Hiti rís upp frá nýju hrauni og myndar bólstra í lofti Lovísa Arnardóttir skrifar 22. febrúar 2024 13:15 Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Ef litið er frá höfuðborgarsvæðinu í átt að Reykjanesinu má í dag sjá röð skúraskýja frá nýju hrauni við Sundhnúkagíga og út á sjó. „Þetta er hiti sem stígur upp frá hrauninu. Það er svo mikill óstöðugleiki í loftinu. Það eru skúrabólstrar, éljabólstrar, úti fyrir Reykjanesið og hafa verið í dag. Það stígur upp raki og þéttist í loftinu og myndar svona myndarlega bólstra,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands og að vel hafi verið tekið eftir þessu á skrifstofu Veðurstofunnar á Bústaðavegi í dag. Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Hún segir að svona ský hafi oft myndast líka yfir hrauni í Geldingadölum í samskonar veðri. „Hraunið hitar loftið og það stígur upp og það þéttist rakinn í loftinu þegar það stígur upp.“ Á instagram-reikningi Veðuruglunnar sem haldið er úti af nokkrum náttúruvársérfræðingum á Veðurstofunni er fjallað um skýin en þar segir að þau kallist skúrasteðjar eða Cumuloninbus. Á vef Veðurstofunnar segir um skýin að skúraský séu mjög háreist ský sem geti náð frá lágskýjahæð upp til veðrahvarfa. View this post on Instagram A post shared by Helga Ugla (@veduruglan) „Risavaxnir bólstrar virðast oft vaxa upp í gegnum þau og efst hafa þau lögun sem líkist steðja. Úr þeim falla skúrir, snjóél eða haglél. Snarpur vindur fylgir oft úrkomunni og stundum þrumur og eldingar. Sjá einnig fróðleik um skúraský.“ Hægt er að kynna sér ólíkar gerðir skýja hér á vef Veðurstofunnar. Veður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira
„Þetta er hiti sem stígur upp frá hrauninu. Það er svo mikill óstöðugleiki í loftinu. Það eru skúrabólstrar, éljabólstrar, úti fyrir Reykjanesið og hafa verið í dag. Það stígur upp raki og þéttist í loftinu og myndar svona myndarlega bólstra,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands og að vel hafi verið tekið eftir þessu á skrifstofu Veðurstofunnar á Bústaðavegi í dag. Skýin blasa við þeim sem aka um Reykjanesið eða í átt að því. Vísir/Lillý Hún segir að svona ský hafi oft myndast líka yfir hrauni í Geldingadölum í samskonar veðri. „Hraunið hitar loftið og það stígur upp og það þéttist rakinn í loftinu þegar það stígur upp.“ Á instagram-reikningi Veðuruglunnar sem haldið er úti af nokkrum náttúruvársérfræðingum á Veðurstofunni er fjallað um skýin en þar segir að þau kallist skúrasteðjar eða Cumuloninbus. Á vef Veðurstofunnar segir um skýin að skúraský séu mjög háreist ský sem geti náð frá lágskýjahæð upp til veðrahvarfa. View this post on Instagram A post shared by Helga Ugla (@veduruglan) „Risavaxnir bólstrar virðast oft vaxa upp í gegnum þau og efst hafa þau lögun sem líkist steðja. Úr þeim falla skúrir, snjóél eða haglél. Snarpur vindur fylgir oft úrkomunni og stundum þrumur og eldingar. Sjá einnig fróðleik um skúraský.“ Hægt er að kynna sér ólíkar gerðir skýja hér á vef Veðurstofunnar.
Veður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira