Sendi fjölskyldu sína úr landi af ótta við stungumanninn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 14:54 Mustafa Al Hamoodi er eigandi OK Market. Vísir/Rúnar Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi. Á fimmtudaginn mætti karlmaður í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík og réðst á tvo starfsmenn vopnaður hnífi. Maðurinn var síðar handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Árásin náðist á myndband sem sjá má í fréttinni hér fyrir neðan. Árásarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur hlotið nokkra dóma síðan hann fékk hér alþjóðlega vernd árið 2018, meðal annars fyrir líkamsárás, húsbrot og fleira. Lögreglan aðstoði hann ekki neitt Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa. Hótaði að drepa fjölskyldu hans Daginn áður en maðurinn kom í verslunina hafði hann reynt að hringja í Mustafa sem svaraði honum ekki. Þegar hann mætti í verslunina spurði hann hvers vegna hann væri ekki að svara í símann og Mustafa bað hann um að hætta að hringja í sig og hætta að mæta í verslunina. Þá dró maðurinn upp hnífinn. „Ég er búinn að senda fjölskylduna mína í burtu frá Íslandi fyrir sjö mánuðum út af honum. Hann var alltaf að koma heim til mín, senda mér mynd af íbúðinni minni. Hóta að drepa konuna mína og börnin mín. Ég nenni ekki svona bulli,“ segir Mustafa. Hann er með ör á hökunni og skurð á tungunni eftir árásina. Hann óttast að þetta martraðarástand haldi áfram losni maðurinn úr fangelsi. Maðurinn náði að skera í andlit Mustafa.Vísir/Rúnar Hótanirnar halda áfram í gæsluvarðhaldi „Hann ætlar út aftur. Hann stoppar aldrei. Hann er ekki búinn að stoppa síðan árið 2018. Hann sat inni í eitt ár og um leið og hann komst út kom hann hingað strax. Hann er alltaf að hugsa um mig. Ég skil ekki af hverju,“ segir Mustafa. Hann segist ekki vera viss hvort hann væri enn á lífi ef samstarfsfélagi hans hafi ekki verið á svæðinu og aðstoðað hann við að berjast við manninn. Maðurinn var handtekinn á fimmtudag en eftir tvo daga í gæsluvarðhaldi var hann búinn að hringja aftur í Mustafa og hóta honum. „Þegar fjölskyldan mín var hér var ég alltaf að hugsa: „Kannski er hann á leið heim til mín. Kannski gerir hann eitthvað.“ Alltaf þegar ég fór að heiman horfði ég til beggja hliða og athugaði hvort hann væri að koma,“ segir Mustafa. Reykjavík Lögreglumál Verslun Mál Mohamad Kourani Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Á fimmtudaginn mætti karlmaður í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík og réðst á tvo starfsmenn vopnaður hnífi. Maðurinn var síðar handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Árásin náðist á myndband sem sjá má í fréttinni hér fyrir neðan. Árásarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur hlotið nokkra dóma síðan hann fékk hér alþjóðlega vernd árið 2018, meðal annars fyrir líkamsárás, húsbrot og fleira. Lögreglan aðstoði hann ekki neitt Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa. Hótaði að drepa fjölskyldu hans Daginn áður en maðurinn kom í verslunina hafði hann reynt að hringja í Mustafa sem svaraði honum ekki. Þegar hann mætti í verslunina spurði hann hvers vegna hann væri ekki að svara í símann og Mustafa bað hann um að hætta að hringja í sig og hætta að mæta í verslunina. Þá dró maðurinn upp hnífinn. „Ég er búinn að senda fjölskylduna mína í burtu frá Íslandi fyrir sjö mánuðum út af honum. Hann var alltaf að koma heim til mín, senda mér mynd af íbúðinni minni. Hóta að drepa konuna mína og börnin mín. Ég nenni ekki svona bulli,“ segir Mustafa. Hann er með ör á hökunni og skurð á tungunni eftir árásina. Hann óttast að þetta martraðarástand haldi áfram losni maðurinn úr fangelsi. Maðurinn náði að skera í andlit Mustafa.Vísir/Rúnar Hótanirnar halda áfram í gæsluvarðhaldi „Hann ætlar út aftur. Hann stoppar aldrei. Hann er ekki búinn að stoppa síðan árið 2018. Hann sat inni í eitt ár og um leið og hann komst út kom hann hingað strax. Hann er alltaf að hugsa um mig. Ég skil ekki af hverju,“ segir Mustafa. Hann segist ekki vera viss hvort hann væri enn á lífi ef samstarfsfélagi hans hafi ekki verið á svæðinu og aðstoðað hann við að berjast við manninn. Maðurinn var handtekinn á fimmtudag en eftir tvo daga í gæsluvarðhaldi var hann búinn að hringja aftur í Mustafa og hóta honum. „Þegar fjölskyldan mín var hér var ég alltaf að hugsa: „Kannski er hann á leið heim til mín. Kannski gerir hann eitthvað.“ Alltaf þegar ég fór að heiman horfði ég til beggja hliða og athugaði hvort hann væri að koma,“ segir Mustafa.
Reykjavík Lögreglumál Verslun Mál Mohamad Kourani Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira