Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar alla daga klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar alla daga klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar er rætt við formann Neytendasamtakanna sem segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum eru oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar.

Formaður Starfsgreinasambandsins segir það ekki koma til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum við sveitarfélögin. Hann sakar Sjálfstæðismenn um að notfæra sér verkalýðshreyfinguna í pólitískri skák.

Við fjöllum um veðrið fyrir vestan en von er á stórhríð og Vestfjörðum og Snæfellsnesi á morgun, og gætu vindhviður náð allt að 36 metrum á sekúndu. Aðalvarðstjóri á Ísafirði segir að vegna veðursins gæti þurft að ráðast í lokanir á vegum.

Ástandið í Úkraínu verður skoðað en enn einn slökkviliðsmaðurinn lést af sárum sínum í nótt eftir eldflaugaárás Rússa á úkráinsku hafnarborgina Odessa í gær. Látnir eru þar með orðnir tuttugu og einn og yfir sjötíu og fimm særðir.

Þá heyrum við frá Búnaðarþingi en forsætisráðherra sá ástæðu til að skamma íslenska bændur við setningu þingsins þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við merkingar á íslenskum landbúnaðarafurðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×