Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins virðast í uppnámi. Samninganefnd Eflingar mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun og ræðir nú hvort mögulega verði gripið til verkfallsaðgerða. Við verðum í beinni frá skrifstofu Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins.

Ung kona sem lenti næstum í árekstri við rútu þegar ökumaður hennar ók yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni segir ökumenn stórra bíla oft taka óþarfa áhættur á svæðinu. Við sjáum myndband af atvikinu og ræðum við fulltrúa Vegagerðarinnar sem segir atvikið sýna fram á mikilvægi þess að aðskilja akstursstefnur á fjölförnum vegum.

Læknirinn Árni Tómas Ragnarsson segir skjólstæðinga sína í hræðilegri stöðu eftir að hann var sviptur leyfi til þess að skrifa út tiltekin lyf. Formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, mætir í myndver og fer yfir málið.

Þá verður rætt við formann Bændasamtakanna um blóðmerarhald, Kristján Már Unnarsson fer yfir loðnubrestinn sem virðist blasa við og við kíkjum í nýja þjóðgarðsmiðstöð á Kirkjubæjarklaustri. Í Íslandi í dag kynnum við okkur nýjustu sýningu Verslunarskóla Íslands, Rocketman.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×