„Lokað búsetuúrræði“ – pólitísk misnotkun tungumálsins Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 23. febrúar 2024 09:30 Nafnorðið úrræði er gamalt í málinu og er skýrt ʻmöguleiki til úrlausnar, kosturʼ í Íslenskri nútímamálsorðabók. Fyrir rúmum 30 árum var farið að nota samsetninguna búsetuúrræði sem vísaði þá til þeirra kosta sem byðust ýmsum hópum um búsetu – í Íslenskri nútímamálsorðabók er orðið skýrt ʻúrræði til að útvega ákveðnum hópi húsnæðiʼ. En fljótlega færðist merking orðsins yfir á húsnæðið sjálft og nú merkir það í raun yfirleitt ʻheimiliʼ, eiginlega ʻheimili fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðuʼ – fatlað fólk, aldrað fólk, fólk háð fíkniefnum o.fl. Oft er þarna samt um að ræða húsnæði eða aðstöðu sem stjórnvöld virðast veigra sér við að kalla heimili vegna þess að þar skortir oft ýmislegt sem einkennir dæmigerð heimili, svo sem einkarými. Nýlega hefur svo bæst við sambandið lokað búsetuúrræði. Það kom fyrst fram í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi vorið 2022 – í greinargerð segir: „Annars staðar á Norðurlöndum eru einnig rekin svokölluð lokuð búsetuúrræði (e. detention center) sem ætluð eru til vistunar fyrir ríkisborgara þriðja ríkis sem eru í ólögmætri dvöl […].“ Í Merriam-Webster orðabókinni er detention center vissulega skýrt ʻa place where people who have entered a country illegally are kept for a period of timeʼ eða ʻstaður þar sem fólk sem hefur komið ólöglega inn í land er vistað um tímaʼ. En enska orðið detention vísar ótvírætt til frelsisskerðingar – eðlilegasta þýðing þess á íslensku er varðhald. Það er því mjög sérkennilegt að þýða detention center sem lokað búsetuúrræði sem skilgreint er sem „Úrræði um lokaða búsetu útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“ í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda – lokuð búseta er svo skilgreind sem „Lokuð búseta útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“. Vissulega á að vista þarna fólk sem er í viðkvæmri stöðu eins og í öðrum búsetuúrræðum en þetta er þó vitanlega ekki ʻheimiliʼ í neinum skilningi eins og sést m.a. á því að mörgum greinum frumvarpsins svipar til ákvæða um fangelsi í Lögum um fullnustu refsinga – t.d. eru ákvæði um heimsóknir, agabrot, líkamsleit, heimild til valdbeitingar, vistun í öryggisklefa o.fl., og meðal starfsfólks eru fangaverðir. Hvað sem segja má um notkun orðsins búsetuúrræði hingað til er þetta algerlega á skjön við hana. „Lokuð búseta“ þar sem fangaverðir gæta fólks er auðvitað ekkert annað en fangelsi. Það er alþekkt að í viðkvæmum ágreiningsmálum leitast stjórnvöld oft við að föndra við tungumálið til að slá ryki í augu almennings og breiða yfir það um hvað málið snýst í raun. Um þetta höfum við mörg nýleg dæmi, íslensk og erlend. Fyrir rúmu ári tók þáverandi dómsmálaráðherra upp orðið rafvarnarvopn yfir það sem lengi hafði heitið rafbyssa á íslensku, og í frumvarpi til laga um breytingu á lögreglulögum sem lagt var fram á Alþingi í fyrra og aftur núna er orðið afbrotavarnir notað um það sem áður var kallað forvirkar rannsóknarheimildir. En lokað búsetuúrræði er samt grófasta dæmið – eins og það orðasamband er notað í áðurnefndu frumvarpi gæti það eins átt við um fangelsin á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Fólk getur vitskuld haft mismunandi skoðanir á efni frumvarpsins en þegar stjórnvöld telja sig þurfa að hagræða tungumálinu í lýsingu á athöfnum sínum er það yfirleitt til marks um annaðhvort vonda samvisku eða hræðslu – hræðslu við almenningsálitið. Stjórnvöld verða að hafa kjark til að gera það sem þau telja nauðsynlegt og kalla það sínum réttu nöfnum en reyna ekki að fela það með orðskrúði eða með því að breyta hefðbundinni merkingu orða – það er merki um hugleysi. Látum stjórnvöld ekki komast upp með slíka misnotkun tungumálsins. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Hælisleitendur Fangelsismál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nafnorðið úrræði er gamalt í málinu og er skýrt ʻmöguleiki til úrlausnar, kosturʼ í Íslenskri nútímamálsorðabók. Fyrir rúmum 30 árum var farið að nota samsetninguna búsetuúrræði sem vísaði þá til þeirra kosta sem byðust ýmsum hópum um búsetu – í Íslenskri nútímamálsorðabók er orðið skýrt ʻúrræði til að útvega ákveðnum hópi húsnæðiʼ. En fljótlega færðist merking orðsins yfir á húsnæðið sjálft og nú merkir það í raun yfirleitt ʻheimiliʼ, eiginlega ʻheimili fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðuʼ – fatlað fólk, aldrað fólk, fólk háð fíkniefnum o.fl. Oft er þarna samt um að ræða húsnæði eða aðstöðu sem stjórnvöld virðast veigra sér við að kalla heimili vegna þess að þar skortir oft ýmislegt sem einkennir dæmigerð heimili, svo sem einkarými. Nýlega hefur svo bæst við sambandið lokað búsetuúrræði. Það kom fyrst fram í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi vorið 2022 – í greinargerð segir: „Annars staðar á Norðurlöndum eru einnig rekin svokölluð lokuð búsetuúrræði (e. detention center) sem ætluð eru til vistunar fyrir ríkisborgara þriðja ríkis sem eru í ólögmætri dvöl […].“ Í Merriam-Webster orðabókinni er detention center vissulega skýrt ʻa place where people who have entered a country illegally are kept for a period of timeʼ eða ʻstaður þar sem fólk sem hefur komið ólöglega inn í land er vistað um tímaʼ. En enska orðið detention vísar ótvírætt til frelsisskerðingar – eðlilegasta þýðing þess á íslensku er varðhald. Það er því mjög sérkennilegt að þýða detention center sem lokað búsetuúrræði sem skilgreint er sem „Úrræði um lokaða búsetu útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“ í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda – lokuð búseta er svo skilgreind sem „Lokuð búseta útlendings sem sætir frelsisskerðingu […]“. Vissulega á að vista þarna fólk sem er í viðkvæmri stöðu eins og í öðrum búsetuúrræðum en þetta er þó vitanlega ekki ʻheimiliʼ í neinum skilningi eins og sést m.a. á því að mörgum greinum frumvarpsins svipar til ákvæða um fangelsi í Lögum um fullnustu refsinga – t.d. eru ákvæði um heimsóknir, agabrot, líkamsleit, heimild til valdbeitingar, vistun í öryggisklefa o.fl., og meðal starfsfólks eru fangaverðir. Hvað sem segja má um notkun orðsins búsetuúrræði hingað til er þetta algerlega á skjön við hana. „Lokuð búseta“ þar sem fangaverðir gæta fólks er auðvitað ekkert annað en fangelsi. Það er alþekkt að í viðkvæmum ágreiningsmálum leitast stjórnvöld oft við að föndra við tungumálið til að slá ryki í augu almennings og breiða yfir það um hvað málið snýst í raun. Um þetta höfum við mörg nýleg dæmi, íslensk og erlend. Fyrir rúmu ári tók þáverandi dómsmálaráðherra upp orðið rafvarnarvopn yfir það sem lengi hafði heitið rafbyssa á íslensku, og í frumvarpi til laga um breytingu á lögreglulögum sem lagt var fram á Alþingi í fyrra og aftur núna er orðið afbrotavarnir notað um það sem áður var kallað forvirkar rannsóknarheimildir. En lokað búsetuúrræði er samt grófasta dæmið – eins og það orðasamband er notað í áðurnefndu frumvarpi gæti það eins átt við um fangelsin á Hólmsheiði og Litla-Hrauni. Fólk getur vitskuld haft mismunandi skoðanir á efni frumvarpsins en þegar stjórnvöld telja sig þurfa að hagræða tungumálinu í lýsingu á athöfnum sínum er það yfirleitt til marks um annaðhvort vonda samvisku eða hræðslu – hræðslu við almenningsálitið. Stjórnvöld verða að hafa kjark til að gera það sem þau telja nauðsynlegt og kalla það sínum réttu nöfnum en reyna ekki að fela það með orðskrúði eða með því að breyta hefðbundinni merkingu orða – það er merki um hugleysi. Látum stjórnvöld ekki komast upp með slíka misnotkun tungumálsins. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun