Einkunnir, launamál og heilsufarsupplýsingar undir í árásinni á HR Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 19:35 Háskólinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál og fleiri viðkvæmar persónuupplýsingar voru á drifum Háskóla Reykjavíkur sem gögnum var stolið af í upphafi þessa mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef háskólans, sem er samhljóða tilkynningu sem nemendum var send í dag. Þar kemur fram að í kjölfar tölvuárásarinnar hafi kerfi skólans verið tekin niður og þeim læst með dulkóðun. Síðan hafi staðið yfir vinna sérfræðinga við að greina og rannsaka árásina, endurbyggja tölvukerfi og endurheimta gögn. Þeirri vinnu miði vel. Sérfræðingar sem unnið hafa að því að rannsaka árásina telja árásaraðila hafa náð að hlaða niður 185 gígabætum af gögnum af miðlægum drifum HR. Drifin hafi alls hýst um 15 terabæt, sem samsvarar 15.000 gígabætum. Ekki er talið að hægt verði að sjá með vissu nákvæmlega hvaða gögnum var stolið, þrátt fyrir að magn þeirra liggi fyrir. Aðeins litlum hluta gagnanna stolið Í tilkynningu HR kemur fram að á drifunum séu gögn sem gætu snert stóran hóp fyrrverandi og núverandi nemenda, starfsfólks, umsækjenda um nám og störf og annarra sem tengjast og tengst hafa starfsemi skólans. „Gögnin sem hýst eru á umræddum drifum hafa að geyma upplýsingar úr starfsemi HR, sem háskólinn vinnur með eðli málsins samkvæmt, s.s. starfsmannamál, upplýsingar um nemendur, tiltekin afmörkuð rannsóknargögn, rekstrarupplýsingar og fjárhagsupplýsingar auk annarra gagna sem kunna að vera persónugreinanleg. Þar á meðal eru upplýsingar viðkvæms eðlis s.s. upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál, og viðkvæmar persónupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga, s.s. upplýsingar um stéttarfélagsaðild og heilsufarsupplýsingar sem sendar hafa verið skólanum.“ Þó verði ekki séð að farið hafi verið inn á svæði einstakra starfsmanna. Eins er áréttað að gögn sálfræðiþjónustu HR séu ekki vistuð á drifunum sem um ræðir. Þá er ekkert talið benda til þess að árásaraðilinn hafi misnotað upplýsingarnar. „En ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umrædds aðila. HR fylgist með þeim anga málsins og veitir upplýsingar þar að lútandi ef og þegar þörf krefur.“ Tölvuárásir Netöryggi Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef háskólans, sem er samhljóða tilkynningu sem nemendum var send í dag. Þar kemur fram að í kjölfar tölvuárásarinnar hafi kerfi skólans verið tekin niður og þeim læst með dulkóðun. Síðan hafi staðið yfir vinna sérfræðinga við að greina og rannsaka árásina, endurbyggja tölvukerfi og endurheimta gögn. Þeirri vinnu miði vel. Sérfræðingar sem unnið hafa að því að rannsaka árásina telja árásaraðila hafa náð að hlaða niður 185 gígabætum af gögnum af miðlægum drifum HR. Drifin hafi alls hýst um 15 terabæt, sem samsvarar 15.000 gígabætum. Ekki er talið að hægt verði að sjá með vissu nákvæmlega hvaða gögnum var stolið, þrátt fyrir að magn þeirra liggi fyrir. Aðeins litlum hluta gagnanna stolið Í tilkynningu HR kemur fram að á drifunum séu gögn sem gætu snert stóran hóp fyrrverandi og núverandi nemenda, starfsfólks, umsækjenda um nám og störf og annarra sem tengjast og tengst hafa starfsemi skólans. „Gögnin sem hýst eru á umræddum drifum hafa að geyma upplýsingar úr starfsemi HR, sem háskólinn vinnur með eðli málsins samkvæmt, s.s. starfsmannamál, upplýsingar um nemendur, tiltekin afmörkuð rannsóknargögn, rekstrarupplýsingar og fjárhagsupplýsingar auk annarra gagna sem kunna að vera persónugreinanleg. Þar á meðal eru upplýsingar viðkvæms eðlis s.s. upplýsingar um einkunnir, agamál, launamál, og viðkvæmar persónupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga, s.s. upplýsingar um stéttarfélagsaðild og heilsufarsupplýsingar sem sendar hafa verið skólanum.“ Þó verði ekki séð að farið hafi verið inn á svæði einstakra starfsmanna. Eins er áréttað að gögn sálfræðiþjónustu HR séu ekki vistuð á drifunum sem um ræðir. Þá er ekkert talið benda til þess að árásaraðilinn hafi misnotað upplýsingarnar. „En ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umrædds aðila. HR fylgist með þeim anga málsins og veitir upplýsingar þar að lútandi ef og þegar þörf krefur.“
Tölvuárásir Netöryggi Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira