„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. apríl 2024 11:39 Eldurinn í spíralinum var mest áberandi. AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun. Bæði er unnið að því að slökkva eldinn, sem og að því að bjarga verðmætum en inni í húsinu voru fjölmörg listaverk og önnur verðmæti. Klippa: Spírallinn í Børsen fellur Børsen er eitt elsta hús Kaupmannahafnar og var byggð árið 1625, hefði orðið fjögur hundruð ára á næsta ári. Enn er unnið að því að slökkva eldinn.AP/Emil Helms/Ritzau Scanpix Um tíma var búið að loka fjölmörgum umferðargötum í borginni og mynduðust langar raðir bíla þar. Í kringum bygginguna safnaðist fjöldi fólks til þess að freista þess að sjá eldtungurnar. Meðlimir danska þingsins frestuðu öllum þeirra fundum í morgun vegna brunans. Kristjánsborgarhöll, þinghúsið í Danmörku, er nálægt Børsen og þurfti að rýma hluta hallarinnar. Tilfinningarnar báru suma ofurliði þegar þeir horfðu á brunann.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Jakob Engel-Schmidt, menningarmálaráðherra Danmerkur, segir brunann hörmung fyrir danska menningarsögu. „Þessi merki spírall, sem táknar bæði glæsileikann og gildin sem voru í huga þegar byggingin var hönnuð og sköpuð með á sínum tíma,“ segir Engel-Schmidt. Spírallinn féll að lokum.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir atvikið vera hræðilegt. „Hluti af danskri sögu logar. Kauphöllinn er ein af merkustu byggingum Kaupmannahafnar og merki um fjögur hundruð ára viðskiptasögu Danmerkur,“ segir Mette í færslu á Facebook-síðu sinni. Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverf), segir brunann vera þjóðarhörmung. „Við hlupum inn og náðum í nokkra hluti sem skipta máli fyrir danska sögu. En það er byggingin sjálf, sem hefur verið tákn um danskt viðskiptalíf í yfir fjögur hundruð ár. Þetta er ein mikilvægasta bygging Danmerkur,“ segir Mikkelsen. Stórbruni í Børsen Danmörk Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun. Bæði er unnið að því að slökkva eldinn, sem og að því að bjarga verðmætum en inni í húsinu voru fjölmörg listaverk og önnur verðmæti. Klippa: Spírallinn í Børsen fellur Børsen er eitt elsta hús Kaupmannahafnar og var byggð árið 1625, hefði orðið fjögur hundruð ára á næsta ári. Enn er unnið að því að slökkva eldinn.AP/Emil Helms/Ritzau Scanpix Um tíma var búið að loka fjölmörgum umferðargötum í borginni og mynduðust langar raðir bíla þar. Í kringum bygginguna safnaðist fjöldi fólks til þess að freista þess að sjá eldtungurnar. Meðlimir danska þingsins frestuðu öllum þeirra fundum í morgun vegna brunans. Kristjánsborgarhöll, þinghúsið í Danmörku, er nálægt Børsen og þurfti að rýma hluta hallarinnar. Tilfinningarnar báru suma ofurliði þegar þeir horfðu á brunann.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Jakob Engel-Schmidt, menningarmálaráðherra Danmerkur, segir brunann hörmung fyrir danska menningarsögu. „Þessi merki spírall, sem táknar bæði glæsileikann og gildin sem voru í huga þegar byggingin var hönnuð og sköpuð með á sínum tíma,“ segir Engel-Schmidt. Spírallinn féll að lokum.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir atvikið vera hræðilegt. „Hluti af danskri sögu logar. Kauphöllinn er ein af merkustu byggingum Kaupmannahafnar og merki um fjögur hundruð ára viðskiptasögu Danmerkur,“ segir Mette í færslu á Facebook-síðu sinni. Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverf), segir brunann vera þjóðarhörmung. „Við hlupum inn og náðum í nokkra hluti sem skipta máli fyrir danska sögu. En það er byggingin sjálf, sem hefur verið tákn um danskt viðskiptalíf í yfir fjögur hundruð ár. Þetta er ein mikilvægasta bygging Danmerkur,“ segir Mikkelsen.
Stórbruni í Børsen Danmörk Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira