Meirihluti á bláþræði Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 8. mars 2024 15:30 Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum. Það vildi Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ekki. Fulltrúi Framsóknar studdi málið. Samfylkingin hafði forystu í málinu; komu því á dagskrá og knúðu fram samþykkt þess að lyktum. Ferill málsins var eftirfarandi: Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands, fluttu tillögu þess efnis á nefndum bæjarráðsfundi að morgni fimmtudagsins, að Hafnarfjarðarbær styddi heilshugar gjaldfrjálsar máltíðir og eins að bærinn myndi lækka verulega gjaldskrár sínar; úr 9,9% hækkun sem meirihlutinn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar í desember, í 3,5 á yfirstandandi ári. Þetta er í samræmi við óskir aðila vinnumarkaðarins og enda markmiðið að ná niður verðbólgu - og langþráðum stöðugleika. Jafnaðarmenn styðja heilshugar þessa nálgun. Uppákoma íhaldsins En þá varð fjandinn laus í Hafnarfirði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins með bæjarstjórann í broddi fylkingar fannst tillagan ómöguleg. Fulltrúi Framsóknar fannst þetta hins vegar skynsamleg nálgun, enda framsóknarmenn um allt land umhugað um að samningar næðust á þessum nótum. Óskað þá bæjarstjóri eftir fundarhléi til að freista þess að halda meirihlutanum saman. Það fundarhlé stóð í hálfa aðra klukkustund. Og í kjölfar þess óskaði bæjarstjórnarmeirihluti þessara flokka eftir því að fundinum yrði frestað í rúmar fimm klukkustundir til að meirihlutanum gæfist ráðrúm til að ná áttum og finna lausnir. Það gekk eftir og þegar fundur hófst að nýju eftir þessar rúmu 5 klukkustundir, hafði Framsókn tekist að beygja Sjálfstæðisflokkin. Þá samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn frían mat í skólum. Sem hann hafði verið á móti fyrr á deginum! En auðvitað gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki samþykkt tillögu jafnaðarmanna - það mátti ekki. En suðu saman aðra tillögu sem var efnislega nákvæmlega eins og tillaga jafnaðarmanna. Samþykktu að lækka gjaldskrár og fríum skólamat lofað. Enda mun ríkissjóður standa straum af stærstum hluta kostnaðar við skólamatinn. Nei að morgni og já síðdegis En þessi biti var beiskur og stór til að kyngja fyrir sjálfstæðismenn; að láta jafnaðarmenn og framsókn beygja sig í duftið. Og óyndi flokksins vegna niðurlægingar hans. birtist í því að skamma Samfylkinguna!! Bæjarstjóri og oddviti íhaldsins bókaði að undirritaður, höfundur þessarar greina, oddviti Samfylkingarininar í Hafnarfirði, hafi brotið trúnað!! Og í hverju átti það trúnaðarbrot að vera fólgið? Jú, í því að segja almenningi og fjölmiðlum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefði verið á móti tillögu um frían skólamat á bæjarráðsfundi um morguninn. En svo samþykkja þá ráðstöfun að kvöldi til að halda höktandi meirihluta á lífi - enn um sinn. Nei, það verður aldrei leyndarmál og á ekki að vera það, að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði var eins og fjúkandi lauf á þessum margskipta og einstæða bæjarráðsfundi í gær. Þess ber einnig að geta, að fríar máltíðir í grunnskólum, er að finna í málefnasamningi þessa meirihluta. Sem gerir þessa andstöðu Hafnarfjarðaríhaldsins enn óskiljanlegri. Ragnar Reykás í Hafnarfirði Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ekki að undra að almenningur skilji stundum lítið í flækjum stjórnmálanna. Þessi uppákoma í pólitíkinni í Hafnarfirði í gær, er svo sannarlega þeirrar gerðar. Svona eins konar Hafnarfjarðarbrandari íhaldsins. Það má finna Ragnar Reykás víða. Hann var í Hafnarfirði í gær í gervi Sjálfstæðisflokksins. Þar var hann móti máliinu að morgni dags, en svo með því með að síðdegis. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - Jafnarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum. Það vildi Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ekki. Fulltrúi Framsóknar studdi málið. Samfylkingin hafði forystu í málinu; komu því á dagskrá og knúðu fram samþykkt þess að lyktum. Ferill málsins var eftirfarandi: Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands, fluttu tillögu þess efnis á nefndum bæjarráðsfundi að morgni fimmtudagsins, að Hafnarfjarðarbær styddi heilshugar gjaldfrjálsar máltíðir og eins að bærinn myndi lækka verulega gjaldskrár sínar; úr 9,9% hækkun sem meirihlutinn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar í desember, í 3,5 á yfirstandandi ári. Þetta er í samræmi við óskir aðila vinnumarkaðarins og enda markmiðið að ná niður verðbólgu - og langþráðum stöðugleika. Jafnaðarmenn styðja heilshugar þessa nálgun. Uppákoma íhaldsins En þá varð fjandinn laus í Hafnarfirði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins með bæjarstjórann í broddi fylkingar fannst tillagan ómöguleg. Fulltrúi Framsóknar fannst þetta hins vegar skynsamleg nálgun, enda framsóknarmenn um allt land umhugað um að samningar næðust á þessum nótum. Óskað þá bæjarstjóri eftir fundarhléi til að freista þess að halda meirihlutanum saman. Það fundarhlé stóð í hálfa aðra klukkustund. Og í kjölfar þess óskaði bæjarstjórnarmeirihluti þessara flokka eftir því að fundinum yrði frestað í rúmar fimm klukkustundir til að meirihlutanum gæfist ráðrúm til að ná áttum og finna lausnir. Það gekk eftir og þegar fundur hófst að nýju eftir þessar rúmu 5 klukkustundir, hafði Framsókn tekist að beygja Sjálfstæðisflokkin. Þá samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn frían mat í skólum. Sem hann hafði verið á móti fyrr á deginum! En auðvitað gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki samþykkt tillögu jafnaðarmanna - það mátti ekki. En suðu saman aðra tillögu sem var efnislega nákvæmlega eins og tillaga jafnaðarmanna. Samþykktu að lækka gjaldskrár og fríum skólamat lofað. Enda mun ríkissjóður standa straum af stærstum hluta kostnaðar við skólamatinn. Nei að morgni og já síðdegis En þessi biti var beiskur og stór til að kyngja fyrir sjálfstæðismenn; að láta jafnaðarmenn og framsókn beygja sig í duftið. Og óyndi flokksins vegna niðurlægingar hans. birtist í því að skamma Samfylkinguna!! Bæjarstjóri og oddviti íhaldsins bókaði að undirritaður, höfundur þessarar greina, oddviti Samfylkingarininar í Hafnarfirði, hafi brotið trúnað!! Og í hverju átti það trúnaðarbrot að vera fólgið? Jú, í því að segja almenningi og fjölmiðlum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefði verið á móti tillögu um frían skólamat á bæjarráðsfundi um morguninn. En svo samþykkja þá ráðstöfun að kvöldi til að halda höktandi meirihluta á lífi - enn um sinn. Nei, það verður aldrei leyndarmál og á ekki að vera það, að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði var eins og fjúkandi lauf á þessum margskipta og einstæða bæjarráðsfundi í gær. Þess ber einnig að geta, að fríar máltíðir í grunnskólum, er að finna í málefnasamningi þessa meirihluta. Sem gerir þessa andstöðu Hafnarfjarðaríhaldsins enn óskiljanlegri. Ragnar Reykás í Hafnarfirði Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ekki að undra að almenningur skilji stundum lítið í flækjum stjórnmálanna. Þessi uppákoma í pólitíkinni í Hafnarfirði í gær, er svo sannarlega þeirrar gerðar. Svona eins konar Hafnarfjarðarbrandari íhaldsins. Það má finna Ragnar Reykás víða. Hann var í Hafnarfirði í gær í gervi Sjálfstæðisflokksins. Þar var hann móti máliinu að morgni dags, en svo með því með að síðdegis. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - Jafnarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar