Ábyrgð BNA á þjóðarmorðinu á Gaza Andrés Skúlason, Steinar Harðarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Pétur Heimisson skrifa 8. mars 2024 07:02 Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma. Sagan Í 75 ár hafa stjórnvöld í BNA með fjárframlögum og vopnasendingum stutt dyggilega við árásar- og útþenslustefnu Ísraelsríkis. Aðgerðir Ísraelsríkis á þessum tíma hafa einkennst af kúgun, landránum og aðskilnaðarstefnu sem leitt hafa ólýsanlegar hörmungar yfir Palestínumenn. Allar tilraunir SÞ í áranna rás til að koma á friði á svæðinu hafa stjórnvöld í BNA að engu gert með því að beita miskunnarlaust áhrifum sínum innan Sameinuðu þjóðanna. Undirritaðir telja löngu tímabært að lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda í BNA, til jafns við stjórnvöld í Ísrael, vegna ástandsins á Gasa. Tugþúsundir hafa fallið í þessu árásarstríði sem umbreyst hefur yfir í hreint þjóðarmorð svo engum vafa er undirorpið . Af þeim gríðarlega fjölda almennra borgara á Gasa sem látið hafa lífið eru karlar í minnihluta, flest látinna eru konur og sú skelfilega staðreynd liggur fyrir að 14.000 börn hafa fylgt þeim í gröfina. Með slíkum grimmdarverkum er verið að kynda undir hatri sem mun lifa með komandi kynslóðum með ófyrirséðum afleiðingum og um leið er stóraukin hætta á stigmögnun hryðjuverka á næstu misserum. Stjórnvöld í BNA, sem sumir kalla bandamenn Íslands með NATO í fylkingarbrjósti, hefur raunverulega ein þjóða í heimi stöðu og vald til að stöðva stjórnvöld í Ísrael í því fjöldamorði sem á sér nú stað á Gasa. Vinur er sá er til vamms segir. Yfirlýsingar varaforseta Bandaríkjanna hafa ekkert gildi þessa dagana þegar BNA neitar á sama tíma að hætta að afhenda Ísraelsher vopn í drápsvélar sínar sem syngja á Gasa sem aldrei fyrr. Það er hámark fáránleikans að horfa upp á stjórnvöld í BNA styðja árásarstríð Ísraela með vopnasendingum og fjárframlögum á sama tíma og þeir varpa hjálpargögnum af sýndarmennsku einni til íbúa sem Ísraelsher er nú að svelta til dauða. Ofan á hungursneyðina hikar Ísraelsher auk þess ekki við að skjóta á fólkið sem sækir í neyð sinni í matarsendingarnar og lengra nær nú ómennskan varla. Mennskan gjaldþrota Í raun hafa hin svokölluðu „vestrænu lýðræðisríki“ fallið á prófi mennskunnar vegna ástandsins í Palestínu. Fallið á prófi mannúðar, á prófi samhygðar, á prófi mannréttinda og mennskan virðist gjaldþrota. Viðbrögðin, eða fremur skortur á viðbrögðum, undirstrikar tvískinnung hinna vestrænu ríkja undir forystu Bandaríkjanna. Viðbrögðin undirstrika jafnframt hræsni NATO sem lúta forystu BNA nú sem endranær. Það er í raun óskiljanlegt hvernig ríki Evrópu, sem hafa talið sig vöggu lýðræðis og mannréttinda geta horft upp á atburðina á Gasa án þess að bregðast við, ríkjasamband sem m.a. hefur mótað Mannréttindasáttmála Evrópu. Minningin um þjóðarmorð á Gyðingum í Þýskalandi og víðar undir stjórn Nasista gleymist ekki og hefur verið áminning til alþjóðasamfélagsins um hvert skipbrot mennskunnar getur leitt. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu munu fá sama dóm sögunnar ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við og beitir öllum mætti sínum til að stöðva yfirstandandi stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gasa. Því þurfa stjórnvöld heims að ávarpa ábyrgð bandarískra stjórnvalda í því sem á sér stað á Gaza. Friðarstefnan lifi Aðeins öflug og einlæg friðarstefna getur stuðlað að friði milli þjóða, að ágreinigsefni verði leyst með samtali, ekki vopnavaldi og útþenslustefnu stærstu hervelda heims. Friðarstefnan er einn af hornsteinum Vinstri heyfingarinnar græns framboðs hér eftir sem hingað til. Það er eina stefnan í samskiptum þjóða sem er samboðin þeim sem vilja réttlæti, frið og virðingu til handa öllum sem á móður jörð búa og tilheyra einu kyni, mannkyni. Höfundar eiga sæti í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Pétur Heimisson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma. Sagan Í 75 ár hafa stjórnvöld í BNA með fjárframlögum og vopnasendingum stutt dyggilega við árásar- og útþenslustefnu Ísraelsríkis. Aðgerðir Ísraelsríkis á þessum tíma hafa einkennst af kúgun, landránum og aðskilnaðarstefnu sem leitt hafa ólýsanlegar hörmungar yfir Palestínumenn. Allar tilraunir SÞ í áranna rás til að koma á friði á svæðinu hafa stjórnvöld í BNA að engu gert með því að beita miskunnarlaust áhrifum sínum innan Sameinuðu þjóðanna. Undirritaðir telja löngu tímabært að lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda í BNA, til jafns við stjórnvöld í Ísrael, vegna ástandsins á Gasa. Tugþúsundir hafa fallið í þessu árásarstríði sem umbreyst hefur yfir í hreint þjóðarmorð svo engum vafa er undirorpið . Af þeim gríðarlega fjölda almennra borgara á Gasa sem látið hafa lífið eru karlar í minnihluta, flest látinna eru konur og sú skelfilega staðreynd liggur fyrir að 14.000 börn hafa fylgt þeim í gröfina. Með slíkum grimmdarverkum er verið að kynda undir hatri sem mun lifa með komandi kynslóðum með ófyrirséðum afleiðingum og um leið er stóraukin hætta á stigmögnun hryðjuverka á næstu misserum. Stjórnvöld í BNA, sem sumir kalla bandamenn Íslands með NATO í fylkingarbrjósti, hefur raunverulega ein þjóða í heimi stöðu og vald til að stöðva stjórnvöld í Ísrael í því fjöldamorði sem á sér nú stað á Gasa. Vinur er sá er til vamms segir. Yfirlýsingar varaforseta Bandaríkjanna hafa ekkert gildi þessa dagana þegar BNA neitar á sama tíma að hætta að afhenda Ísraelsher vopn í drápsvélar sínar sem syngja á Gasa sem aldrei fyrr. Það er hámark fáránleikans að horfa upp á stjórnvöld í BNA styðja árásarstríð Ísraela með vopnasendingum og fjárframlögum á sama tíma og þeir varpa hjálpargögnum af sýndarmennsku einni til íbúa sem Ísraelsher er nú að svelta til dauða. Ofan á hungursneyðina hikar Ísraelsher auk þess ekki við að skjóta á fólkið sem sækir í neyð sinni í matarsendingarnar og lengra nær nú ómennskan varla. Mennskan gjaldþrota Í raun hafa hin svokölluðu „vestrænu lýðræðisríki“ fallið á prófi mennskunnar vegna ástandsins í Palestínu. Fallið á prófi mannúðar, á prófi samhygðar, á prófi mannréttinda og mennskan virðist gjaldþrota. Viðbrögðin, eða fremur skortur á viðbrögðum, undirstrikar tvískinnung hinna vestrænu ríkja undir forystu Bandaríkjanna. Viðbrögðin undirstrika jafnframt hræsni NATO sem lúta forystu BNA nú sem endranær. Það er í raun óskiljanlegt hvernig ríki Evrópu, sem hafa talið sig vöggu lýðræðis og mannréttinda geta horft upp á atburðina á Gasa án þess að bregðast við, ríkjasamband sem m.a. hefur mótað Mannréttindasáttmála Evrópu. Minningin um þjóðarmorð á Gyðingum í Þýskalandi og víðar undir stjórn Nasista gleymist ekki og hefur verið áminning til alþjóðasamfélagsins um hvert skipbrot mennskunnar getur leitt. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu munu fá sama dóm sögunnar ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við og beitir öllum mætti sínum til að stöðva yfirstandandi stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gasa. Því þurfa stjórnvöld heims að ávarpa ábyrgð bandarískra stjórnvalda í því sem á sér stað á Gaza. Friðarstefnan lifi Aðeins öflug og einlæg friðarstefna getur stuðlað að friði milli þjóða, að ágreinigsefni verði leyst með samtali, ekki vopnavaldi og útþenslustefnu stærstu hervelda heims. Friðarstefnan er einn af hornsteinum Vinstri heyfingarinnar græns framboðs hér eftir sem hingað til. Það er eina stefnan í samskiptum þjóða sem er samboðin þeim sem vilja réttlæti, frið og virðingu til handa öllum sem á móður jörð búa og tilheyra einu kyni, mannkyni. Höfundar eiga sæti í stjórn VG.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun