Kýr ropa á 40 til 60 sekúndna fresti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2024 20:05 Jóhannes Kristjánsson, kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, sem stýrir tilrauninni í fjósinu með metanlosunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýr losa mikið metan en til að vita nákvæmlega hvað það er mikið er tilraun í gangi í fjósinu á Hvanneyri þar sem metanlosun þeirra er mæld í sérstökum bás, á meðan þær éta fóður með sérstöku íblöndunarefni, sem á að minnka metanlosun þeirra. Og það sem meira er, kýr eru ropandi meira og minna allan daginn, eða á 40 til 60 sekúndna fresti. Það fer vel um kýrnar í fjósinu enda dekrað við þær alla daga á milli þess, sem þær fara í mjaltaþjóninn til að láta mjólka sig. Jóhannes Kristjánsson kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri fer fyrir tilrauninni með metanlosunina, sem fer fram í sérstökum bás. „Þetta gerist þannig að þær koma í hann og eru verðlaunaðar með kjarnfóðri, fá sem sagt að éta fóður, sem þær eru æstar í. Þegar þær eru að éta fóður þá er allt mælt frá þeim, allt sem þær gefa frá sér, þar að segja koltvísýringur og metan en kýr eru að ropa á 40 til 60 sekúndna fresti, þannig að á stuttu tímabili er hægt að mæla hvað kemur frá þeim,” segir Jóhannes. Jóhannes segir að kýrnar mæti nokkrum sinnum á dag í básinn og þannig sé hægt að fá gott meðaltal á losun metans yfir sólarhringinn. Allar kýrnar í fjósinu fá nú fóður með íblöndunarefni, sem heitir Bovaer en efnið minnkar metanlosun frá vömb jórturdýra allt að tuttugu til þrjátíu prósent. Kýrnar eru æstar í að komast í tilraunabásinn enda vita þær að þá fá þær eitthvað mjög, mjög gott að éta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar eru æstar í fóðrið þegar dráttarvél fer í gegnum fjósið með heyið þeirra með íblöndunarefninu í. „Þarna eru tækifæri fyrir mjólkurframleiðendur og þá sem eru í nautgriparækt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á býsna einfaldan hátt og það er eitthvað, sem landbúnaðurinn hefur horft á og kröfur eru til,” segir Jóhannes. En er ekki svolítið skondið að nota kýr í þessu skyni? „Jú, jú en svona er þetta, þær losa mikið af metan greyin og þar er náttúrulega stór þáttur af þeirra kolefnisspori, það er metanlosunin og því gullið tækifæri að nýta það þá til minnkunar.” Jóhannes ásamt starfsfólki í fjósinu á Hvanneyri eða þeim Birni Inga Ólafssyni, fjósameistara, Gunnhildi Gísladóttur og Agli Gunnarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Kýr Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Það fer vel um kýrnar í fjósinu enda dekrað við þær alla daga á milli þess, sem þær fara í mjaltaþjóninn til að láta mjólka sig. Jóhannes Kristjánsson kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri fer fyrir tilrauninni með metanlosunina, sem fer fram í sérstökum bás. „Þetta gerist þannig að þær koma í hann og eru verðlaunaðar með kjarnfóðri, fá sem sagt að éta fóður, sem þær eru æstar í. Þegar þær eru að éta fóður þá er allt mælt frá þeim, allt sem þær gefa frá sér, þar að segja koltvísýringur og metan en kýr eru að ropa á 40 til 60 sekúndna fresti, þannig að á stuttu tímabili er hægt að mæla hvað kemur frá þeim,” segir Jóhannes. Jóhannes segir að kýrnar mæti nokkrum sinnum á dag í básinn og þannig sé hægt að fá gott meðaltal á losun metans yfir sólarhringinn. Allar kýrnar í fjósinu fá nú fóður með íblöndunarefni, sem heitir Bovaer en efnið minnkar metanlosun frá vömb jórturdýra allt að tuttugu til þrjátíu prósent. Kýrnar eru æstar í að komast í tilraunabásinn enda vita þær að þá fá þær eitthvað mjög, mjög gott að éta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar eru æstar í fóðrið þegar dráttarvél fer í gegnum fjósið með heyið þeirra með íblöndunarefninu í. „Þarna eru tækifæri fyrir mjólkurframleiðendur og þá sem eru í nautgriparækt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á býsna einfaldan hátt og það er eitthvað, sem landbúnaðurinn hefur horft á og kröfur eru til,” segir Jóhannes. En er ekki svolítið skondið að nota kýr í þessu skyni? „Jú, jú en svona er þetta, þær losa mikið af metan greyin og þar er náttúrulega stór þáttur af þeirra kolefnisspori, það er metanlosunin og því gullið tækifæri að nýta það þá til minnkunar.” Jóhannes ásamt starfsfólki í fjósinu á Hvanneyri eða þeim Birni Inga Ólafssyni, fjósameistara, Gunnhildi Gísladóttur og Agli Gunnarssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Kýr Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira