„Get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. mars 2024 22:00 Benedikt Guðmundsson er líflegur á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tyllti sér upp í 2. sæti Subway-deildar karla í körfubolta með því að kjöldraga fallna Blika 120-86. Um var að ræða leik sem var frestað vegna skorts á heitu vatni, í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. „Gott að fá tvö stig. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Blikunum og tala nú ekki um þegar þeir missa tvo leikmenn í meiðsli, annar í upphitun og hinn í byrjun leiks. Ég held að allir hafi séð í hvað stefndi þá,“ sagði Benedikt Guðmundssonm þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik. „Mér fannst Blikarnir byrja bara virkilega vel. Þeir voru með marga góða sóknarmenn sem við réðum illa við en ég held að þessi meiðsli hjá þeirra tveim lykilmönnum hafi gert þetta að ansi mikilli brekku hjá þeim og þá voru bara gæðin okkar miklu meiri. Við breyttum ekki neinu, jú við reyndum að pressa aðeins hérna þegar að við vissum að Sölvi væri ekki með og svona en að öðru leyti þá voru gæðin bara meiri okkar megin.“ Njarðvíkingar voru að hitta mjög vel og voru komnir með 100 stig á töfluna áður en liðin byrjuðu fjórða leikhluta. „Já menn voru að hitta vel. Það var gott jafnvægi á þessu, menn voru að hitta vel fyrir utan, fengum fullt af hraðaupphlaupum. Menn voru í góðum sóknargír hérna í dag og ég ætla að vona að menn haldi áfram að hitta svona því þá eru okkur allir vegir færir, sérstaklega fyrir utan.“ Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæran leik í kvöld og hefur aðeins fallið í skuggan á Chaz Williams þegar menn tala um Njarðvíkinga. „Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann kom hérna um áramótin og var ekkert búin að spila í vetur. Byrjaði róleg í fyrsta leik og einhverjir voru farnir að senda á mig hvað hann myndi endast lengi en hann er bara lykilmaður hjá okkur bæði í vörn og sókn. Eins og ég sagði eftir Þorlákshöfn þá er enginn öflugri að keyra á hringinn heldur en hann. Þá er ég tala um bara deildina núna í vetur og bara þá sem ég hef haft í mínu liði. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann.“ Njarðvíkingar fá núna smá bikar pásu áður en þeir mæta svo nágrönnum sínum í Keflavík í stórslag næstu umferðar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Núna er það bara næsta verkefni hjá félaginu og það eru stelpurnar í undanúrslitum í bikar. Ég er ekki komin lengra en það. Ég man ekki einu sinni hvaða dagsetning er á Keflavíkurleiknum en hann er allavega í þar næstu viku svo við fáum smá andrými núna til þess að styðja stelpurnar og svo förum við að hugsa um Keflavík, Val og allt það sem er framundan. “ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
„Gott að fá tvö stig. Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Blikunum og tala nú ekki um þegar þeir missa tvo leikmenn í meiðsli, annar í upphitun og hinn í byrjun leiks. Ég held að allir hafi séð í hvað stefndi þá,“ sagði Benedikt Guðmundssonm þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik. „Mér fannst Blikarnir byrja bara virkilega vel. Þeir voru með marga góða sóknarmenn sem við réðum illa við en ég held að þessi meiðsli hjá þeirra tveim lykilmönnum hafi gert þetta að ansi mikilli brekku hjá þeim og þá voru bara gæðin okkar miklu meiri. Við breyttum ekki neinu, jú við reyndum að pressa aðeins hérna þegar að við vissum að Sölvi væri ekki með og svona en að öðru leyti þá voru gæðin bara meiri okkar megin.“ Njarðvíkingar voru að hitta mjög vel og voru komnir með 100 stig á töfluna áður en liðin byrjuðu fjórða leikhluta. „Já menn voru að hitta vel. Það var gott jafnvægi á þessu, menn voru að hitta vel fyrir utan, fengum fullt af hraðaupphlaupum. Menn voru í góðum sóknargír hérna í dag og ég ætla að vona að menn haldi áfram að hitta svona því þá eru okkur allir vegir færir, sérstaklega fyrir utan.“ Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæran leik í kvöld og hefur aðeins fallið í skuggan á Chaz Williams þegar menn tala um Njarðvíkinga. „Hann er alltaf að verða betri og betri. Hann kom hérna um áramótin og var ekkert búin að spila í vetur. Byrjaði róleg í fyrsta leik og einhverjir voru farnir að senda á mig hvað hann myndi endast lengi en hann er bara lykilmaður hjá okkur bæði í vörn og sókn. Eins og ég sagði eftir Þorlákshöfn þá er enginn öflugri að keyra á hringinn heldur en hann. Þá er ég tala um bara deildina núna í vetur og bara þá sem ég hef haft í mínu liði. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann.“ Njarðvíkingar fá núna smá bikar pásu áður en þeir mæta svo nágrönnum sínum í Keflavík í stórslag næstu umferðar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Núna er það bara næsta verkefni hjá félaginu og það eru stelpurnar í undanúrslitum í bikar. Ég er ekki komin lengra en það. Ég man ekki einu sinni hvaða dagsetning er á Keflavíkurleiknum en hann er allavega í þar næstu viku svo við fáum smá andrými núna til þess að styðja stelpurnar og svo förum við að hugsa um Keflavík, Val og allt það sem er framundan. “
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira