Meistararnir aftur á toppinn eftir öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 20:01 Chelsea er komið á topp ensku deildarinnar. Warren Little/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea áttu ekki í vandræðum með Refina frá Leicester í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Manchester United náði aðeins í stig gegn West Ham United og Brighton & Hove Albion skoraði 7 mörk gegn botnliði Bristol City. Tvö mörk seint í fyrri hálfleik lögðu grunninn að þægilegum sigri Chelsea. Hin sænska Nathalie Björn kom Chelsea yfir á 38. mínútu. Hin kólumbíska Mayra Ramirez, dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar, tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu eftir frábæran sprett. That is unbelievable, Mayra! #CFCW pic.twitter.com/LVbNuJeCDt— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 3, 2024 Johanna Rytting Kaneryd, einnig frá Svíþjóð, bætti þriðja markinu við um miðbik síðari hálfleiks og hin bandaríska Catarina Macario skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 Chelsea í vil og meistararnir komnir með 37 stig líkt og Manchester City þegar 14 umferðir eru búnar af ensku deildinni. Arsenal er í 3. sæti með 34 stig eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur fyrr í dag. Manchester United er í 4. sætinu en liðið missti toppliðin þrjú enn lengra frá sér með því að ná aðeins í jafntefli gegn West Ham United. Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með Hömrunum þar sem stutt er síðan hún eignaðist sitt annað barn. Rachel Williams kom Man Utd yfir strax á 4. mínútu leiksins. Var þetta hennar 50. mark í deildinni. We have lift-off #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/Ej0G7JqhTv— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 3, 2024 Gestirnir voru í raun mun betri frá upphafi til enda en tókst ekki að bæta við marki og það kom í bakið á þeim þegar Viviane Asseyi jafnaði metin á 85. mínútu. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölurnar í Lundúnum. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn i ótrúlegum 7-3 útisigri Brighton á Bristol. María spilaði allan leikinn, gerði hún sér lítið fyrir og lagði upp þriðja mark Brighton. Elisabeth Terland skoraði það mark en hún skoraði tvö í dag. Teri doing Teri things... pic.twitter.com/3TJCCgZzfb— Brighton & Hove Albion Women (@BHAFCWomen) March 3, 2024 Hin fimm mörk gestanna skoruðu þær Pauline Bremer, Tatiana Pinto, Madison Haley, Victoria Losada og Katie Robinson. Þá vann Liverpool 4-1 útisigur á Aston Villa. Stöðuna í deildinni má finna hér. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Tvö mörk seint í fyrri hálfleik lögðu grunninn að þægilegum sigri Chelsea. Hin sænska Nathalie Björn kom Chelsea yfir á 38. mínútu. Hin kólumbíska Mayra Ramirez, dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar, tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu eftir frábæran sprett. That is unbelievable, Mayra! #CFCW pic.twitter.com/LVbNuJeCDt— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 3, 2024 Johanna Rytting Kaneryd, einnig frá Svíþjóð, bætti þriðja markinu við um miðbik síðari hálfleiks og hin bandaríska Catarina Macario skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 Chelsea í vil og meistararnir komnir með 37 stig líkt og Manchester City þegar 14 umferðir eru búnar af ensku deildinni. Arsenal er í 3. sæti með 34 stig eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur fyrr í dag. Manchester United er í 4. sætinu en liðið missti toppliðin þrjú enn lengra frá sér með því að ná aðeins í jafntefli gegn West Ham United. Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með Hömrunum þar sem stutt er síðan hún eignaðist sitt annað barn. Rachel Williams kom Man Utd yfir strax á 4. mínútu leiksins. Var þetta hennar 50. mark í deildinni. We have lift-off #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/Ej0G7JqhTv— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 3, 2024 Gestirnir voru í raun mun betri frá upphafi til enda en tókst ekki að bæta við marki og það kom í bakið á þeim þegar Viviane Asseyi jafnaði metin á 85. mínútu. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölurnar í Lundúnum. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn i ótrúlegum 7-3 útisigri Brighton á Bristol. María spilaði allan leikinn, gerði hún sér lítið fyrir og lagði upp þriðja mark Brighton. Elisabeth Terland skoraði það mark en hún skoraði tvö í dag. Teri doing Teri things... pic.twitter.com/3TJCCgZzfb— Brighton & Hove Albion Women (@BHAFCWomen) March 3, 2024 Hin fimm mörk gestanna skoruðu þær Pauline Bremer, Tatiana Pinto, Madison Haley, Victoria Losada og Katie Robinson. Þá vann Liverpool 4-1 útisigur á Aston Villa. Stöðuna í deildinni má finna hér.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira