Hætta með Pizzavagninn eftir tuttugu ára rekstur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 17:17 Björgvin Þór og Petrína hafa rekið Pizzavagninn í tuttugu ár. Hafliði Breiðfjörð Petrína og Björgvin Þór hafa ekið Pizzavagninum um uppsveitir Árnessýslu í tuttugu ár en ætla að hætta rekstri í vikunni. Óvissa er um það hvort einhver taki við rekstrinum. Pizzavagninn verður á balli á Flúðum á miðvikudaginn og hættir eftir það. Pizzavagninn tók fyrst til starfa 12. júní 2004, en fyrir það höfðu hjónin átt pítsuofn sem þau færðu milli staða í rúmt ár, segir Petrína. Pítsaofninn var þá ýmist á Hestakránni eða í Steinsholti þar sem hjónin seldu pítsur. Svo hafi vagninn komið til sögunnar árið 2004. Petrína segir bróður sinn, Hafliða Breiðfjörð, hafa fengið hugmyndina. Síðan þá hefur verið rúllandi dagskrá allt árið og Pizzavagninn ýmist staðsettur á Flúðum, í Reykholti, Árnesi, Brautarholti, Borg í Grímsnesi og á Laugarvatni. Þau hafi tekið jólafrí og sumarfrí í ágúst. Pizzavagninn félagslegur „Það má alveg fylgja með að fyrst og fremst er Pizzavagninn er félagslegur, þetta er bara félagsleg vinna, maður hitti svo mikið af skemmtilegu fólki. Það er eiginlega það sem við eigum eftir að sakna mest,“ segir Petrína. Hún segir að samskipti við sveitunga og aðra vegfarendur sé það sem standi upp úr eftir tuttugu ára rekstur. Hún segist hafa fundið fyrir miklu þakklæti, en hjónin hafa fengið margar kveðjur eftir að þau tilkynntu ákvörðun sína. Nokkur óvissa ríkir um framtíð vagnsins, en reksturinn er til sölu eins og er. Þá séu sonur og tengdadóttir hjónanna að íhuga að taka við rekstrinum. Það verði bara að koma í ljós hver og hvort einhver taki við rekstrinum. Nú taka við alls konar verkefni hjá Björgvini og Petrínu, en þau eru bændur í Laxárdal í Skeiða-og Gnúpverjahreppi. Þar eru þau með svínabúskap, kornrækt og kjötvinnslu, en Petrína er nýkjörin í stjórn bændasamtakanna. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Pizzavagninn tók fyrst til starfa 12. júní 2004, en fyrir það höfðu hjónin átt pítsuofn sem þau færðu milli staða í rúmt ár, segir Petrína. Pítsaofninn var þá ýmist á Hestakránni eða í Steinsholti þar sem hjónin seldu pítsur. Svo hafi vagninn komið til sögunnar árið 2004. Petrína segir bróður sinn, Hafliða Breiðfjörð, hafa fengið hugmyndina. Síðan þá hefur verið rúllandi dagskrá allt árið og Pizzavagninn ýmist staðsettur á Flúðum, í Reykholti, Árnesi, Brautarholti, Borg í Grímsnesi og á Laugarvatni. Þau hafi tekið jólafrí og sumarfrí í ágúst. Pizzavagninn félagslegur „Það má alveg fylgja með að fyrst og fremst er Pizzavagninn er félagslegur, þetta er bara félagsleg vinna, maður hitti svo mikið af skemmtilegu fólki. Það er eiginlega það sem við eigum eftir að sakna mest,“ segir Petrína. Hún segir að samskipti við sveitunga og aðra vegfarendur sé það sem standi upp úr eftir tuttugu ára rekstur. Hún segist hafa fundið fyrir miklu þakklæti, en hjónin hafa fengið margar kveðjur eftir að þau tilkynntu ákvörðun sína. Nokkur óvissa ríkir um framtíð vagnsins, en reksturinn er til sölu eins og er. Þá séu sonur og tengdadóttir hjónanna að íhuga að taka við rekstrinum. Það verði bara að koma í ljós hver og hvort einhver taki við rekstrinum. Nú taka við alls konar verkefni hjá Björgvini og Petrínu, en þau eru bændur í Laxárdal í Skeiða-og Gnúpverjahreppi. Þar eru þau með svínabúskap, kornrækt og kjötvinnslu, en Petrína er nýkjörin í stjórn bændasamtakanna.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira