Enski boltinn

„Tæki­færi fyrir liðið að læra að vinna titla og fagna vel­gengni“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Eiður er á Wembley leikvanginum í London þar sem úrslitaleikur deildarbikarsins fer fram síðar í dag.
Eiður er á Wembley leikvanginum í London þar sem úrslitaleikur deildarbikarsins fer fram síðar í dag. Chris Brunskill Ltd/Getty Images

Eiður Smári Guðjohnsen hitaði upp með Sky Sports fyrir úrslitaleik Chelsea og Liverpool í enska deildarbikarnum síðar í dag. 

Eins og alþjóð veit var Eiður leikmaður Chelsea á sínum tíma. Hann vann deildarbikarinn með félaginu árið 2005, en það var fyrsti titill Chelsea undir stjórn Jose Mourinho. Chelsea hampaði enska úrvalsdeildartitlinum í tvígang eftir það. Eiður sagðist sjá líkindi með liðinu þá, og liðinu í dag. 

„Þetta gæti verið stökkpallur fyrir þá og tækifæri fyrir liðið að læra að vinna titla og fagna velgengni. Þetta gæti reynst þeim vel fyrir næsta tímabil. Við vitum Pochettino á erfitt verk fyrir höndum í að byggja liðið upp.“

„Í dag geta þeir gefið áhorfendum eitthvað til að gleðjast yfir – eitthvað til að fagna. Bara það að labba inn á [Wembley] leikvanginn er ótrúleg tilfinning. Þetta gæti gefið liðinu byr undir báða vængi, ég er mjög bjartsýnn fyrir framtíð Chelsea, það hefur verið uppgangur undanfarið. Liðið hefur spilað vel, sérstaklega gegn stóru liðunum og það lítur allt út fyrir frábæran dag“

Leikur Chelsea og Liverpool hefst klukkan 15:00 á Wembley leikvanginum í London og verður í beinni útsendingu, sem hefst klukkan 14:15, á Vodafone Sport. Auk þess verður bein textalýsing á vef Vísis.


Tengdar fréttir

Klopp er „drullusama“ um fagnaðarlátalöggurnar

Jurgen Klopp undirbýr lið sitt Liverpool fyrir úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Chelsea síðar í dag. Þjálfarinn hlaut gagnrýni fyrir látbragð sitt í sigurfögnuði gegn Luton Town í vikunni, en sjálfum er honum „drullusama“. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×