Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 07:16 Rowling er þekktust fyrir að skrifa bækurnar um Harry Potter. Getty Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. Löggjöfin kveður á um að það sé glæpur að láta niðrandi ummæli falla um fólk á grundvelli aldurs, fötlunar, trúar, kynhneigðar og kynvitundar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa lögregluyfirvöldum á Skotlandi þegar borist um 3.000 kvartanir á grundvelli nýju laganna, frá því að þau tóku gildi á mánudag. Rowling, sem hefur löngum gagnrýnt að réttindabarátta trans fólks hafi falið í sér aðför að réttindum stúlkna og kvenna, var harðorð í garð löggjafarinnar á X/Twitter og sagði tjáningarfrelsið dautt ef það mætti ekki lengur tala um líffræðilegt kyn fólks. Hún skoraði á lögregluyfirvöld að handtaka sig fyrir að kalla trans konur sem hafa verið dæmdar fyrir kynferðisbrot og trans aktívista „karlmenn“ og hét því að endurtaka opinberlega orð hverrar konu sem væri sótt til saka á grundvelli laganna fyrir að „kalla karlmann karlmann“. Scotland's Hate Crime Act comes into effect today. Women gain no additional protections, of course, but well-known trans activist Beth Douglas, darling of prominent Scottish politicians, falls within a protected category. Phew! 1/11 pic.twitter.com/gCKGwdjr5m— J.K. Rowling (@jk_rowling) April 1, 2024 Lögregluyfirvöld staðfestu í gær að þeim hefðu borist kvartanir vegna tísta Rowling en að þau brytu ekki í bága við lögin og krefðust ekki frekari aðgerða af þeirra hálfu. Rowling fagnaði þessu á X/Twitter og sagði fregnirnar góð tíðindi fyrir allar þær konur á Skotlandi sem vildu tjá sig um raunveruleika og mikilvægi líffræðilegs kyns. Humza Yousaf, æðsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur varið löggjöfina og segir hana ekki munu skerða málfrelsi heldur vernda fólk fyrir flóðbylgju haturs. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar ítrekað að það ætti ekki að vera glæpur að tjá sig um líffræðilegt kyn. Robbie de Santos, framkvæmdastjóri herferða og mannréttinda hjá baráttusamtökunum Stonewall, segir málið hins vegar byggt á misskilningi; lögin snúist ekki um að gera það ólöglegt að nota röng fornöfn eða vísa til líffræðilegs kyns. Gagnrýni á lögin á þessum forsendum sé aðeins til þess fallin að grafa undan tilgangi laganna, sem sé að vernda fólk fyrir raunverulegu ofbeldi. Með lagasetningunni sé aðeins verið að útvíkka lagalega vernd á grundvelli trúar og kynþáttar þannig að hún nái einnig yfir kynhneigð, kynvitund, aldur og fötlun. Bretland Skotland Mannréttindi Tjáningarfrelsi Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Löggjöfin kveður á um að það sé glæpur að láta niðrandi ummæli falla um fólk á grundvelli aldurs, fötlunar, trúar, kynhneigðar og kynvitundar. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa lögregluyfirvöldum á Skotlandi þegar borist um 3.000 kvartanir á grundvelli nýju laganna, frá því að þau tóku gildi á mánudag. Rowling, sem hefur löngum gagnrýnt að réttindabarátta trans fólks hafi falið í sér aðför að réttindum stúlkna og kvenna, var harðorð í garð löggjafarinnar á X/Twitter og sagði tjáningarfrelsið dautt ef það mætti ekki lengur tala um líffræðilegt kyn fólks. Hún skoraði á lögregluyfirvöld að handtaka sig fyrir að kalla trans konur sem hafa verið dæmdar fyrir kynferðisbrot og trans aktívista „karlmenn“ og hét því að endurtaka opinberlega orð hverrar konu sem væri sótt til saka á grundvelli laganna fyrir að „kalla karlmann karlmann“. Scotland's Hate Crime Act comes into effect today. Women gain no additional protections, of course, but well-known trans activist Beth Douglas, darling of prominent Scottish politicians, falls within a protected category. Phew! 1/11 pic.twitter.com/gCKGwdjr5m— J.K. Rowling (@jk_rowling) April 1, 2024 Lögregluyfirvöld staðfestu í gær að þeim hefðu borist kvartanir vegna tísta Rowling en að þau brytu ekki í bága við lögin og krefðust ekki frekari aðgerða af þeirra hálfu. Rowling fagnaði þessu á X/Twitter og sagði fregnirnar góð tíðindi fyrir allar þær konur á Skotlandi sem vildu tjá sig um raunveruleika og mikilvægi líffræðilegs kyns. Humza Yousaf, æðsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hefur varið löggjöfina og segir hana ekki munu skerða málfrelsi heldur vernda fólk fyrir flóðbylgju haturs. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar ítrekað að það ætti ekki að vera glæpur að tjá sig um líffræðilegt kyn. Robbie de Santos, framkvæmdastjóri herferða og mannréttinda hjá baráttusamtökunum Stonewall, segir málið hins vegar byggt á misskilningi; lögin snúist ekki um að gera það ólöglegt að nota röng fornöfn eða vísa til líffræðilegs kyns. Gagnrýni á lögin á þessum forsendum sé aðeins til þess fallin að grafa undan tilgangi laganna, sem sé að vernda fólk fyrir raunverulegu ofbeldi. Með lagasetningunni sé aðeins verið að útvíkka lagalega vernd á grundvelli trúar og kynþáttar þannig að hún nái einnig yfir kynhneigð, kynvitund, aldur og fötlun.
Bretland Skotland Mannréttindi Tjáningarfrelsi Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira