Aðsóknarmet slegið í Listaháskólanum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 14:17 Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ fagnar aukinni aðsókn í námið. Saga Sig Tvöfalt fleiri fleiri sóttu um nám í Listaháskóla Íslands í ár heldur en í fyrra. Skammt er síðan tilkynnt var að skólagjöld yrðu felld niður frá og með haustönn ársins 2024. Rektor hefur ekki áhyggjur af auknu brottfalli nemenda og fagnar aukinni aðsókn. Hún býst við enn frekari aðsókn á næsta ári. Umsóknarfrestur til náms í flestum deildum LHÍ rann út á miðnætti. Kristín Eysteinsdóttir rektor segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi jafn margar umsóknir borist. „Umsóknirnar voru 538 í fyrra en eru nú tæplega þúsund. Listkennslan er eftir svo við munum sennilega enda í um þúsund umsóknum. Svo það er nánast hundrað prósent aukning.“ Kristín segir þessar tölur fara fram úr öllum væntingum. „Við getum ekki tekið alla inn en það er gríðarlega jákvætt að þessi niðurfelling skólagjaldanna sé að hafa þessi áhrif.“ Þetta í raun staðfestir það sem við héldum, að kostnaðurinn væri stór hindrun fyrir mikið af nemendum. Mesta aukningin í arkitektúr, hönnun og myndlist Aðspurð segist Kristín ekki hafa áhyggjur af auknu brottfalli nemenda nú þegar þeir munu ekki þurfa að borga skólagjöld. „Námið er einfaldlega þannig uppbyggt að það er áttatíu prósent mætingarskylda. Bekkirnir eru litlir þannig það myndast ákveðin stemning í kringum það. Það er ennþá ákveðinn klásus hjá okkur, eins og til dæmis í leikaranáminu. Þar sækja tvö til þrjú hundruð manns um en tíu komast inn. Þetta eru eftirsótt pláss og nemendur vilja útskrifast með sínum bekk á tilsettum tíma.“ Mesta aukningin segir Kristín að sé í arkitektúr, hönnun og myndlist. Leikaranámið er þó eftirsóttasta deild skólans líkt og undanfarin ár. Þá á hún von á því að aðsóknin verði enn meiri á næsta ári, sérstaklega í MA námið þar sem þeir sem sækja um það séu oft komnir með börn og þurfa að skipuleggja sig lengra fram í tímann. „Við erum þakklát Áslaugu Örnu háskólaráðherra fyrir að gera okkur kleift að stíga þetta mikilvæga skref og skilja að fjárfesting í háskólanámi í listum og skapandi greinum mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins. Framtíðin liggur í skapandi greinum og þessi stóraukna aðsókn staðfestir mikilvægi niðurfellingar skólagjalda sem tryggir jafnræði til náms óháð námsgrein,“ segir Kristín Eysteinsdóttir rektor LHÍ. Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Menning Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37 Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Umsóknarfrestur til náms í flestum deildum LHÍ rann út á miðnætti. Kristín Eysteinsdóttir rektor segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi jafn margar umsóknir borist. „Umsóknirnar voru 538 í fyrra en eru nú tæplega þúsund. Listkennslan er eftir svo við munum sennilega enda í um þúsund umsóknum. Svo það er nánast hundrað prósent aukning.“ Kristín segir þessar tölur fara fram úr öllum væntingum. „Við getum ekki tekið alla inn en það er gríðarlega jákvætt að þessi niðurfelling skólagjaldanna sé að hafa þessi áhrif.“ Þetta í raun staðfestir það sem við héldum, að kostnaðurinn væri stór hindrun fyrir mikið af nemendum. Mesta aukningin í arkitektúr, hönnun og myndlist Aðspurð segist Kristín ekki hafa áhyggjur af auknu brottfalli nemenda nú þegar þeir munu ekki þurfa að borga skólagjöld. „Námið er einfaldlega þannig uppbyggt að það er áttatíu prósent mætingarskylda. Bekkirnir eru litlir þannig það myndast ákveðin stemning í kringum það. Það er ennþá ákveðinn klásus hjá okkur, eins og til dæmis í leikaranáminu. Þar sækja tvö til þrjú hundruð manns um en tíu komast inn. Þetta eru eftirsótt pláss og nemendur vilja útskrifast með sínum bekk á tilsettum tíma.“ Mesta aukningin segir Kristín að sé í arkitektúr, hönnun og myndlist. Leikaranámið er þó eftirsóttasta deild skólans líkt og undanfarin ár. Þá á hún von á því að aðsóknin verði enn meiri á næsta ári, sérstaklega í MA námið þar sem þeir sem sækja um það séu oft komnir með börn og þurfa að skipuleggja sig lengra fram í tímann. „Við erum þakklát Áslaugu Örnu háskólaráðherra fyrir að gera okkur kleift að stíga þetta mikilvæga skref og skilja að fjárfesting í háskólanámi í listum og skapandi greinum mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins. Framtíðin liggur í skapandi greinum og þessi stóraukna aðsókn staðfestir mikilvægi niðurfellingar skólagjalda sem tryggir jafnræði til náms óháð námsgrein,“ segir Kristín Eysteinsdóttir rektor LHÍ.
Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Menning Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37 Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Stúdentar telja afnám skólagjalda ekki henta HR Formaður Stúdentafélags HR telur að breytingar sem háskólaráðherra boðaði fyrr í vikunni henti skólanum líklegast ekki. Hann óttast að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. 16. febrúar 2024 10:37
Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01