Léttklæddir léku sér á fyrsta vordegi ársins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. mars 2024 20:07 Fyrsti vordagurinn var að sögn Sigga Storms í dag. Vísir Sólin lét sjá sig í höfuðborginni í dag, íbúum mörgum til mikillar gleði. Veðurfræðingur segir að þrátt fyrir að vorið sé við það að fæðast sé nóg eftir af vetrinum. Tökumaður leit við á Klambratúni í dag þar sem ungir sem aldnir voru mættir til að freista þess að leika sér úti þrátt fyrir að vetur konungur minnti á sig. Fáeinir freistuðu þess jafnvel að sleppa úlpunni. Hallgerður ræddi við Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm veðurfræðing, í Kvöldfréttum. „Já sæll segi ég nú bara þegar menn eru farnir að tala um sumarið núna,“ segir Siggi og bætir við að það vanti svolítið hjá Íslendingum að gefa vorinu séns. „Vorið þarf að brjótast fram eins og barn í fæðingu. Og nú er sjúkrabíllinn á leið á spítalann með barnið og móðurina og vorið er að starta sér. Vordagurinn fyrsti er í dag,“ segir hann. Hiti mældist að sögn Sigga mest níu stig í dag. Í Reykjavík mældust 6,8 gráður og bjartviðri og hægviðri. Hann segir veðrið halda áfram á vesturhelmingi landsins á morgun en á austurhelmingnum og á Suðausturlandi fari að snjóa seinni partinn. „Svo erum við dottin aftur í stífar norðlægar áttir, og þá fáum við hlé á vorkomunni. Það er akkúrat tónninn sem við eigum að gefa vorinu. Vorið þarf að fæðast.“ Siggi segir að næstu helgi sé útlit fyrir lægðagangi yfir landinu með norðanátt og snjókomu víða um land, jafnvel í höfuðborginni. Þannig að það er smá kuldi í kortunum ennþá? „Þetta er hvergi nærri búið. Veturinn er svo sterkur hjá okkur. Hann er ekki búinn að gefa eftir tagl og hagldir. Þannig að það er alveg ljóst að það er vetur ennþá en vorið er vissulega að koma. Sólin er að hækka á lofti og hér í Hafnarfirði hafa verið fiskimenn að veiða við höfnina. Þannig að það er margt sem minnir á að vorið er að koma og vonin er að koma og allt er dásamlegt,“ segir Siggi að lokum. Veður Reykjavík Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Tökumaður leit við á Klambratúni í dag þar sem ungir sem aldnir voru mættir til að freista þess að leika sér úti þrátt fyrir að vetur konungur minnti á sig. Fáeinir freistuðu þess jafnvel að sleppa úlpunni. Hallgerður ræddi við Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm veðurfræðing, í Kvöldfréttum. „Já sæll segi ég nú bara þegar menn eru farnir að tala um sumarið núna,“ segir Siggi og bætir við að það vanti svolítið hjá Íslendingum að gefa vorinu séns. „Vorið þarf að brjótast fram eins og barn í fæðingu. Og nú er sjúkrabíllinn á leið á spítalann með barnið og móðurina og vorið er að starta sér. Vordagurinn fyrsti er í dag,“ segir hann. Hiti mældist að sögn Sigga mest níu stig í dag. Í Reykjavík mældust 6,8 gráður og bjartviðri og hægviðri. Hann segir veðrið halda áfram á vesturhelmingi landsins á morgun en á austurhelmingnum og á Suðausturlandi fari að snjóa seinni partinn. „Svo erum við dottin aftur í stífar norðlægar áttir, og þá fáum við hlé á vorkomunni. Það er akkúrat tónninn sem við eigum að gefa vorinu. Vorið þarf að fæðast.“ Siggi segir að næstu helgi sé útlit fyrir lægðagangi yfir landinu með norðanátt og snjókomu víða um land, jafnvel í höfuðborginni. Þannig að það er smá kuldi í kortunum ennþá? „Þetta er hvergi nærri búið. Veturinn er svo sterkur hjá okkur. Hann er ekki búinn að gefa eftir tagl og hagldir. Þannig að það er alveg ljóst að það er vetur ennþá en vorið er vissulega að koma. Sólin er að hækka á lofti og hér í Hafnarfirði hafa verið fiskimenn að veiða við höfnina. Þannig að það er margt sem minnir á að vorið er að koma og vonin er að koma og allt er dásamlegt,“ segir Siggi að lokum.
Veður Reykjavík Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira