Enski boltinn

„Miðað við frammi­stöðuna í síðari hálf­leik áttum við skilið að vinna“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Van Dijk var á því að Liverpool hefði átt að vinna.
Van Dijk var á því að Liverpool hefði átt að vinna. Michael Regan/Getty Images

Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag.

„Síðari hálfleikur var augljóslega mun betri en 15-20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Við hefðum átt að loka miðsvæðinu örlítið betur en við brugðumst vel við. Við fengum góð færi en náðum ekki að skora sigurmarkið svo þetta er frekar súrsætt í heildina,“ sagði Van Dijk eftir leik dagsins.

„Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik átt við skilið að vinna en þeir skutu að sama skapi í stöngina. Það mátti ekki miklu muna.“

„Manchester City hefur náð miklum árangri og unnið fjölda titla, leikir þessara liða hafa alltaf verið mjög spennuþrungnir. Allir leikir gegn þeim eru erfiðir, þeir eru með gríðarleg gæði út um allan völl og þess vegna unnu þeir Þrennuna á síðustu leiktíð. Ég virði það en markmið okkar í dag var að ná í öll þrjú stigin.“

„Að ná í stig er þó ekki slæmt. Nú þurfum við að einbeita okkur að því sem kemur næst og njóta ferðarinnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×