Klopp hélt áfram að urða yfir fjölmiðlamanninn eftir að strunsa úr viðtalinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 07:00 Sigur og Klopp hefði átt möguleika á að enda feril sinn með Liverpool á Wembley. Sá möguleiki er nú úr sögunni. Visionhaus/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var allt annað en sáttur eftir 4-3 tap sinna manna gegn Manchester United í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Svo sár var Klopp að hann strunsaði úr viðtali við Viaplay eftir leik og lét starfsmann sjónvarpsstöðvarinnar fá það óþvegið er hann gekk til búningsklefa. Það var ljóst að Þjóðverjanum var heitt í hamsi eftir tapið en leikurinn fór alla leið í framlengingu. Þar komst Liverpool yfir áður en heimamenn í Man United skoruðu tvívegis í blálokin og unnu ótrúlegan 4-3 sigur. nskKlopp var enn heldur súr þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk starfsmaður Viaplay frá Danmörku að finna fyrir því. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja. Hann hélt síðan áfram og ræddi leikjaálag Liverpool undanfarið. Þegar blaðamaður byrjaði á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg. Gekk hann einfaldlega á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér.“ Fjölmiðlamaðurinn sem um er ræðir er Niels Christian Frederiksen, lýsandi á Viaplay. Hinn danski Frederiksen var í viðtali við Tipsbladet um spjall sitt við Klopp. „Þetta kom mér verulega á óvart sem og fólkinu sem stóð í kringum mig, því var mjög brugðið. Klopp hélt áfram að kalla og öskra á mig meðan hann labbaði niður ganginn. Ég fór á eftir honum því mér fannst þetta heldur skrítið.“ „Mér var mjög brugðið á meðan aðrir voru í losti og spurðu mig hvort það væri í lagi með mig,“ bætti Frederiksen við en hann er í fínu lagi. Hann hafði oft rætt við Klopp áður en kom að viðtalinu á sunnudag. „Ég þekki hann ekki persónulega en ég talaði nokkrum sinnum við hann þegar hann var hjá Mainz sem og þegar hann var hjá Borussia Dortmund. Þá hef ég margoft talað við hann síðan hann kom til Liverpool. Við eigum því alls ekki í slæmu sambandi.“ „Ég veit að þú verður ekki einn besti þjálfari heims í fleiri ár án þess að vera einnig gríðarlega tapsár. Grunnurinn að því að vera góður þjálfari er að þér líka illa við að tapa og að þú ert sigurvegari.“ Danish reporter Niels Christian Frederiksen says he has 'no problem' with Jurgen Klopp despite the Liverpool boss' angry outburst during a post match interview. pic.twitter.com/wPrFNCc3SE— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2024 „Ég túlka þetta þannig að hann hafi verið gríðarlega pirraður eftir tap gegn Man United, sérstaklega eins og leikurinn þróaðist. Þeir voru tvívegis yfir í leiknum og hefðu átt að klára hann. Klopp átti sér þann draum að spila lokaleik sinn á Englandi á Wembley en það var tekið frá honum. Ég get skilið af hverju hann var svona rosalega pirraður.“ „Svo fékk hann spurningu sem honum líkaði illa við og missti það. Það kemur fyrir á bestu bæjum. Ég sé ekkert að því,“ sagði Frederiksen að endingu en hann trúir því að þeir Klopp muni tala saman aftur á faglegu nótunum áður en langt um líður. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp ósáttur við að fá ekki eina skiptingu í viðbót Jürgen Klopp og lærisveinar hans féllu út úr enska bikarnum í gær eftir dramatískt 4-3 tap á móti Manchester United í leik liðanna í átta liða úrslitum á Old Trafford. 18. mars 2024 12:31 Ótrúleg dramatík þegar United sló Liverpool út úr bikarnum Manchester United er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir magnaðan sigur á Liverpool í framlengdum leik á Old Trafford. Amad Diallo skoraði sigurmarkið undir lok framlengingar. 17. mars 2024 18:17 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira
Það var ljóst að Þjóðverjanum var heitt í hamsi eftir tapið en leikurinn fór alla leið í framlengingu. Þar komst Liverpool yfir áður en heimamenn í Man United skoruðu tvívegis í blálokin og unnu ótrúlegan 4-3 sigur. nskKlopp var enn heldur súr þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk starfsmaður Viaplay frá Danmörku að finna fyrir því. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja. Hann hélt síðan áfram og ræddi leikjaálag Liverpool undanfarið. Þegar blaðamaður byrjaði á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg. Gekk hann einfaldlega á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér.“ Fjölmiðlamaðurinn sem um er ræðir er Niels Christian Frederiksen, lýsandi á Viaplay. Hinn danski Frederiksen var í viðtali við Tipsbladet um spjall sitt við Klopp. „Þetta kom mér verulega á óvart sem og fólkinu sem stóð í kringum mig, því var mjög brugðið. Klopp hélt áfram að kalla og öskra á mig meðan hann labbaði niður ganginn. Ég fór á eftir honum því mér fannst þetta heldur skrítið.“ „Mér var mjög brugðið á meðan aðrir voru í losti og spurðu mig hvort það væri í lagi með mig,“ bætti Frederiksen við en hann er í fínu lagi. Hann hafði oft rætt við Klopp áður en kom að viðtalinu á sunnudag. „Ég þekki hann ekki persónulega en ég talaði nokkrum sinnum við hann þegar hann var hjá Mainz sem og þegar hann var hjá Borussia Dortmund. Þá hef ég margoft talað við hann síðan hann kom til Liverpool. Við eigum því alls ekki í slæmu sambandi.“ „Ég veit að þú verður ekki einn besti þjálfari heims í fleiri ár án þess að vera einnig gríðarlega tapsár. Grunnurinn að því að vera góður þjálfari er að þér líka illa við að tapa og að þú ert sigurvegari.“ Danish reporter Niels Christian Frederiksen says he has 'no problem' with Jurgen Klopp despite the Liverpool boss' angry outburst during a post match interview. pic.twitter.com/wPrFNCc3SE— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2024 „Ég túlka þetta þannig að hann hafi verið gríðarlega pirraður eftir tap gegn Man United, sérstaklega eins og leikurinn þróaðist. Þeir voru tvívegis yfir í leiknum og hefðu átt að klára hann. Klopp átti sér þann draum að spila lokaleik sinn á Englandi á Wembley en það var tekið frá honum. Ég get skilið af hverju hann var svona rosalega pirraður.“ „Svo fékk hann spurningu sem honum líkaði illa við og missti það. Það kemur fyrir á bestu bæjum. Ég sé ekkert að því,“ sagði Frederiksen að endingu en hann trúir því að þeir Klopp muni tala saman aftur á faglegu nótunum áður en langt um líður.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp ósáttur við að fá ekki eina skiptingu í viðbót Jürgen Klopp og lærisveinar hans féllu út úr enska bikarnum í gær eftir dramatískt 4-3 tap á móti Manchester United í leik liðanna í átta liða úrslitum á Old Trafford. 18. mars 2024 12:31 Ótrúleg dramatík þegar United sló Liverpool út úr bikarnum Manchester United er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir magnaðan sigur á Liverpool í framlengdum leik á Old Trafford. Amad Diallo skoraði sigurmarkið undir lok framlengingar. 17. mars 2024 18:17 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira
Klopp ósáttur við að fá ekki eina skiptingu í viðbót Jürgen Klopp og lærisveinar hans féllu út úr enska bikarnum í gær eftir dramatískt 4-3 tap á móti Manchester United í leik liðanna í átta liða úrslitum á Old Trafford. 18. mars 2024 12:31
Ótrúleg dramatík þegar United sló Liverpool út úr bikarnum Manchester United er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir magnaðan sigur á Liverpool í framlengdum leik á Old Trafford. Amad Diallo skoraði sigurmarkið undir lok framlengingar. 17. mars 2024 18:17
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn