Hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem flýr réttvísina Jón Þór Stefánsson skrifar 18. apríl 2024 16:01 Dvalarstaður Jóhanns er sagður vera í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta-fylki, Kanada. Getty Lögreglan í borginni Abbotsford í Kanada telur sig hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem hefur flúið réttvísina í borginni vegna ákæru um vörslu og dreifingu á barnaníðsefni. Maðurinn sem um ræðir heitir Jóhann Scott Sveinsson. Abbotsford er í fylkinu Bresku-Kólumbíu í Kanada, sem er á vesturströnd landsins. Meintur dvalarstaður Jóhanns er í fylki sem liggur við hliðina á Bresku-Kolumbíu, en það er Alberta. Þetta staðfestir lögreglan í Abbotsford í svari við fyrirspurn fréttastofu. DV fjallaði um mál Jóhanns á dögunum og sagðist miðillinn hafa heimildir fyrir því að hann hefði flúið frá Abbotsford til bæjarins Stoney Plain, sem er í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta. Samkvæmt DV fór Jóhann þangað ásamt eiginkonu sinni og barni. Jóhann er er grunaður um þrjú brot. Tvö þeirra varða innflutning eða dreifingu á barnaníðsefni í júní árið 2022 og janúar á síðasta ári. Síðasta brotið varðar vörslu á barnaníðsefni í maí á síðasta ári. Öll brotin eiga að hafa verið framin í Abbotsford. Rannsókn á máli Jóhanns hófst í fyrra og var hann handtekinn á meðan á henni stóð, en látinn laus áður, en ákæra var gefin út. Síðan, þegar málið átti að vera tekið fyrir í dómstólum, mætti Jóhann ekki fyrir dóm, en það var í lok síðasta árs. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu útskýrir lögreglan í Abbotsford að handtökuskipunin þurfi að vera framlengd eða útvíkkuð svo hún eigi við um Alberta-fylki. Sú ákvörðun liggi þó fyrst og fremst hjá dómstólum í Kanada, frekar en hjá lögreglunni. Verði handtökuskipunin útvíkkuð er það síðan á borði lögreglunnar í Abbotsford að upplýsa viðkomandi lögregluyfirvöld um handtökuskipunina, og leggja fram beiðni um að sá handtekni verði afhentur aftur til Bresku-Kólumbíu. Þar verði síðan hægt að sjá til þess að mæti fyrir dóm og réttarhöld í málinu fari fram. Samkvæmt svari lögreglunnar í Abbotsford starfar hún innan ákveðinnar lögsögu. Í málum sem leiði hana utan lögsögunnar hafi hún þó enn vald til að halda uppi lögum og reglum samkvæmt kanadískum lögum. En í slíkum tilfellum þurfi Abbotsford-lögreglan annaðhvort að fela annarri lögregludeild verkefnið eða leiðbeina annarri deild fyrir verkum. Í svari lögreglunnar er fullyrt að Jóhann sé grunaður um innflutning, dreifingu og vörslu á barnaníðsefni. Hann sé hins vegar ekki grunaður um framleiðslu á slíku efni. Í umfjöllun DV segir að Jóhann hafi tjáð eiginkonu sinni að hann sé ekki haldinn barnagirnd, heldur sé hann kynlífsfíkill. „Sú fíkn hafi stigmagnast og leitt hann út á þessar brautir,“ segir í umfjöllun DV. Íslendingar erlendis Erlend sakamál Kanada Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Abbotsford er í fylkinu Bresku-Kólumbíu í Kanada, sem er á vesturströnd landsins. Meintur dvalarstaður Jóhanns er í fylki sem liggur við hliðina á Bresku-Kolumbíu, en það er Alberta. Þetta staðfestir lögreglan í Abbotsford í svari við fyrirspurn fréttastofu. DV fjallaði um mál Jóhanns á dögunum og sagðist miðillinn hafa heimildir fyrir því að hann hefði flúið frá Abbotsford til bæjarins Stoney Plain, sem er í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta. Samkvæmt DV fór Jóhann þangað ásamt eiginkonu sinni og barni. Jóhann er er grunaður um þrjú brot. Tvö þeirra varða innflutning eða dreifingu á barnaníðsefni í júní árið 2022 og janúar á síðasta ári. Síðasta brotið varðar vörslu á barnaníðsefni í maí á síðasta ári. Öll brotin eiga að hafa verið framin í Abbotsford. Rannsókn á máli Jóhanns hófst í fyrra og var hann handtekinn á meðan á henni stóð, en látinn laus áður, en ákæra var gefin út. Síðan, þegar málið átti að vera tekið fyrir í dómstólum, mætti Jóhann ekki fyrir dóm, en það var í lok síðasta árs. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu útskýrir lögreglan í Abbotsford að handtökuskipunin þurfi að vera framlengd eða útvíkkuð svo hún eigi við um Alberta-fylki. Sú ákvörðun liggi þó fyrst og fremst hjá dómstólum í Kanada, frekar en hjá lögreglunni. Verði handtökuskipunin útvíkkuð er það síðan á borði lögreglunnar í Abbotsford að upplýsa viðkomandi lögregluyfirvöld um handtökuskipunina, og leggja fram beiðni um að sá handtekni verði afhentur aftur til Bresku-Kólumbíu. Þar verði síðan hægt að sjá til þess að mæti fyrir dóm og réttarhöld í málinu fari fram. Samkvæmt svari lögreglunnar í Abbotsford starfar hún innan ákveðinnar lögsögu. Í málum sem leiði hana utan lögsögunnar hafi hún þó enn vald til að halda uppi lögum og reglum samkvæmt kanadískum lögum. En í slíkum tilfellum þurfi Abbotsford-lögreglan annaðhvort að fela annarri lögregludeild verkefnið eða leiðbeina annarri deild fyrir verkum. Í svari lögreglunnar er fullyrt að Jóhann sé grunaður um innflutning, dreifingu og vörslu á barnaníðsefni. Hann sé hins vegar ekki grunaður um framleiðslu á slíku efni. Í umfjöllun DV segir að Jóhann hafi tjáð eiginkonu sinni að hann sé ekki haldinn barnagirnd, heldur sé hann kynlífsfíkill. „Sú fíkn hafi stigmagnast og leitt hann út á þessar brautir,“ segir í umfjöllun DV.
Íslendingar erlendis Erlend sakamál Kanada Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira