Liverpool og City gerðu 1-1 jafntefli á Anfield í stórleik helgarinnar. Klopp var ánægður með sína menn, meðal annars Joe Gomez sem leysti báðar bakvarðastöðurnar í leiknum.
Klopp sagðist jafnframt ekki skilja af hverju Gomez fær ekki tækifæri með enska landsliðinu og skaut á þjálfara þess, Gareth Southgate.
„Joe Gomez. Gareth, í alvörunni“ sagði Klopp í viðtali eftir leikinn.
Gomez hefur leikið ellefu landsleiki. Sá síðasti kom í október 2020.
Gomez hefur leikið 39 leiki með Liverpool á tímabilinu.