Er framboð Katrínar Jakobsdóttur spilling? Þorvaldur Logason skrifar 9. apríl 2024 08:00 Fróðir menn segja okkur að enginn starfandi forsætisráðherra Evrópu hafi nokkru sinni boðið sig fram til forseta í þroskuðu lýðræðisríki. Ástæðan gæti verið sú að slík ásælni í valdþyki spillt. Enginn ber jafn mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni og forsætisráðherra, leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsstjórn ber hann ríka ábyrgð gagnvart samstarfsflokkum og sem leiðtogi stjórnmálaflokks ríka ábyrgð gagnvart flokksmönnum. Líta má á spillingu sem misnotkun opinbers umboðs í eigin þágu. Forsætisráðherranum ber að halda í heiðri skyldur sínar gagnvart þjóðinni, samstarfsflokkum og eigin flokksmönnum – og virða þeir skyldur umfram eigin hagsmuni og starfsframa.Strax þess vegna má líta á framboð Katrínar sem misnotkun á opinberu valdi. Hún setur stjórn landsins í uppnám í persónulegu eiginhagsmunaskyni með ásælni í hátt launað starf og einstaklingsbundin pólitísk völd. Verr lítur málið út þegar haft er í huga að meginhlutverk forseta Íslands er að tryggja valddreifingu og veita ríkisstjórn landsins aðhald. Forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í vörnum gegn spillingu. Framboð sitjandi forsætisráðherra er því sjálfkrafa aðför að stjórnskipun landsins og gróf vanvirðing við anda og markmið stjórnarskrár Íslands. Augljóst er að forsætisráðherra getur ekki veitt ríkisstjórn, sem er að stofni til hans eigin, aðhald. Forsetinn verður þá ófær um að sinna sínu mikilvægasta hlutverki. Lesendur geta skemmt sér við myndir eins og: Jóhanna Sigurðardóttir gerist forseti, Steingrímur J. verður forsætisráðherra og Jóhanna á að skrifa eða skrifa ekki undir Icesave-samningana. Sambærilegt dæmi væri ef Davíð hefði gerst forseti og átt að taka afstöðu til nýrra fjölmiðlalaga sem hann mótaði sjálfur. Allt tragíkómískt auðvitað. Ekki bætir úr skák að Katrín heldur því fram að forsetaembættið sé ópólitískt og að hún verði ópólitískur forseti. Það er óheppilegt fyrir Katrínu að hún hafði allt aðra skoðun á Alþingi í nýlegri framsögu sinni fyrir breytingum á stjórnarskrá. Þá taldi hún að forsetaembættið væri pólitískt. Þessi grófa blekking nú gagnvart almenningi er augljóslega sett fram til að fela valdsmisnotkunina sem einmitt varðar hið rammpólitíska hlutverk forseta, m.a. málskotsréttinn. Það lýsir ágætlega hagsmunaárekstra-vefnum sem Katrín hefur fest sig í að hún sjálf lagði til, í fyrrnefndu frumvarpi sem unnið er að áfram á Alþingi, að kosningar til forseta yrðu á sex ára fresti en ekki fjögurra, auk annarra breytinga. Samt telur hún eðlilegt að hún geti vippað sér yfir og tekið við embættinu. Á máli spillingarinnar nefnist þetta, „state capture“, föngun ríkisvaldsins. Ofan á allt býður Katrín sig fram á meðan hún er enn forsætisráðherra og notar því opinber völd sem henni hefur verið trúað fyrir, þau æðstu í landinu, í eiginhagsmunaskyni. Lágmark hefði verið að víkja úr embætti fyrst. Íslendingum hættir til að líta á ákvarðanir valdastéttarinnar út frá einstaklingshyggju - hann er hæfur, hún er vond, hán má það og svo framvegis.Í stað þess að hugsa siðferðilega um skyldur opinberra aðila gagnvart samfélaginu (eins og gert er í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis). Siðferðið er félagslegt en ekki atómískt. Framboð Katrínar grefur undan trausti og veldur hættulegri samþjöppun þess valds sem einmitt er ætlað til valddreifingar, aðhalds og eftirlits með spilltum ríkisstjórnum.Þau orð berast að framboðið sé þegar orðið að álitshnekki á alþjóðavísu, Íslandi til skaða. Vanvirðing Katrínar við stjórnskipunina er enn eitt dæmið um virðingarleysi ráðandi stjórnmálamanna við stjórnarskrána (einn þeirra var dæmdur í Landsdómi). Þess vegna er bráðnauðsynlegt að fá nýja „andspillingar“ stjórnaskrá – þessa sem mótuð var eftir Hrun af fólki kjörnu beint af almenningi – og bæta í þá góðu stjórnarskrá ákvæði um að þingmenn og ráðherrar megi ekki bjóða sig fram til forseta fyrr en að ákveðnum árafjölda liðnum frá setu. Valddreifing og aðhald (checks and balances) er mikilvægasta vörnin gegn spillingu í lýðræðisríkjum. Í ljósi stjórnskipunar Íslands má starfandi forsætisráðherra landsins aldrei bjóða sig fram til forseta. Katrínu ber að draga framboð sitt til baka og biðjast afsökunar á frumhlaupinu. Ef ekki þá verður þjóðin að vernda lýðræðið gegn siðblindri og sjálfselskri valdsækni æðsta valdamanns landsins. Höfundur er heimspekingur sérmenntaður í spillingarfræðum og gaf nýlega út bók um spillingu: Eimreiðarelítan spillingarsaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Fróðir menn segja okkur að enginn starfandi forsætisráðherra Evrópu hafi nokkru sinni boðið sig fram til forseta í þroskuðu lýðræðisríki. Ástæðan gæti verið sú að slík ásælni í valdþyki spillt. Enginn ber jafn mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni og forsætisráðherra, leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsstjórn ber hann ríka ábyrgð gagnvart samstarfsflokkum og sem leiðtogi stjórnmálaflokks ríka ábyrgð gagnvart flokksmönnum. Líta má á spillingu sem misnotkun opinbers umboðs í eigin þágu. Forsætisráðherranum ber að halda í heiðri skyldur sínar gagnvart þjóðinni, samstarfsflokkum og eigin flokksmönnum – og virða þeir skyldur umfram eigin hagsmuni og starfsframa.Strax þess vegna má líta á framboð Katrínar sem misnotkun á opinberu valdi. Hún setur stjórn landsins í uppnám í persónulegu eiginhagsmunaskyni með ásælni í hátt launað starf og einstaklingsbundin pólitísk völd. Verr lítur málið út þegar haft er í huga að meginhlutverk forseta Íslands er að tryggja valddreifingu og veita ríkisstjórn landsins aðhald. Forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í vörnum gegn spillingu. Framboð sitjandi forsætisráðherra er því sjálfkrafa aðför að stjórnskipun landsins og gróf vanvirðing við anda og markmið stjórnarskrár Íslands. Augljóst er að forsætisráðherra getur ekki veitt ríkisstjórn, sem er að stofni til hans eigin, aðhald. Forsetinn verður þá ófær um að sinna sínu mikilvægasta hlutverki. Lesendur geta skemmt sér við myndir eins og: Jóhanna Sigurðardóttir gerist forseti, Steingrímur J. verður forsætisráðherra og Jóhanna á að skrifa eða skrifa ekki undir Icesave-samningana. Sambærilegt dæmi væri ef Davíð hefði gerst forseti og átt að taka afstöðu til nýrra fjölmiðlalaga sem hann mótaði sjálfur. Allt tragíkómískt auðvitað. Ekki bætir úr skák að Katrín heldur því fram að forsetaembættið sé ópólitískt og að hún verði ópólitískur forseti. Það er óheppilegt fyrir Katrínu að hún hafði allt aðra skoðun á Alþingi í nýlegri framsögu sinni fyrir breytingum á stjórnarskrá. Þá taldi hún að forsetaembættið væri pólitískt. Þessi grófa blekking nú gagnvart almenningi er augljóslega sett fram til að fela valdsmisnotkunina sem einmitt varðar hið rammpólitíska hlutverk forseta, m.a. málskotsréttinn. Það lýsir ágætlega hagsmunaárekstra-vefnum sem Katrín hefur fest sig í að hún sjálf lagði til, í fyrrnefndu frumvarpi sem unnið er að áfram á Alþingi, að kosningar til forseta yrðu á sex ára fresti en ekki fjögurra, auk annarra breytinga. Samt telur hún eðlilegt að hún geti vippað sér yfir og tekið við embættinu. Á máli spillingarinnar nefnist þetta, „state capture“, föngun ríkisvaldsins. Ofan á allt býður Katrín sig fram á meðan hún er enn forsætisráðherra og notar því opinber völd sem henni hefur verið trúað fyrir, þau æðstu í landinu, í eiginhagsmunaskyni. Lágmark hefði verið að víkja úr embætti fyrst. Íslendingum hættir til að líta á ákvarðanir valdastéttarinnar út frá einstaklingshyggju - hann er hæfur, hún er vond, hán má það og svo framvegis.Í stað þess að hugsa siðferðilega um skyldur opinberra aðila gagnvart samfélaginu (eins og gert er í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis). Siðferðið er félagslegt en ekki atómískt. Framboð Katrínar grefur undan trausti og veldur hættulegri samþjöppun þess valds sem einmitt er ætlað til valddreifingar, aðhalds og eftirlits með spilltum ríkisstjórnum.Þau orð berast að framboðið sé þegar orðið að álitshnekki á alþjóðavísu, Íslandi til skaða. Vanvirðing Katrínar við stjórnskipunina er enn eitt dæmið um virðingarleysi ráðandi stjórnmálamanna við stjórnarskrána (einn þeirra var dæmdur í Landsdómi). Þess vegna er bráðnauðsynlegt að fá nýja „andspillingar“ stjórnaskrá – þessa sem mótuð var eftir Hrun af fólki kjörnu beint af almenningi – og bæta í þá góðu stjórnarskrá ákvæði um að þingmenn og ráðherrar megi ekki bjóða sig fram til forseta fyrr en að ákveðnum árafjölda liðnum frá setu. Valddreifing og aðhald (checks and balances) er mikilvægasta vörnin gegn spillingu í lýðræðisríkjum. Í ljósi stjórnskipunar Íslands má starfandi forsætisráðherra landsins aldrei bjóða sig fram til forseta. Katrínu ber að draga framboð sitt til baka og biðjast afsökunar á frumhlaupinu. Ef ekki þá verður þjóðin að vernda lýðræðið gegn siðblindri og sjálfselskri valdsækni æðsta valdamanns landsins. Höfundur er heimspekingur sérmenntaður í spillingarfræðum og gaf nýlega út bók um spillingu: Eimreiðarelítan spillingarsaga.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun