcelona en Suárez hefði allt eins getað valið að spila fyrir Real, og þá komið í stað Benzema. Samsett/EPA Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez kveðst í raun hafa komið í veg fyrir að franski framherjinn Karim Benzema færi frá Real Madrid til Arsenal á sínum tíma. Benzema lék með Real Madrid frá 2009-2023 og átti ríkan þátt í því að liðið vann til að mynda fimm Evrópumeistaratitla og fjóra Spánarmeistaratitla á þeim tíma. Sagan hefði þó getað orðið allt önnur ef Suárez hefði ekki bitið Giorgio Chiellini í öxlina í leik gegn Ítalíu á heimsmeistaramótinu 2014. Það atvik fældi nefnilega forráðamenn Real Madrid frá því, að einhverju leyti, að festa kaup á Suárez sem hafði farið á kostum með liði Liverpool og var orðinn að sjóðheitri söluvöru. Minni áhugi Real gaf Barcelona betri möguleika á að landa Suárez, sem að lokum gekk eftir. Sagði búið að semja við Arsenal „Fyrir HM 2014 þá vildi Real Madrid kaupa mig og það var allt á áætlun. Þeir ætluðu að selja Benzema til Arsenal, það var allt frágengið. En þegar HM byrjaði þá blandaði Barcelona sér í baráttuna, og ég valdi augljóslega Barca,“ sagði Suárez í viðtali við útvarpsstöðina DelSol 99.5 FM. Eftir atvikið varðandi bitið þá minnkaði áhugi Madrid, en Barca sýndi meiri áhuga. Á endanum stóðu mér báðir kostir til boða en ég valdi Barca því það var draumurinn minn,“ sagði Suárez. Suárez raðaði svo inn mörkum á árunum 2014-2020 fyrir Barcelona, og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu 2015 og vann fjóra Spánarmeistaratitla. Hann fór frá Barcelona til Atlético Madrid en hefur síðan spilað með Nacional og Gremio en ákvað svo að endurnýja kynnin við Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem þessi 37 ára gamli framherji spilar sína fyrstu leiktíð í ár en hún hefst á fimmtudaginn. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Benzema lék með Real Madrid frá 2009-2023 og átti ríkan þátt í því að liðið vann til að mynda fimm Evrópumeistaratitla og fjóra Spánarmeistaratitla á þeim tíma. Sagan hefði þó getað orðið allt önnur ef Suárez hefði ekki bitið Giorgio Chiellini í öxlina í leik gegn Ítalíu á heimsmeistaramótinu 2014. Það atvik fældi nefnilega forráðamenn Real Madrid frá því, að einhverju leyti, að festa kaup á Suárez sem hafði farið á kostum með liði Liverpool og var orðinn að sjóðheitri söluvöru. Minni áhugi Real gaf Barcelona betri möguleika á að landa Suárez, sem að lokum gekk eftir. Sagði búið að semja við Arsenal „Fyrir HM 2014 þá vildi Real Madrid kaupa mig og það var allt á áætlun. Þeir ætluðu að selja Benzema til Arsenal, það var allt frágengið. En þegar HM byrjaði þá blandaði Barcelona sér í baráttuna, og ég valdi augljóslega Barca,“ sagði Suárez í viðtali við útvarpsstöðina DelSol 99.5 FM. Eftir atvikið varðandi bitið þá minnkaði áhugi Madrid, en Barca sýndi meiri áhuga. Á endanum stóðu mér báðir kostir til boða en ég valdi Barca því það var draumurinn minn,“ sagði Suárez. Suárez raðaði svo inn mörkum á árunum 2014-2020 fyrir Barcelona, og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu 2015 og vann fjóra Spánarmeistaratitla. Hann fór frá Barcelona til Atlético Madrid en hefur síðan spilað með Nacional og Gremio en ákvað svo að endurnýja kynnin við Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem þessi 37 ára gamli framherji spilar sína fyrstu leiktíð í ár en hún hefst á fimmtudaginn.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira