Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2024 20:30 Kjartan og Davíð eru ekki sammála um Fossvogsbrú. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar. Brúin mun tengja saman Kópavog og Reykjavík, líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan. Hún verður fyrir almenningssamgöngur og hjólandi og gangandi vegfarendur, en ekki einkabílinn. En sitt sýnist hverjum um gagnsemi framkvæmdarinnar, og kostnaðinn. „Þessi brú verður mjög dýr, hún verður ekki undir tíu milljörðum króna að mínu áliti. Kostnaðaráætlanir hafa margfaldast. En hún leysir í rauninni lítinn sem engan vanda fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta verkefni er ekki arðsamt, það væri hægt að finna verkefni sem væru arðsöm og miklu þarfari, fyrir þessa fjármuni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan nefnir þar mislæg gatnamót á fjölförnustu gatnamótum borgarinnar, sem og eflingu Strætó. Nýting brúarinnar verði einhver, en þó ekki þannig að það réttlæti 8,3 milljarða kostnaðaráætlun. „Þarna erum við bara að setja allt of mikla peninga í eitthvað sem leysir lítinn sem engan vanda, alveg eins og Bragginn frægi sem er rétt við hliðina á okkur,“ sagði Kjartan þar sem hann var tekinn tali á þeim slóðum sem Reykjavíkurhluti brúarinnar mun standa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Brúin muni nýtast vel Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna, félagsins sem heldur utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, segir fullyrðingar um litla nýtingu eða kostnað yfir 10 milljarða ekki standast. Hönnun sé langt komin, og því sé kostnaðaráætlun áreiðanlegri. „Þannig að ég hef ekki mikla trú á því að það breytist mikið úr þessu. Ekki nema það verði einhverjar breytingar á ytri aðstæðum, á verði á stáli eða steypu, eða eitthvað óvænt komi upp á,“ segir Davíð. Brúin verði vel nýtt. „Það er gert ráð fyrir að 10 þúsund manns sem muni nota þessa brú daglega. Það er svipaður fjöldi og fer um Hvalfjarðargöng á hverjum degi, sem er nú ansi mikið, það eru fjölförnustu göng á Íslandi.“ Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna.Vísir/Einar Brúin muni einnig nýtast þeim sem ekki noti hana, en 60 þúsund manns keyra um Fossvoginn á hverjum degi. „Þetta léttir á umferðinni þar, þannig að það verða tíu þúsund manns sem munu ekki keyra um Fossvoginn, til viðbótar við þá 60 þúsund sem keyra þar í dag.“ Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgalínu, þar með talið Fossvogsbrú, bendi til ábata upp á 26 milljarða á 30 árum. „Og að arðsemi sé um sjö prósent, sem þykir nokkuð gott í svona framkvæmdum.“ Samgöngur Reykjavík Kópavogur Fossvogsbrú Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Brúin mun tengja saman Kópavog og Reykjavík, líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan. Hún verður fyrir almenningssamgöngur og hjólandi og gangandi vegfarendur, en ekki einkabílinn. En sitt sýnist hverjum um gagnsemi framkvæmdarinnar, og kostnaðinn. „Þessi brú verður mjög dýr, hún verður ekki undir tíu milljörðum króna að mínu áliti. Kostnaðaráætlanir hafa margfaldast. En hún leysir í rauninni lítinn sem engan vanda fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta verkefni er ekki arðsamt, það væri hægt að finna verkefni sem væru arðsöm og miklu þarfari, fyrir þessa fjármuni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan nefnir þar mislæg gatnamót á fjölförnustu gatnamótum borgarinnar, sem og eflingu Strætó. Nýting brúarinnar verði einhver, en þó ekki þannig að það réttlæti 8,3 milljarða kostnaðaráætlun. „Þarna erum við bara að setja allt of mikla peninga í eitthvað sem leysir lítinn sem engan vanda, alveg eins og Bragginn frægi sem er rétt við hliðina á okkur,“ sagði Kjartan þar sem hann var tekinn tali á þeim slóðum sem Reykjavíkurhluti brúarinnar mun standa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Brúin muni nýtast vel Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna, félagsins sem heldur utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, segir fullyrðingar um litla nýtingu eða kostnað yfir 10 milljarða ekki standast. Hönnun sé langt komin, og því sé kostnaðaráætlun áreiðanlegri. „Þannig að ég hef ekki mikla trú á því að það breytist mikið úr þessu. Ekki nema það verði einhverjar breytingar á ytri aðstæðum, á verði á stáli eða steypu, eða eitthvað óvænt komi upp á,“ segir Davíð. Brúin verði vel nýtt. „Það er gert ráð fyrir að 10 þúsund manns sem muni nota þessa brú daglega. Það er svipaður fjöldi og fer um Hvalfjarðargöng á hverjum degi, sem er nú ansi mikið, það eru fjölförnustu göng á Íslandi.“ Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna.Vísir/Einar Brúin muni einnig nýtast þeim sem ekki noti hana, en 60 þúsund manns keyra um Fossvoginn á hverjum degi. „Þetta léttir á umferðinni þar, þannig að það verða tíu þúsund manns sem munu ekki keyra um Fossvoginn, til viðbótar við þá 60 þúsund sem keyra þar í dag.“ Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgalínu, þar með talið Fossvogsbrú, bendi til ábata upp á 26 milljarða á 30 árum. „Og að arðsemi sé um sjö prósent, sem þykir nokkuð gott í svona framkvæmdum.“
Samgöngur Reykjavík Kópavogur Fossvogsbrú Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira