Deilur Persónuverndar og borgarinnar beint til Hæstaréttar Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 20:24 Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir án viðkomu í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Reykjavíkurborgar á hendur Persónuvernd fyrir, án þess að það komi við í Landsrétti. Milljónaendurgreiðslur á stjórnvaldssektum eru undir í málinu Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Persónuverndar og íslenska ríkisins segir að leyfisbeiðendur hefðu leitað leyfis til þess að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar og Reykjavíkurborg hafi ekki lagst gegn beiðninni. Persónuvernd fékk á baukinn Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar barna væru skráðar í kerfið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í byrjun febrúar að Persónuvernd hefði ekki gætt að ákvæðum stjórnsýslulaga við ákvörðun um stjórnsýslusektina. Stofnuninni var gert að endurgreiða borginni milljónirnar fimm. Persónuvernd sektaði Kópavogsbæ einnig um fjórar milljónir fyrir notkun sama kerfis. Leiða má líkur að því að Kópavogsbær leiti sömuleiðis réttar síns í málinu og því er ljóst að dómur Hæstaréttar mun hafa mikla þýðingu. Fyrsta mál sinnar tegundar Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Persónuvernd og ríkið hafi byggt á því að fordæmisgildi dóms í málinu væri töluvert þar sem í því reyni í fyrsta sinn fyrir dómstólum á ákvörðun Persónuverndar um beitingu stjórnvaldssekta. Þá hafi dómur í málinu almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og túlkun laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem sett voru árið 2018. Að mati leyfisbeiðenda væri niðurstaða héraðsdóms ekki í samræmi við lög og framkvæmd á réttarsviðinu. Að lokum hafi leyfisbeiðendur byggt á því að niðurstaða í málinu hafi samfélagslega þýðingu og vísað þar um til þess að málið varði vinnslu persónuupplýsinga um börn. Að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu fyrir beitingu laga um persónuvernd. Þá sé ekki fyrir hendi þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni leyfisbeiðanda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms til Hæstaréttar sé því samþykkt. Dómsmál Reykjavík Persónuvernd Kópavogur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52 Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Persónuverndar og íslenska ríkisins segir að leyfisbeiðendur hefðu leitað leyfis til þess að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar og Reykjavíkurborg hafi ekki lagst gegn beiðninni. Persónuvernd fékk á baukinn Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar barna væru skráðar í kerfið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í byrjun febrúar að Persónuvernd hefði ekki gætt að ákvæðum stjórnsýslulaga við ákvörðun um stjórnsýslusektina. Stofnuninni var gert að endurgreiða borginni milljónirnar fimm. Persónuvernd sektaði Kópavogsbæ einnig um fjórar milljónir fyrir notkun sama kerfis. Leiða má líkur að því að Kópavogsbær leiti sömuleiðis réttar síns í málinu og því er ljóst að dómur Hæstaréttar mun hafa mikla þýðingu. Fyrsta mál sinnar tegundar Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Persónuvernd og ríkið hafi byggt á því að fordæmisgildi dóms í málinu væri töluvert þar sem í því reyni í fyrsta sinn fyrir dómstólum á ákvörðun Persónuverndar um beitingu stjórnvaldssekta. Þá hafi dómur í málinu almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og túlkun laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem sett voru árið 2018. Að mati leyfisbeiðenda væri niðurstaða héraðsdóms ekki í samræmi við lög og framkvæmd á réttarsviðinu. Að lokum hafi leyfisbeiðendur byggt á því að niðurstaða í málinu hafi samfélagslega þýðingu og vísað þar um til þess að málið varði vinnslu persónuupplýsinga um börn. Að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu fyrir beitingu laga um persónuvernd. Þá sé ekki fyrir hendi þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni leyfisbeiðanda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms til Hæstaréttar sé því samþykkt.
Dómsmál Reykjavík Persónuvernd Kópavogur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52 Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52
Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32