Mikilvægar breytingar á úrræði greiðsluaðlögunar Ásta S. Helgadóttir skrifar 20. mars 2024 08:31 Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga taka gildi 1. apríl nk. Umboðsmaður skuldara (UMS) annast framkvæmd greiðsluaðlögunar sem er mikilvægt úrræði fyrir einstaklinga í verulegum greiðsluerfiðleikum og gerir þeim kleift að leita frjálsra samninga við kröfuhafa með milligöngu UMS. Markmiðið með greiðsluaðlögun er að ná jafnvægi milli skulda og greiðslugetu og tilgangur breytinganna er bæði að auka skilvirkni úrræðisins og mæta betur þörfum umsækjenda. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum UMS getur nú lagt til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðkröfum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir veðlána við ákveðnar aðstæður og heimild til að leggja til lægri afborganir veðlána er rýmkuð. Breytt greiðslufyrirkomulag getur alla jafna varað í allt að eitt ár. Markmiðið er að mæta sérstökum aðstæðum á borð við hátt vaxtastig eða tímabundnum aðstæðum eins og tekjuleysi.Þá geta umsækjendur leitað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar hjá UMS á meðan samningaviðræður við kröfuhafa standa yfir. Verður þannig hægt að óska eftir lækkun á veðsetningu svo að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heildstæðara úrræði Til að úrræðið verði heildstæðara verða gerðar ákveðnar breytingar á meðferð krafna sem standa utan greiðsluaðlögunar. Kröfur á borð við virðisaukaskatt, fésektir og meðlagsskuldir geta með þessu orðið hluti af greiðsluáætlun samnings þrátt fyrir að ekki sé heimilt að kveða á um eftirgjöf á þeim. Með þessu móti þurfa einstaklingar ekki að semja sjálfir sérstaklega við hlutaðeigandi kröfuhafa. Þá er sú breyting gerð að virkar kröfur vegna ábyrgðarskuldbindinga á námslánum falla undir úrræðið. Ábyrgðarmenn á námslánum, sem glíma við fjárhagserfiðleika, geta nú leitað heildstæðrar lausnar í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Rýmkun á skilyrðum Skilyrði eru rýmkuð með það að markmiði að fleiri geti leitað greiðsluaðlögunar. Þá geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis nú leitað greiðsluaðlögunar vegna íslenskra krafna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig ber að nefna að umsækjendum er nú auðveldað til muna að óska eftir breytingu á samningi um greiðsluaðlögun ef upp koma sérstakar eða ófyrirsjáanlegar aðstæður. Heimildir Creditinfo takmarkaðar Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár. Greiðsluaðlögun var fyrst sett á laggirnar árið 2010 og hafa um 8.800 umsóknir borist frá upphafi. Úrræðið hefur margsannað gildi sitt en mikil þörf hefur verið fyrir endurskoðun laganna. UMS fagnar því mjög breytingunum sem byggjast á þeirri reynslu og þekkingu sem orðið hefur til á málaflokknum gegnum árin. Höfundur er umboðsmaður skuldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga taka gildi 1. apríl nk. Umboðsmaður skuldara (UMS) annast framkvæmd greiðsluaðlögunar sem er mikilvægt úrræði fyrir einstaklinga í verulegum greiðsluerfiðleikum og gerir þeim kleift að leita frjálsra samninga við kröfuhafa með milligöngu UMS. Markmiðið með greiðsluaðlögun er að ná jafnvægi milli skulda og greiðslugetu og tilgangur breytinganna er bæði að auka skilvirkni úrræðisins og mæta betur þörfum umsækjenda. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum UMS getur nú lagt til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðkröfum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir veðlána við ákveðnar aðstæður og heimild til að leggja til lægri afborganir veðlána er rýmkuð. Breytt greiðslufyrirkomulag getur alla jafna varað í allt að eitt ár. Markmiðið er að mæta sérstökum aðstæðum á borð við hátt vaxtastig eða tímabundnum aðstæðum eins og tekjuleysi.Þá geta umsækjendur leitað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar hjá UMS á meðan samningaviðræður við kröfuhafa standa yfir. Verður þannig hægt að óska eftir lækkun á veðsetningu svo að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heildstæðara úrræði Til að úrræðið verði heildstæðara verða gerðar ákveðnar breytingar á meðferð krafna sem standa utan greiðsluaðlögunar. Kröfur á borð við virðisaukaskatt, fésektir og meðlagsskuldir geta með þessu orðið hluti af greiðsluáætlun samnings þrátt fyrir að ekki sé heimilt að kveða á um eftirgjöf á þeim. Með þessu móti þurfa einstaklingar ekki að semja sjálfir sérstaklega við hlutaðeigandi kröfuhafa. Þá er sú breyting gerð að virkar kröfur vegna ábyrgðarskuldbindinga á námslánum falla undir úrræðið. Ábyrgðarmenn á námslánum, sem glíma við fjárhagserfiðleika, geta nú leitað heildstæðrar lausnar í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Rýmkun á skilyrðum Skilyrði eru rýmkuð með það að markmiði að fleiri geti leitað greiðsluaðlögunar. Þá geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis nú leitað greiðsluaðlögunar vegna íslenskra krafna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig ber að nefna að umsækjendum er nú auðveldað til muna að óska eftir breytingu á samningi um greiðsluaðlögun ef upp koma sérstakar eða ófyrirsjáanlegar aðstæður. Heimildir Creditinfo takmarkaðar Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár. Greiðsluaðlögun var fyrst sett á laggirnar árið 2010 og hafa um 8.800 umsóknir borist frá upphafi. Úrræðið hefur margsannað gildi sitt en mikil þörf hefur verið fyrir endurskoðun laganna. UMS fagnar því mjög breytingunum sem byggjast á þeirri reynslu og þekkingu sem orðið hefur til á málaflokknum gegnum árin. Höfundur er umboðsmaður skuldara.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar