Geðhjálp kallar eftir vitundarvakningu: Algeng, alvarleg og langvarandi fráhvörf frá þunglyndislyfjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2024 18:31 Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar kallar eftir vitundarvakningu um hver áhrif fráhvarfa frá þunglyndislyfjum geta verið. Vísir/Ívar Næstum allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár. Vanlíðan var meiri en fyrir töku lyfjanna hjá mörgum þeirra sem tóku þátt. Geðhjálp kallar eftir vitundarvakningu um áhrif slíkra lyfja Rannsóknin birtist á vefnum Science Direct og tóku 1148 manns þátt í henni sem höfðu hætt á SSRI þunglyndislyfjum eða lyfjum í svipuðum flokki. Fram kemur að 98 prósent þátttakenda fundu fyrir fráhvörfum þegar þeir hættu á lyfjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana. Fjórir af hverjum tíu voru enn með fráhvörf eftir tvö ár samkvæmt rannsókninni. Í áttatíu prósent tilvika voru áhrif þeirra nokkur eða mikil. Fjórðungur sagðist ekki hafa getað hætt á lyfjunum vegna fráhvarfa. Ríflega helmingur fann fyrir minni starfsgetu, fjórðungur missti starf. Sex af hverjum tíu þurftu að fara í veikindaleyfi og fjórðungur lýsti sambandsslitum í kjölfar þeirra. Fráhvörfin hafi áhrif á öll svið lífsins Svava Arnardóttir Formaður Geðhjálpar sem vakti athygli á rannsókninni segir niðurstöðurnar sláandi. „Það má sjá að það að hætta á þunglyndislyfjum og upplifa fráhvörfin hefur áhrif á þátttakendur á öllum sviðum lífsins. Hvort sem það var í samböndum, vinnu eða getu til að taka almennt þátt í lífinu. Viðmælendur töluðu um raunveruleg straumhvörf í lífi sínu vegna fráhvarfanna og einkennin voru alvarlegri en þeir höfðu áður en þeir byrjuðu á lyfjunum,“ segir Svava. Málið sé alvarlegt sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eigi met í inntöku þunglyndislyfja. Margir sem upplifa fráhvörf frá þunglyndislyfjum Svava segist sjálf þekkja til slíkra einkenna. „Við heyrum mikið af sögum af fólki sem er að glíma við fráhvörf frá þunglyndislyfjum. Ég þekki það líka á eigin skinni að þetta er mikil og erfið barátta þegar maður fer að trappa sig niður og hættir,“ segir Svava. Hún kallar eftir vitundarvakningu um málið. „Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“ „Það þarf að upplýsa fólk áður en það byrjar að taka slík lyf þá hver áhrifin geta verið þegar og ef það ákveður að minnka þau eða hætta alfarið á þeim. Við þurfum fjölbreyttari valmöguleika þegar kemur að geðheilsu okkar. Það er ekki nóg að beina öllum eina leið í geðlyfin,“ segir Svava. Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Rannsóknin birtist á vefnum Science Direct og tóku 1148 manns þátt í henni sem höfðu hætt á SSRI þunglyndislyfjum eða lyfjum í svipuðum flokki. Fram kemur að 98 prósent þátttakenda fundu fyrir fráhvörfum þegar þeir hættu á lyfjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana. Fjórir af hverjum tíu voru enn með fráhvörf eftir tvö ár samkvæmt rannsókninni. Í áttatíu prósent tilvika voru áhrif þeirra nokkur eða mikil. Fjórðungur sagðist ekki hafa getað hætt á lyfjunum vegna fráhvarfa. Ríflega helmingur fann fyrir minni starfsgetu, fjórðungur missti starf. Sex af hverjum tíu þurftu að fara í veikindaleyfi og fjórðungur lýsti sambandsslitum í kjölfar þeirra. Fráhvörfin hafi áhrif á öll svið lífsins Svava Arnardóttir Formaður Geðhjálpar sem vakti athygli á rannsókninni segir niðurstöðurnar sláandi. „Það má sjá að það að hætta á þunglyndislyfjum og upplifa fráhvörfin hefur áhrif á þátttakendur á öllum sviðum lífsins. Hvort sem það var í samböndum, vinnu eða getu til að taka almennt þátt í lífinu. Viðmælendur töluðu um raunveruleg straumhvörf í lífi sínu vegna fráhvarfanna og einkennin voru alvarlegri en þeir höfðu áður en þeir byrjuðu á lyfjunum,“ segir Svava. Málið sé alvarlegt sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eigi met í inntöku þunglyndislyfja. Margir sem upplifa fráhvörf frá þunglyndislyfjum Svava segist sjálf þekkja til slíkra einkenna. „Við heyrum mikið af sögum af fólki sem er að glíma við fráhvörf frá þunglyndislyfjum. Ég þekki það líka á eigin skinni að þetta er mikil og erfið barátta þegar maður fer að trappa sig niður og hættir,“ segir Svava. Hún kallar eftir vitundarvakningu um málið. „Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“ „Það þarf að upplýsa fólk áður en það byrjar að taka slík lyf þá hver áhrifin geta verið þegar og ef það ákveður að minnka þau eða hætta alfarið á þeim. Við þurfum fjölbreyttari valmöguleika þegar kemur að geðheilsu okkar. Það er ekki nóg að beina öllum eina leið í geðlyfin,“ segir Svava.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana.
„Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“
Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira