Takk fyrir að tala íslensku – Gefum íslensku séns Kristina Matijević skrifar 23. febrúar 2024 07:00 Ég heiti Kristina Matijevićog ég bý á Íslandi. Ég læri og æfi íslensku en vil samt auðvitað verða betri í íslensku. Samt læri ég núna ekki íslensku í skóla og ég hef bara tekið eitt byrjendanámskeið. Það er langt síðan. Þá bjó ég ekki á Íslandi. Ég flutti til Íslands árið 2021. Í júlí. Ég á heima á Ísafirði og vinn á leikskólanum Sólborg. Þar tala ég íslensku á hverjum degi. Þar tala kollegar mínir við mig íslensku á hverjum degi. Alltaf. Stundum er erfitt að tala. Stundum er erfitt að skilja. Það er ekki alltaf auðvelt að læra tungumál. Ég er fædd í Júgóslavíu en móðurmál mitt er króatíska. Það er slavneskt mál. Margt er ólíkt með íslensku og króatísku. Til dæmis orðaforðinn og stundum framburðurinn. Samt er vel mögulegt að læra málið, að læra íslensku. Það er stundum erfitt, stundum auðvelt og allt þar á milli. En það er mjög mikilvægt að læra málið. Þá skiptir ekki máli ef planið er að búa hér lengi eða bara í stuttan tíma. Tungumálið er lykillinn að öllu. Auðvitað hugsa ég stundum: -Af hverju er ég að gera þetta? Af hverju tala ég ekki bara ensku. Vilja ekki allir tala ensku hér öllum stundum. Er fólki ekki líka alveg sama? En það er bara stutt. Ég veit að ég verð ekki betri í íslensku ef ég nota hana ekki, ef ég heyri hana ekki. Ef ég nota ensku, ef fólk talar við mig ensku verð ég betri í ensku og fjarlægist íslenskt (mál)samfélag. Það er ekki gott. Íslenska er opinbert mál hér, mál stjórnkerfisins, mál leikskólanna, mál skólanna. Ég vil skilja það, ég vil skilja þegar börnin mín tala íslensku, ég vil geta hjálpað þeim með heimanámið. Ég vil vera hluti samfélagsins en ekki til hliðar í samfélaginu. Á Ísafirði er gott að læra og æfa íslensku. Fólk hér talar oftast við mig íslensku. Eiginlega alltaf. Þess vegna þarf ég ekki endilega að fara á námskeið (námskeið eru samt fín). Hingað til hef ég bara lært með því að tala, með því að skrifa og hlusta, með því að nota málið aftur og aftur og aftur. Það var best fyrir mig. Ég þarf sem sagt fólk sem talar við mig á íslensku, stundum rólega, stundum með því að endurtaka eða endurorða og einfalda, stundum þarf að nota hendur og fætur eða svipbrigði svo ég megi skilja. Það er nefnilega öruggt að ég læri enga íslensku sé töluð við mig enska. Svo mín skilaboð eru: Talið íslensku, gefum íslensku séns, því ef þið móðurmálshafar gerið það ekki hverjir gera það þá? Þetta hefur ekki verið vandamál fyrir mig og ég þakka ykkur fyrir að tala við mig íslensku. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristina Matijevićog ég bý á Íslandi. Ég læri og æfi íslensku en vil samt auðvitað verða betri í íslensku. Samt læri ég núna ekki íslensku í skóla og ég hef bara tekið eitt byrjendanámskeið. Það er langt síðan. Þá bjó ég ekki á Íslandi. Ég flutti til Íslands árið 2021. Í júlí. Ég á heima á Ísafirði og vinn á leikskólanum Sólborg. Þar tala ég íslensku á hverjum degi. Þar tala kollegar mínir við mig íslensku á hverjum degi. Alltaf. Stundum er erfitt að tala. Stundum er erfitt að skilja. Það er ekki alltaf auðvelt að læra tungumál. Ég er fædd í Júgóslavíu en móðurmál mitt er króatíska. Það er slavneskt mál. Margt er ólíkt með íslensku og króatísku. Til dæmis orðaforðinn og stundum framburðurinn. Samt er vel mögulegt að læra málið, að læra íslensku. Það er stundum erfitt, stundum auðvelt og allt þar á milli. En það er mjög mikilvægt að læra málið. Þá skiptir ekki máli ef planið er að búa hér lengi eða bara í stuttan tíma. Tungumálið er lykillinn að öllu. Auðvitað hugsa ég stundum: -Af hverju er ég að gera þetta? Af hverju tala ég ekki bara ensku. Vilja ekki allir tala ensku hér öllum stundum. Er fólki ekki líka alveg sama? En það er bara stutt. Ég veit að ég verð ekki betri í íslensku ef ég nota hana ekki, ef ég heyri hana ekki. Ef ég nota ensku, ef fólk talar við mig ensku verð ég betri í ensku og fjarlægist íslenskt (mál)samfélag. Það er ekki gott. Íslenska er opinbert mál hér, mál stjórnkerfisins, mál leikskólanna, mál skólanna. Ég vil skilja það, ég vil skilja þegar börnin mín tala íslensku, ég vil geta hjálpað þeim með heimanámið. Ég vil vera hluti samfélagsins en ekki til hliðar í samfélaginu. Á Ísafirði er gott að læra og æfa íslensku. Fólk hér talar oftast við mig íslensku. Eiginlega alltaf. Þess vegna þarf ég ekki endilega að fara á námskeið (námskeið eru samt fín). Hingað til hef ég bara lært með því að tala, með því að skrifa og hlusta, með því að nota málið aftur og aftur og aftur. Það var best fyrir mig. Ég þarf sem sagt fólk sem talar við mig á íslensku, stundum rólega, stundum með því að endurtaka eða endurorða og einfalda, stundum þarf að nota hendur og fætur eða svipbrigði svo ég megi skilja. Það er nefnilega öruggt að ég læri enga íslensku sé töluð við mig enska. Svo mín skilaboð eru: Talið íslensku, gefum íslensku séns, því ef þið móðurmálshafar gerið það ekki hverjir gera það þá? Þetta hefur ekki verið vandamál fyrir mig og ég þakka ykkur fyrir að tala við mig íslensku. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar