Enski boltinn

Segir að Ferdinand sé Van Dijk fá­tæka mannsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamie Carragher og Rio Ferdinand hafa verið duglegir við að skjóta á hvorn annan undanfarin misseri.
Jamie Carragher og Rio Ferdinand hafa verið duglegir við að skjóta á hvorn annan undanfarin misseri. getty/James Gill

Jamie Carragher skaut hressilega á fyrrverandi samherja sinn í enska landsliðinu, Rio Ferdinand, í fyrradag.

Carragher var að venju í myndveri CBS til að fjalla um leiki í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Hann gaf sér samt tíma til að horfa á allt það helsta úr leik Liverpool og Luton Town í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool var 0-1 undir í hálfleik en skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik og vann leikinn, 4-1.

Virgil Van Dijk hóf endurkomu Liverpool þegar hann skoraði á 56. mínútu. Micah Richards, sem var með Carragher í myndveri CBS, bað hann um álit á markinu. 

„Þú þarft ekki að greina þetta. Sjáðu þetta ferlíki, sjáðu hann! Undur nútíma vísinda. Hann er langbesti miðvörður sem hefur sést í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Carragher. Richards spurði svo hvernig hann kæmi út í samanburði við leikmenn á borð við Ferdinand og John Terry.

„JT gæti spilað við hliðina á honum. Ég myndi leyfa það. En Ferdinand var Van Dijk fátæka mannsins.“

Ferdinand og Carragher spiluðu saman í enska landsliðinu en hafa verið ófeimnir við að skjóta á hvorn annan undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×