Enski boltinn

„Hvert tap skaðar fé­lagið“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruno lagði upp mark Man Utd í enn einu tapinu gegn Man City.
Bruno lagði upp mark Man Utd í enn einu tapinu gegn Man City. EPA-EFE/PETER POWELL

Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag.

„Ég tel að viljinn hafi verið til staðar í dag. Við fengum tækifæri, stundum vorum við aðeins of neðarlega en þú veist að City getur gert það við hvaða lið sem er. Maður verður að verja vítateiginn sinn og við gerðum það virkilega vel í fyrri hálfleik.“

„Frá mögulegi færi fyrir okkur var staðan orðin 1-1. Maður getur alltaf gert eitthvað betur, sama hvort það sé á móti Man City eða einhverjum öðrum. City er lið sem veit hvernig á að halda í boltann og ýta liðum neðarlega á völlinn. Við vissum að við yrðum að verja mark okkar virkilega vel og ég tel okkur hafa gert það. Við hefðum hins vegar átt að halda betur í boltann en við gerðum í síðari hálfleik.“

„Hvert tap skaðar félagið. Við vitum hvers klúbburinn krefst og viljum vinna alla leiki sem við tökum þátt í. Við náðum ekki í þrjú stig í dag en það er nóg eftir. Við vitum að það er ekki í okkar höndum því önnur lið þurfa að tapa stigum en við verðum að halda áfram að vinna vinnuna okkar,“ sagði Bruno að endingu.

Man United er sem stendur í 6. sæti með 44 stig, ellefu minna en Aston Villa í 4. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×