Ginningarfíflin Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 8. apríl 2024 14:00 Við konur eru svo oft ginningarfífl markaðsaflanna þegar kemur að útliti. Ég er fjarri því að vera saklaus af því. Af hverju þurfum við lengri og stærri augnhár þannig að við getum varla opnað augun? Við erum með augnhár! Af hverju fáum við okkur hælaskó til þess eins að drepast í fótunum og geta ekki hugsað um annað en að komast heim til þess að komast úr skónum? Af hverju erum við að kaupa einhver hrukkukrem? Fólk með hrukkur er fallegt og viturt fólk sem hefur lifað og upplifað. Hlegið og grátið. Vinkona mín fór um daginn til læknis sem sagði henni að þar sem hún væri nú orðin svona gömul þá væri hún bara búin að tapa allri útgeislun og sé dæmd til þess að vera með þurra og föla húð það sem eftir er, svona eins og allar hinar rúmlega fertugu kellingarnar sem hafa æskuljóma sínum glatað. Af hverju þurfum við hreinsimjólk, hreinsivatn, serum, scrub og andlitsvatn og dagkrem og næturkrem og hrukkukrem og boddílósjon og olíu og svo meira serum? Eitthvað frekar en karlmenn? Eru þeir með eitthvað betri húð en við? Af hverju þurfum við svona dýrt sjampó? Þarf hárið á okkur betra sjampó? Er dýrt sjampó betra sjampó? Af hverju þurfum við gervineglur sem eru svo langar að við getum ekki pikkað á tölvu né hneppt að okkur gallabuxunum eða ýtt almennilega á snertiskjáinn á þvottavélinni? Af hverju eru fötin okkar oft hönnuð þrengri en karlaföt? Svona aðsniðin og þröng? Megum við ekki bara hafa það næs? Af hverju komum við heim og skiptum yfir í þægilegri föt? Af hverju erum við ekki bara í þægilegum fötum, alltaf? Ég hitti nokkrar svona rúmlega fertugar kellingar um daginn sem allar hafa tapað æskuljóma sínum og fara ekki nógu oft í ræktina því þær eiga svo mörg börn. Eru svona skvapkenndar einhvernveginn. Ekki stinnar, ekki allsstaðar allavega. Eru bara eitthvað ómálaðar og með bónussjampó í hárinu og bara með eigin augnhár og nagaðar, ólakkaðar neglur. Alls ekki ófríðar, bara svona einhvern veginn ekkert búnar að taka sig til. Ekki tussulegar, bara svona venjulegar. Heitustu kellingar sem ég hef hitt! Og vitiði afhverju? AF ÞVÍ AÐ ÞEIM ER DRULL!!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Ástin og lífið Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Við konur eru svo oft ginningarfífl markaðsaflanna þegar kemur að útliti. Ég er fjarri því að vera saklaus af því. Af hverju þurfum við lengri og stærri augnhár þannig að við getum varla opnað augun? Við erum með augnhár! Af hverju fáum við okkur hælaskó til þess eins að drepast í fótunum og geta ekki hugsað um annað en að komast heim til þess að komast úr skónum? Af hverju erum við að kaupa einhver hrukkukrem? Fólk með hrukkur er fallegt og viturt fólk sem hefur lifað og upplifað. Hlegið og grátið. Vinkona mín fór um daginn til læknis sem sagði henni að þar sem hún væri nú orðin svona gömul þá væri hún bara búin að tapa allri útgeislun og sé dæmd til þess að vera með þurra og föla húð það sem eftir er, svona eins og allar hinar rúmlega fertugu kellingarnar sem hafa æskuljóma sínum glatað. Af hverju þurfum við hreinsimjólk, hreinsivatn, serum, scrub og andlitsvatn og dagkrem og næturkrem og hrukkukrem og boddílósjon og olíu og svo meira serum? Eitthvað frekar en karlmenn? Eru þeir með eitthvað betri húð en við? Af hverju þurfum við svona dýrt sjampó? Þarf hárið á okkur betra sjampó? Er dýrt sjampó betra sjampó? Af hverju þurfum við gervineglur sem eru svo langar að við getum ekki pikkað á tölvu né hneppt að okkur gallabuxunum eða ýtt almennilega á snertiskjáinn á þvottavélinni? Af hverju eru fötin okkar oft hönnuð þrengri en karlaföt? Svona aðsniðin og þröng? Megum við ekki bara hafa það næs? Af hverju komum við heim og skiptum yfir í þægilegri föt? Af hverju erum við ekki bara í þægilegum fötum, alltaf? Ég hitti nokkrar svona rúmlega fertugar kellingar um daginn sem allar hafa tapað æskuljóma sínum og fara ekki nógu oft í ræktina því þær eiga svo mörg börn. Eru svona skvapkenndar einhvernveginn. Ekki stinnar, ekki allsstaðar allavega. Eru bara eitthvað ómálaðar og með bónussjampó í hárinu og bara með eigin augnhár og nagaðar, ólakkaðar neglur. Alls ekki ófríðar, bara svona einhvern veginn ekkert búnar að taka sig til. Ekki tussulegar, bara svona venjulegar. Heitustu kellingar sem ég hef hitt! Og vitiði afhverju? AF ÞVÍ AÐ ÞEIM ER DRULL!!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun