Taka þurfi styttingu framhaldsskólans til skoðunar Árni Sæberg skrifar 1. mars 2024 15:47 Ásmundur Einar er ráðherra menntamála. Vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir koma til greina að endurskoða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Þess í stað yrði grunnskólanám stytt um eitt ár. Nám á framhaldsskólastigi var stytt um eitt ár frá skólaárinu 2015 - 2016 og hefur síðan þá verið þrjú ár. Nýja kerfið hefur verið umdeilt allt frá upphafi. Nýverið var greint frá því að samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefði stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, segir að taka þurfi gagnrýni alvarlega. „Markmiðin með þessum breytingum á sínum tíma voru mjög göfug en það er alltaf þannig þegar við förum í svona breytingar að þá þurfum við að vera tilbúin til að rýna þær. Þess vegna eru þessar rannsóknir gríðarlega mikilvægar og það eru svona ákveðnar vísbendingar, svona á breiðum grunni, sem erum að horfa á núna eftir þessa reynslu.“ Nemendur hafi ekki tíma fyrir tómstundir Þar nefnir hann meðal annars að grunnur nemenda sé ekki nógu sterkur eftir framhaldskóla fyrir háskólanám, álag sé að aukast á framhaldsskólanema, nemendur upplifi að farið sé í gegnum námið á hraðferð, nemendur hafi ekki svigrúm fyrir félagslíf og aðrar tómstundir, sem hafi verið mjög mikilvægt. „Þannig að ég held að það sé mikilvægt að taka þessa rannsókn, og aðrar sem hafa komið, og umræðu um þetta alvarlega og vera tilbúin til að rýna það.“ Ekki skynsamlegt að hætta við bara til þess að hætta við Ásmundur segir að til greina komi að gera frekari breytingar á skólakerfinu, en það þurfi að gera að vel ígrunduðu máli og í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Það er grunnur undir að taka heildrænt samtal um skólakerfið. Ég held að það væri ekki skynsamlegt að stíga bara til baka til að stíga til baka, í styttingunni, heldur frekar að rýna samfelluna, það er að segja grunnskólann og framhaldsskólann saman á breiðum grunni.“ Ráðuneyti hans hafi þegar átt óformlegt samtal við sveitarfélögin en hann vilji að það verði tekið lengra. „Þannig að við værum ekki að ana að neinu en við verðum að taka vísbendingarnar sem við sjáum í skólakerfinu en horfa heildrænt á það. Ekki út frá sílóinu ég er ríki og sveitarfélag er sveitarfélag, heldur út frá barninu og menntakerfinu í held sinni.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Nám á framhaldsskólastigi var stytt um eitt ár frá skólaárinu 2015 - 2016 og hefur síðan þá verið þrjú ár. Nýja kerfið hefur verið umdeilt allt frá upphafi. Nýverið var greint frá því að samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefði stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, segir að taka þurfi gagnrýni alvarlega. „Markmiðin með þessum breytingum á sínum tíma voru mjög göfug en það er alltaf þannig þegar við förum í svona breytingar að þá þurfum við að vera tilbúin til að rýna þær. Þess vegna eru þessar rannsóknir gríðarlega mikilvægar og það eru svona ákveðnar vísbendingar, svona á breiðum grunni, sem erum að horfa á núna eftir þessa reynslu.“ Nemendur hafi ekki tíma fyrir tómstundir Þar nefnir hann meðal annars að grunnur nemenda sé ekki nógu sterkur eftir framhaldskóla fyrir háskólanám, álag sé að aukast á framhaldsskólanema, nemendur upplifi að farið sé í gegnum námið á hraðferð, nemendur hafi ekki svigrúm fyrir félagslíf og aðrar tómstundir, sem hafi verið mjög mikilvægt. „Þannig að ég held að það sé mikilvægt að taka þessa rannsókn, og aðrar sem hafa komið, og umræðu um þetta alvarlega og vera tilbúin til að rýna það.“ Ekki skynsamlegt að hætta við bara til þess að hætta við Ásmundur segir að til greina komi að gera frekari breytingar á skólakerfinu, en það þurfi að gera að vel ígrunduðu máli og í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Það er grunnur undir að taka heildrænt samtal um skólakerfið. Ég held að það væri ekki skynsamlegt að stíga bara til baka til að stíga til baka, í styttingunni, heldur frekar að rýna samfelluna, það er að segja grunnskólann og framhaldsskólann saman á breiðum grunni.“ Ráðuneyti hans hafi þegar átt óformlegt samtal við sveitarfélögin en hann vilji að það verði tekið lengra. „Þannig að við værum ekki að ana að neinu en við verðum að taka vísbendingarnar sem við sjáum í skólakerfinu en horfa heildrænt á það. Ekki út frá sílóinu ég er ríki og sveitarfélag er sveitarfélag, heldur út frá barninu og menntakerfinu í held sinni.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira