Sport

Ólympíureikningur Frakka hækkar mikið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Verðlaunapeningarnir sem verður keppt um á Ólympíuleikunum í París í sumar.
Verðlaunapeningarnir sem verður keppt um á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Pascal Le Segretain

Franskir skattborgarar þurfa að greiða enn hærri upphæð fyrir Ólympíuleikana í París en búist var við.

Endurskoðandi franska ríkisins lét vita af þessu í gær. Ólympíureikningur Frakka gæti hækkað um allt að þrjú hundruð milljarða.

Sumarólympíuleikarnir fara fram í París frá 26. júlí til 11. ágúst í sumar. Þetta verður í þriðja skiptið sem París heldur leikanna (einnig 1900 og 1924) en það er öld síðan þeir fóru þar fram síðast.

„Við vitum ekki enn hvað Ólympíuleikarnir munu kosta mikið,“ sagði endurskoðandinn Pierre Moscovici. Danska ríkisútvarpið segir frá.

„Reikningurinn verður á bilinu þrír til fjórir milljarðar evra,“ sagði Moscovici í viðtali á útvarpsstöðinni Inter Radio.

Það þýðir að Ólympíuleikarnir í París munu kosta á bilinu 450 til 600 milljarða íslenskra króna.

Fyrir aðeins einu ári síðan áttu þeir að kosta 450 milljarða en kostnaðurinn verður miklu hærri.

Borgir hafa farið illa út úr því að halda leikana eins og Montreal í Kanada (1976) og Ríó í Brasilíu (2016) geta borið vott um en báðar borgir fóru næstum því á hausinn við að halda sumarólympíuleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×