Fram kemur í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup að Samfylkingin mælist með 30,9 prósenta fylgi og fengi flokkurinn þannig 21 þingmann inn ef þetta yrðu niðurstöður kosninga. Það er fimmtán þingmönnum meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur, með 18,2 prósent og tólf þingmenn.

Á eftir honum kemur Miðflokkur, með 12,9 prósent, Píratar þar næstir með 7,8 prósent, Framsóknarflokkurinn á eftir þeim með 7,3 prósent. Þar á eftir er Viðreisn með 7,1 prósent, Flokkur fólksins með 6,2 prósent, Vinsti græn með 5,6 prósent og loks Sósíalistar með 3,9 prósent.
Með þessu fengi Miðflokkurinn tíu þingmenn, Píratar fimm þingmenn, Framsóknarflokkurinn fjóra, Viðreisn fjóra, Flokkur fólksins fjóra og Vinstri grænir þrjá. Það þýðir að ríkisstjórnarflokkarnir fengju samtals nítján þingmenn.