Leggja til ýmsar breytingar á auglýsingasölu RÚV Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 11:23 Auglýsingadeild RÚV verður takmörkuð gangi tillögurnar eftir. Vísir/Vilhelm Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga. Drög að stefnunni hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en um er að ræða fyrstu opinberu stefnu stjórnvalda um málefni fjölmiðla á Íslandi. Fjallað er um tillögurnar í frétt á vef Stjórnarráðsins en þar segir að með stefnunni sé mótuð framtíðarsýn og lykiláherslur á málefnasviði fjölmiðlunar skilgreindar með það að markmiði að efla fjölbreytni og fagmennsku á fjölmiðlamarkaði og bregðast við áskorunum samtímans á sviði tækni og starfrænna miðla. Tillögurnar fela meðal annars í sér að stutt verði við rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla með tímabundinni undanþágu frá greiðslu 70 prósent tryggingagjalds af launum fjölmiðlafólks sem falla undir tvö lægri skattþrep tekjuskattstofns. Þá verður áfram stutt við rekstur einkarekinna fjölmiðla með „fyrirsjáanlegru stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd“. „Stutt verði við rekstur ritstjórna á einkareknum frétta- og dagskrármiðlum sem gegna lýðræðislegu hlutverki og gefa út fréttir, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagslega mikilvæg málefni. Stuðningskerfið verði endurskoðað í árslok 2024, með hliðsjón af skýrslu úthlutunarnefndar þar sem fram komi mat á stuðningskerfinu. Að teknu tilliti til tillagna úthlutunarnefndar verði stuðningskerfið framlengt til 2030. Einnig verði áfram veittur stuðningur til staðbundinna fjölmiðla með starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir í fréttinni á Stjórnarráðsvefnum. Um umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segir að skipaður verði vinnuhópur til að útfæra aðgerðir, sem sé í samræmi við yfirlýsingu í viðauka við þjónustusamning sem ráðherra og útvarpstjóri undirrituðu í janúar og fól í sér að umsvif RÚV á auglýsingamarkaði yrðu minnkuð. „Um leið verði gætt að því að standa vörð um störf í skapandi greinum, framleiðslu á auglýsingum og rétt landsmanna til upplýsinga um vörur og þjónustu,“ segir um tillöguna. Einnig verður settur á laggirnar rannsóknar- og þróunarsjóður fyrir fjölmiðla, grunnmenntun blaðamanna efld og stutt við talsetningu og textun barnaefnis á íslensku hjá einkareknum miðlum. Þá verður ríkisstofnunum og öðrum opinberum aðilum sem verja meira en 10 milljónum króna á ári í auglýsingar gert að gera grein fyrir því árlega hvernig auglýsingafénu var varið. Skýrsla um málefni Ríkisútvarpsins Í fréttinni á Stjórnarráðsvefnum er að finna skýrslu sem starfshópur um málefni Ríkisútvarpsins hefur skilað af sér. Þar eru lagðar fram þrjár tillögur og snýr ein af þeim að því að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði og að útvarpsgjaldið verði hækkað til að bæta RÚV tekjutapið en sú hækkun gangi svo til baka að hluta. Áfram verði heimilt að birta auglýsingar og tilkynningar sem flokkast undir almannaþjónustu. Auglýsingasala RÚV verði háð takmörkunum, þannig að heimild til birtinga auglýsinga í sjónvarpi fari úr átta mínútum í fjórar á klukkustund og sömu takmarkanir gildi í hljóðvarpi. Þá verði hefðbundin sala og markaðssetning á auglýsingum hjá RÚV óheimil en áfram hægt að panta auglýsingahólf. Aðrar tillögur snúa að skertum auglýsingatíma eða pöntunarkerfi sem taki við af hefðbundinni auglýsingasölu. Uppfært klukkan 14:30 Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að tillaga þrjú, sem snýr að fastri verðskrá, hafi verið kynnt í ríkisstjórn Íslands. Leið þrjú, svokölluð stafræn leið, gerir ráð fyrir að hefðbundin sala og markaðssetning á auglýsingum hjá Ríkisútvarpinu verði óheimil en auglýsingahólf séu þess í stað seld á vefnum. Meðal viðbótarákvæða er að vefpantanir séu án aðkomu sölufólks og öll þjónustulaun verði afnumin. Aðrar tillögur í leið þrjú snúa að fastri verðskrá og afnám afslátta, fríbirtinga, blokkasölu, skjáauglýsinga og kostanna. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Drög að stefnunni hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en um er að ræða fyrstu opinberu stefnu stjórnvalda um málefni fjölmiðla á Íslandi. Fjallað er um tillögurnar í frétt á vef Stjórnarráðsins en þar segir að með stefnunni sé mótuð framtíðarsýn og lykiláherslur á málefnasviði fjölmiðlunar skilgreindar með það að markmiði að efla fjölbreytni og fagmennsku á fjölmiðlamarkaði og bregðast við áskorunum samtímans á sviði tækni og starfrænna miðla. Tillögurnar fela meðal annars í sér að stutt verði við rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla með tímabundinni undanþágu frá greiðslu 70 prósent tryggingagjalds af launum fjölmiðlafólks sem falla undir tvö lægri skattþrep tekjuskattstofns. Þá verður áfram stutt við rekstur einkarekinna fjölmiðla með „fyrirsjáanlegru stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd“. „Stutt verði við rekstur ritstjórna á einkareknum frétta- og dagskrármiðlum sem gegna lýðræðislegu hlutverki og gefa út fréttir, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagslega mikilvæg málefni. Stuðningskerfið verði endurskoðað í árslok 2024, með hliðsjón af skýrslu úthlutunarnefndar þar sem fram komi mat á stuðningskerfinu. Að teknu tilliti til tillagna úthlutunarnefndar verði stuðningskerfið framlengt til 2030. Einnig verði áfram veittur stuðningur til staðbundinna fjölmiðla með starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir í fréttinni á Stjórnarráðsvefnum. Um umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segir að skipaður verði vinnuhópur til að útfæra aðgerðir, sem sé í samræmi við yfirlýsingu í viðauka við þjónustusamning sem ráðherra og útvarpstjóri undirrituðu í janúar og fól í sér að umsvif RÚV á auglýsingamarkaði yrðu minnkuð. „Um leið verði gætt að því að standa vörð um störf í skapandi greinum, framleiðslu á auglýsingum og rétt landsmanna til upplýsinga um vörur og þjónustu,“ segir um tillöguna. Einnig verður settur á laggirnar rannsóknar- og þróunarsjóður fyrir fjölmiðla, grunnmenntun blaðamanna efld og stutt við talsetningu og textun barnaefnis á íslensku hjá einkareknum miðlum. Þá verður ríkisstofnunum og öðrum opinberum aðilum sem verja meira en 10 milljónum króna á ári í auglýsingar gert að gera grein fyrir því árlega hvernig auglýsingafénu var varið. Skýrsla um málefni Ríkisútvarpsins Í fréttinni á Stjórnarráðsvefnum er að finna skýrslu sem starfshópur um málefni Ríkisútvarpsins hefur skilað af sér. Þar eru lagðar fram þrjár tillögur og snýr ein af þeim að því að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði og að útvarpsgjaldið verði hækkað til að bæta RÚV tekjutapið en sú hækkun gangi svo til baka að hluta. Áfram verði heimilt að birta auglýsingar og tilkynningar sem flokkast undir almannaþjónustu. Auglýsingasala RÚV verði háð takmörkunum, þannig að heimild til birtinga auglýsinga í sjónvarpi fari úr átta mínútum í fjórar á klukkustund og sömu takmarkanir gildi í hljóðvarpi. Þá verði hefðbundin sala og markaðssetning á auglýsingum hjá RÚV óheimil en áfram hægt að panta auglýsingahólf. Aðrar tillögur snúa að skertum auglýsingatíma eða pöntunarkerfi sem taki við af hefðbundinni auglýsingasölu. Uppfært klukkan 14:30 Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að tillaga þrjú, sem snýr að fastri verðskrá, hafi verið kynnt í ríkisstjórn Íslands. Leið þrjú, svokölluð stafræn leið, gerir ráð fyrir að hefðbundin sala og markaðssetning á auglýsingum hjá Ríkisútvarpinu verði óheimil en auglýsingahólf séu þess í stað seld á vefnum. Meðal viðbótarákvæða er að vefpantanir séu án aðkomu sölufólks og öll þjónustulaun verði afnumin. Aðrar tillögur í leið þrjú snúa að fastri verðskrá og afnám afslátta, fríbirtinga, blokkasölu, skjáauglýsinga og kostanna.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira