Vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. mars 2024 08:00 Daníel greindist með gigt fyrir um fimm árum síðan eftir að hann gat hvorki gengið né sofið í margar mánuði. Daníel Már Daníel Már Pálsson atvinnupókerspilari vakti athygli á dögunum eftir að hann vann 26 milljónir íslenskra króna á stórmóti á Jeju Island í Suður-Kóreu á dögunum. Þetta er stærsti sigur Daníels á pókermóti hingað til. Hann segir baráttuna við gigtina hafa mótað sig mest í lífinu. „Eftir þessa velgengni á Triton series er ég bara að skoða flug til Vegas og er að stefna á að spila nokkur WSOP (world series of poker) í júní-júlí,“ segir Daníel sem er búsettur í Kaupmannahöfn með kærustu sinni, Hrafnhildi Agnarsdóttur, og tveggja og hálf árs syni þeirra. Moneytime https://t.co/GP9BuVXOBe— Daníel Már Pálsson (@danielmarpoker) March 7, 2024 Daníel sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Daníel Már Pálsson. Aldur? 35 ára. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Ég bý í Danmörku með Hrafnhildi kærustuni minni og tveggja og hálfs árs syni okkar. Hvað er á döfinni? Eftir þessa velgengni á Triton series er ég bara að skoða flug til Vegas og er að stefna á að spila nokkur WSOP (world series of poker) í júní/júlí. Þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fæðing sonar míns og þau forréttindi að ala upp þennan snilling. Daníel ásamt fjölskyldu sinni.Daníel Már Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég byrjaði að huga að heilsunni fyrir fimm árum þegar ég fékk gigt, fram að því lifði ég frekar skítlegum og óhollum lífsstíl. Ég fer núna í ræktina tvisvar til fjórum sinnum í viku og passa það að borða ekki mikið af ruslfæði þó svo ég leyfi mér eiginlega hvað sem er í hófi. Fallegasti staður á landinu? En í heiminum? Fallegasti staður á landinu og heiminum er Skagafjörður. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég er með tvær leiðir til að hlaða batteríin; Ef ég er búinn á því þá bara tærnar upp í loft og glápi á eitthvað en ef ég þarf útrás þá skála ég með góðum vinum og fylli batteríin þannig. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er líklega bölvaða gigtin sem ég er með. Ég vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina og nokkrum vikum síðar gat ég ekki labbað né sofið í marga mánuði. Þá áttaði ég mig á því að ekkert er gefins og það þyrfti að leggja sig fram til að ná langt. Veikindin fengu mig til að líta á mistök fortíðarinnar sem lexíu en ekki skömm og læra af þeim. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég var að byrja á The Gentlemen á Netflix. Byrjar vel! Uppskrift að drauma sunnudegi? Sunnudagar eru stærstu dagarnir í online-poker. Ég byrja daginn oftast með syni mínum og fer svo að vinna uppúr hádegi. Á draumasunnudögum vinn ég hellings pening. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég vil upplifa góðan feril og horfa stoltur á son minn vaxa úr grasi áður en ég kveð ykkur. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get nokkrar eftirhermur, mín besta er að syngja What a wonderful world með Louis Armstrong í karókí. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, dönsku og ensku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Flýttu þér hægt.“ Daníel Már Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Hlýði syni mínum þegar hann vekur mig og segir „fram.“ Fyrsti kossinn? Fjögurra ára í einhverjum skáp í leikskólanum, man ekki nafnið á henni. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Vantar þig pening? Leður eða strigaskór? Strigaskór. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Þegar ég hringdi í mömmu mína frá Suður-Kóreu eftir að ég hafði komist áfram á degi tvö á mótinu sem ég var að spila. Þetta var mitt stærsta afrek á mínum ferli til þessa og ég var virkilega stoltur af sjálfum mér í fyrsta sinn. Sannkölluð Tears of joy. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Skeiðvöllurinn. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? I Refuse To Lose - James Brown. Ertu með einhvern bucket-lista? Síðan ég varð atvinnumaður í póker hefur draumurinn verið að spila WSOP main event - Stefnir í að ég geti geti hakað í það box innan skamms. Danmörk Ástin og lífið Heilsa Hin hliðin Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Eftir þessa velgengni á Triton series er ég bara að skoða flug til Vegas og er að stefna á að spila nokkur WSOP (world series of poker) í júní-júlí,“ segir Daníel sem er búsettur í Kaupmannahöfn með kærustu sinni, Hrafnhildi Agnarsdóttur, og tveggja og hálf árs syni þeirra. Moneytime https://t.co/GP9BuVXOBe— Daníel Már Pálsson (@danielmarpoker) March 7, 2024 Daníel sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Daníel Már Pálsson. Aldur? 35 ára. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Ég bý í Danmörku með Hrafnhildi kærustuni minni og tveggja og hálfs árs syni okkar. Hvað er á döfinni? Eftir þessa velgengni á Triton series er ég bara að skoða flug til Vegas og er að stefna á að spila nokkur WSOP (world series of poker) í júní/júlí. Þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er fæðing sonar míns og þau forréttindi að ala upp þennan snilling. Daníel ásamt fjölskyldu sinni.Daníel Már Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég byrjaði að huga að heilsunni fyrir fimm árum þegar ég fékk gigt, fram að því lifði ég frekar skítlegum og óhollum lífsstíl. Ég fer núna í ræktina tvisvar til fjórum sinnum í viku og passa það að borða ekki mikið af ruslfæði þó svo ég leyfi mér eiginlega hvað sem er í hófi. Fallegasti staður á landinu? En í heiminum? Fallegasti staður á landinu og heiminum er Skagafjörður. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég er með tvær leiðir til að hlaða batteríin; Ef ég er búinn á því þá bara tærnar upp í loft og glápi á eitthvað en ef ég þarf útrás þá skála ég með góðum vinum og fylli batteríin þannig. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er líklega bölvaða gigtin sem ég er með. Ég vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina og nokkrum vikum síðar gat ég ekki labbað né sofið í marga mánuði. Þá áttaði ég mig á því að ekkert er gefins og það þyrfti að leggja sig fram til að ná langt. Veikindin fengu mig til að líta á mistök fortíðarinnar sem lexíu en ekki skömm og læra af þeim. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég var að byrja á The Gentlemen á Netflix. Byrjar vel! Uppskrift að drauma sunnudegi? Sunnudagar eru stærstu dagarnir í online-poker. Ég byrja daginn oftast með syni mínum og fer svo að vinna uppúr hádegi. Á draumasunnudögum vinn ég hellings pening. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég vil upplifa góðan feril og horfa stoltur á son minn vaxa úr grasi áður en ég kveð ykkur. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get nokkrar eftirhermur, mín besta er að syngja What a wonderful world með Louis Armstrong í karókí. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, dönsku og ensku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Flýttu þér hægt.“ Daníel Már Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Hlýði syni mínum þegar hann vekur mig og segir „fram.“ Fyrsti kossinn? Fjögurra ára í einhverjum skáp í leikskólanum, man ekki nafnið á henni. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Vantar þig pening? Leður eða strigaskór? Strigaskór. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Þegar ég hringdi í mömmu mína frá Suður-Kóreu eftir að ég hafði komist áfram á degi tvö á mótinu sem ég var að spila. Þetta var mitt stærsta afrek á mínum ferli til þessa og ég var virkilega stoltur af sjálfum mér í fyrsta sinn. Sannkölluð Tears of joy. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Skeiðvöllurinn. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? I Refuse To Lose - James Brown. Ertu með einhvern bucket-lista? Síðan ég varð atvinnumaður í póker hefur draumurinn verið að spila WSOP main event - Stefnir í að ég geti geti hakað í það box innan skamms.
Danmörk Ástin og lífið Heilsa Hin hliðin Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“