„Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2024 13:30 Baldur Þór Ragnarsson hefur verið síðustu tvö tímabil í Ulm þar sem hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari og yngriflokkaþjálfari. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson segist hafa lært mikið af dvöl sinni í Þýskalandi. Hann ætlar sér stóra hluti í þjálfun. Baldur flutti út til Þýskalands sumarið 2022 og tók við sem yngriflokkaþjálfari Ratiopharm Ulm. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði hann Tindastól og Þór Þorlákshöfn í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. „Þú lærir helling á því að vera í kringum leikmenn sem eru á þessu efsta stigi og þú ert ofan í öllum vídeo fundum og öllum undirbúningi og það hefur gefið manni mikið að sjá þetta á öðrum standardi heldur en í efstu deild á Íslandi eða með A-landsliðinu,“ segir Baldur. Baldur flutti út ásamt unnustu sinni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í Ulm. Hann segir að það hafi verið strembið að vera frá fjölskyldunni þá. Mamma hefði verið mætt strax „Það var skemmtileg reynsla að eignast barn úti en ofboðslega sjálfstæð reynsla. Þú ert að standa algjörlega á eigin fótum. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum þar sem mikið er haldið utan um hvort annað. Ef við myndum eignast barn á Íslandi þá væri til dæmis mamma mín komin og allir að pæla í þessu og aðstoða. Þarna er þetta þú og konan þín og þið standið bara í þessu. Auðvitað hjálpar það að vera vinna hjá stórum klúbb með mikið utan um hald og þeir stóðu vel við bakið á okkur.“ Baldur segir að það hafi verið gott skref að færa sig til Þýskalands og sú ákvörðun hafi staðist allar væntingar. „Ég er enn þá ungur og maður þarf að vera læra og maður þarf að vera auðmjúkur. Maður var kominn mjög framarlega í goggunarröðina á Íslandi og það er mjög hollt fyrir mann að fara mjög aftarlega aftur og menn farnir að tala við mann eins og maður viti ekki neitt. Svo lærir maður líka mikið að vera með fólk í kringum þig sem hefur náð langt. Það var því gaman að taka þetta skref, og ef ég hefði ekki tekið það þá hefði ég alltaf séð eftir því. Það er ekki oft sem er hringt í íslenskan þjálfara. Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi.“ Körfubolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Baldur flutti út til Þýskalands sumarið 2022 og tók við sem yngriflokkaþjálfari Ratiopharm Ulm. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði hann Tindastól og Þór Þorlákshöfn í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. „Þú lærir helling á því að vera í kringum leikmenn sem eru á þessu efsta stigi og þú ert ofan í öllum vídeo fundum og öllum undirbúningi og það hefur gefið manni mikið að sjá þetta á öðrum standardi heldur en í efstu deild á Íslandi eða með A-landsliðinu,“ segir Baldur. Baldur flutti út ásamt unnustu sinni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í Ulm. Hann segir að það hafi verið strembið að vera frá fjölskyldunni þá. Mamma hefði verið mætt strax „Það var skemmtileg reynsla að eignast barn úti en ofboðslega sjálfstæð reynsla. Þú ert að standa algjörlega á eigin fótum. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum þar sem mikið er haldið utan um hvort annað. Ef við myndum eignast barn á Íslandi þá væri til dæmis mamma mín komin og allir að pæla í þessu og aðstoða. Þarna er þetta þú og konan þín og þið standið bara í þessu. Auðvitað hjálpar það að vera vinna hjá stórum klúbb með mikið utan um hald og þeir stóðu vel við bakið á okkur.“ Baldur segir að það hafi verið gott skref að færa sig til Þýskalands og sú ákvörðun hafi staðist allar væntingar. „Ég er enn þá ungur og maður þarf að vera læra og maður þarf að vera auðmjúkur. Maður var kominn mjög framarlega í goggunarröðina á Íslandi og það er mjög hollt fyrir mann að fara mjög aftarlega aftur og menn farnir að tala við mann eins og maður viti ekki neitt. Svo lærir maður líka mikið að vera með fólk í kringum þig sem hefur náð langt. Það var því gaman að taka þetta skref, og ef ég hefði ekki tekið það þá hefði ég alltaf séð eftir því. Það er ekki oft sem er hringt í íslenskan þjálfara. Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi.“
Körfubolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira