Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Viðvarirnar munu allar taka gildi á sama tíma, klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags. Þær munu standa yfir á allan mánudag og taka enda á miðnætti fyrir þriðjudag.
„Gengur í norðaustan 15-23 m/s með snjókomu. Búast má við og skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir í flugsamgöngum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Versnandi aksturskilyrði á mánudag,“ segir um hverja viðvörun, nema á Ströndum og Norðurlandi vestra er smávægileg breyting á textanum. Þar er talað um þrettán til tuttugu metra á sekúndu, en ekki fimmtán til 23 metra.