Hvað tefur kjaraviðræðurnar? Arnþór Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 08:31 Nú hafa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Breiðfylkingarinnar staðið yfir í nokkuð marga mánuði og virðist hvorki ganga né reka. Málið er mér skylt þar sem ég er félagi í VR og að auki í framboði til stjórnar VR og hef ákveðnar skoðanir á málinu sem mér finnst rétt að viðra. Í upphafi lögðu af stað í þennan leiðangur VR, LÍV, Efling og Starfsgreinasambandið. VR og LÍV hafa dregið sig út úr Breiðfylkingunni. VR og LÍV eru með um 40 þúsund félagsmenn og er það töluvert skarð fyrir Breiðfylkinguna að missa Verslunarmenn út úr hópnum. Efling er þegar farin af stað í aðra átt, eða annan farveg en Starfsgreinasambandið, og hvort að samflotið milli Eflingar og Starfsgreinasambandsins haldi er ómögulegt um að segja. Réttast hefði verið að öll ASÍ félögin hefðu farið í samfloti, samtakamátturinn er mikið afl og vænlegast til árangurs. En það er gömul saga og ný að ASÍ félögin hafa oftar en ekki farið í kjaraviðræður í hópum eða bandalögum. Gallinn við að ASÍ félögin séu ekki öll saman er einmitt það sem er að gerast þessa dagana. SA leggurs sig fram við að kljúfa samstöðuna niður í einingar með óheiðarlegri framkomu og virðist vera að takast ætlunarverk sitt. Það var rétt ákvörðun hjá Verslunarmönnum að bakka út úr samflotinu og ástæðan fyrir því að Verslunarmenn gera það er að enn eina ferðina ætla Samtök atvinnulífsins að reyna að ganga frá samningum án þess að bera ábyrgð, launahækkanir fara hömlulaust út í verðlagið og ávinninningurinn brennur upp á verðbólgubálinu eða hverfur inn í glæpsamlegt vaxtaokur. Samninganefnd Verslunarmanna var ekki tilbúin til þess að ganga frá samningum án þess að setja hömlur á að launahækkanir sem færu beint út í verðagið. Eðlilegast hefði verið að Breiðfylkingin öll stæði saman og lýsti yfir árangurlausum samningum. Samstaðan skiptir máli. En úr því sem komið er eiga Verslunarmenn að hefja skipulagningu verkfalla og sækja verkfallsheimild til félagsmanna. Samningarnir munu dragast á langinn ef SA fær engan þrýsting eða pressu frá viðsemjendum sínum. Málþófið hjá SA mun annars halda áfram og uppákomurnar verða fleiri. SA hefur engu að tapa á því draga samningaviðræðurnar um mánuð eða einhverja mánuði í viðbót. Hvorki Verslunarmenn né Samtök atvinnurekenda vilja að hér skelli á verkfall. Það yrði engum til góðs en það er eina vopnið sem Verslunarmenn hafa til þess að þrýsta á sanngjarna samninga sem skila bættum kjörum, lægri verðbólgu og lægri vöxtum í kjölfarið. Höfundur er félagi í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú hafa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Breiðfylkingarinnar staðið yfir í nokkuð marga mánuði og virðist hvorki ganga né reka. Málið er mér skylt þar sem ég er félagi í VR og að auki í framboði til stjórnar VR og hef ákveðnar skoðanir á málinu sem mér finnst rétt að viðra. Í upphafi lögðu af stað í þennan leiðangur VR, LÍV, Efling og Starfsgreinasambandið. VR og LÍV hafa dregið sig út úr Breiðfylkingunni. VR og LÍV eru með um 40 þúsund félagsmenn og er það töluvert skarð fyrir Breiðfylkinguna að missa Verslunarmenn út úr hópnum. Efling er þegar farin af stað í aðra átt, eða annan farveg en Starfsgreinasambandið, og hvort að samflotið milli Eflingar og Starfsgreinasambandsins haldi er ómögulegt um að segja. Réttast hefði verið að öll ASÍ félögin hefðu farið í samfloti, samtakamátturinn er mikið afl og vænlegast til árangurs. En það er gömul saga og ný að ASÍ félögin hafa oftar en ekki farið í kjaraviðræður í hópum eða bandalögum. Gallinn við að ASÍ félögin séu ekki öll saman er einmitt það sem er að gerast þessa dagana. SA leggurs sig fram við að kljúfa samstöðuna niður í einingar með óheiðarlegri framkomu og virðist vera að takast ætlunarverk sitt. Það var rétt ákvörðun hjá Verslunarmönnum að bakka út úr samflotinu og ástæðan fyrir því að Verslunarmenn gera það er að enn eina ferðina ætla Samtök atvinnulífsins að reyna að ganga frá samningum án þess að bera ábyrgð, launahækkanir fara hömlulaust út í verðlagið og ávinninningurinn brennur upp á verðbólgubálinu eða hverfur inn í glæpsamlegt vaxtaokur. Samninganefnd Verslunarmanna var ekki tilbúin til þess að ganga frá samningum án þess að setja hömlur á að launahækkanir sem færu beint út í verðagið. Eðlilegast hefði verið að Breiðfylkingin öll stæði saman og lýsti yfir árangurlausum samningum. Samstaðan skiptir máli. En úr því sem komið er eiga Verslunarmenn að hefja skipulagningu verkfalla og sækja verkfallsheimild til félagsmanna. Samningarnir munu dragast á langinn ef SA fær engan þrýsting eða pressu frá viðsemjendum sínum. Málþófið hjá SA mun annars halda áfram og uppákomurnar verða fleiri. SA hefur engu að tapa á því draga samningaviðræðurnar um mánuð eða einhverja mánuði í viðbót. Hvorki Verslunarmenn né Samtök atvinnurekenda vilja að hér skelli á verkfall. Það yrði engum til góðs en það er eina vopnið sem Verslunarmenn hafa til þess að þrýsta á sanngjarna samninga sem skila bættum kjörum, lægri verðbólgu og lægri vöxtum í kjölfarið. Höfundur er félagi í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun