Menntakerfið - lykill að inngildingu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 21. apríl 2024 15:01 Breytt samfélagsgerð kallar á breyttar áherslur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur varðaði fjölbreyttara samfélag, fjölmenningu eða hvers kyns aðrar breytingar sem heimurinn er að ganga í gegnum og þær áskoranir sem þeim fylgja. Það er því mikilvægt að öll sveitarfélög séu með skýra og markvissa stefnu um hvernig þau taka á móti nýjum innflytjendum sem kjósa að dvelja þar í skemmri eða lengri tíma. Annars vegar er það fólk sem kemur hingað til lands til að starfa hérlendis og hins vegar sá hópur sem óskar eftir alþjóðlegri vernd. Leiðarstefið á alltaf að vera mannvirðing og metnaður. Virðing fyrir manneskjunni og fjölbreytileika hennar og metnaður til að gera sífellt betur. Að vera hluti af heild Það er mikilvægt að nýir íbúar finni að það gert sé ráð fyrir þeim í öllu skipulagi og að þau geti á eigin tungumáli nálgast aðstoð á meðan þau læra íslensku. Að geta kynnst menningu núverandi heimalands og sótt upplýsingar um hvaðeina sem óskað er vegur þungt hvað varðar inngildingu og samsömun. Að geta lesið sér til um reglur og siði og að geta átt samtal um allskonar vegamikla þætti er varða menntun, heilsugæslu og almenn réttindi í samfélaginu er afar mikilvægt í lýðræðisríki. Slíkt þarf að eiga sér stað strax og þar má tungumálið ekki hindra, enda ætti aukin tækni að gera það mun auðveldara nú en áður. Í umhverfi þar sem línur eru óskýrar og óvissa um hver réttur og skyldur fólks eru og getur skapast óöryggi. Það gengur því ekki að taka á móti fólki án þess að hafa skipulag, markmið og leiðir á aðgengilegan hátt fyrir öll. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að allir nemendur eigi rétt á að læra móðurmálið sitt. Það á við um börn sem eiga táknmál að móðurmáli, innflytjendur og börn þeirra sem þurfa bæði að njóta kennslu í móðurmáli sínu og íslensku. Grunnur að íslenskufærni er sóttur til móðurmáls og á tímum tækni og aukinnar hnattvæðingar ætti að vera hægur leikur að börn haldi móðurmáli sínu við um leið og þau læra íslensku. Þátttaka og samsömun Auka þarf stuðning í grunnskólum er varðar íslenskukennslu, félagsfærni og samfélagsfræði. Rannsóknir sýna að líðan ungmenna hefur versnað og er mikilvægt er að greina það og bregðast við því mögulega er hluti þeirra ungmenna innflytjendur sem þarna kalla eftir aðstoð. Við getum gert betur hvað varðar þátttöku barnungra innflytjenda í tómstundum og félagsstarfi og gætt þess að þau upplifi sig tilheyra og geti fundið áhugamálum og styrkleikum sínum farveg. Að fá tækifæri til þátttöku og finna sig sem hluta af heild er gríðarlega mikilvægt. Félagsmiðstöðvar, ungmennahús og íþróttafélög þurfa að taka mið að þörfum ólíkra hópa, skapa fleiri tækifæri til þátttöku í samfélaginu og huga að lágþröskulda þjónustu í nærumhverfi barna og ungmenna. Þá þarf markvissar aðgerðir og forvarnir gegn brotthvarfi innflytjenda úr framhaldsskólum með aukinn stuðning í forgrunni án þess að draga úr gæðum náms. Að læra íslensku Lykillinn að hverju samfélagi er tungumál þess. Því er mikilvægt að íslenskunám verði hluti af almennum rétti launafólks nú þegar sífellt stærri hluti á vinnumarkaði eru einstaklingar með íslensku sem annað mál, eða jafnvel það þriðja eða fjórða. Markviss tungumála- og samfélagskennsla þarf að eiga sér stað til að auka líkur á samsömun og vellíðan fyrir öll. Ekki aðeins fyrir innflytjendur, sem með því öðlast aukið öryggi og skilning á íslensku samfélagi, heldur einnig fyrir okkur sem fyrir eru. Að vita til þess að íslenska er tungumálið okkar allra og lykillinn að samfélaginu. Aðgengi að gæða íslenskunámi þarf að vera til staðar fyrir öll, íslenskunám sem mætir þörfum mismunandi hópa. Sum þurfa að fá svigrúm í atvinnulífinu, önnur þurfa að fá tækifæri og aðgang að íslenskukennslu þegar þau þiggja fjárhagsaðstoð. Til að fá endurnýjun á dvalarleyfi og ríkisborgararétt þarf að taka ákveðinn fjölda íslenskutíma og þar þarf að efla bæði námið og námsgögnin. Möguleikar á starfstengdu námi tengt vettvangi er einnig ein leið sem hafa má í huga. Á ráðstefnu Sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Máttur menntunar, á dögunum flutti dr. Sigríður Ólafsdóttir erindið: Börn og ungmenni af erlendum uppruna í íslenskum leik- og grunnskólum: Markmið um námsárangur. Þar fór hún yfir mikilvægi tungumálsins fyrir inngildingu og ítrekaði að íslenskur orðaforði er samofinn allri þekkingu og visku. Að málnotkun í skólastarfi sé margfalt ríkari en utan skóla, enda er það í gegn um tungumálið sem þekking og hæfni eykst. Börn og ungmenni sem hingað flytja þurfa að fá stuðning til þátttöku í málsamfélagi og ríkulega málörvun. Hlusta má á erindi Sigríðar hér. Að loknu erindi Sigríðar sátu í pallborði Yousef Abdi Hassan, nemandi við Tækniskólann, Erla Guðrún Gísladóttir, kennari í íslenskuveri Breiðholtsskóla, Hrönn Baldursdóttir, námsráðgjafi við Fjölbrautarskólann í Ármúla og Ágúst Ólason, kennari í Vallaskóla á Selfossi. Þar var farið vítt og breitt yfir áskoranir og tækifæri í námi innflytjenda á barnsaldri. Það er afar mikilvægt að innflytjendur geti allt frá barnsaldri fetað íslenskan skólaveg með viðeigandi stuðningi. Að í öllu námi sé tekið tilliti til þeirra út frá mismunandi hlutverkum skólastiga og af ábyrgð, enda það hagur okkar allra að vel takist til og námskrár og lög kveða á um réttindi allra hvað varðar námsaðlögun og stuðning í námi. Í stefnu hreyfingarinnar er einnig kveðið á um að fjölbreytileikinn sé styrkur hvers samfélags og að tryggja þurfi að innflytjendur eigi kost á sömu tækifærum og við sem fyrir eru óháð uppruna, trúarbrögðum eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. Samfélag sem tekur á móti nýjum íbúum hvort sem er af íslensku eða erlendu bergi brotnu þarf að hafa í huga að öll verðum við að fá tækifæri, tilheyra, hafa aðgang að upplýsingum og geta notið okkar á jákvæðan hátt við leik og störf. Sem samfélag þurfum við öll að sjá til að svo sé og gera það vel! Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Innflytjendamál Vinstri græn Íslensk tunga Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Breytt samfélagsgerð kallar á breyttar áherslur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur varðaði fjölbreyttara samfélag, fjölmenningu eða hvers kyns aðrar breytingar sem heimurinn er að ganga í gegnum og þær áskoranir sem þeim fylgja. Það er því mikilvægt að öll sveitarfélög séu með skýra og markvissa stefnu um hvernig þau taka á móti nýjum innflytjendum sem kjósa að dvelja þar í skemmri eða lengri tíma. Annars vegar er það fólk sem kemur hingað til lands til að starfa hérlendis og hins vegar sá hópur sem óskar eftir alþjóðlegri vernd. Leiðarstefið á alltaf að vera mannvirðing og metnaður. Virðing fyrir manneskjunni og fjölbreytileika hennar og metnaður til að gera sífellt betur. Að vera hluti af heild Það er mikilvægt að nýir íbúar finni að það gert sé ráð fyrir þeim í öllu skipulagi og að þau geti á eigin tungumáli nálgast aðstoð á meðan þau læra íslensku. Að geta kynnst menningu núverandi heimalands og sótt upplýsingar um hvaðeina sem óskað er vegur þungt hvað varðar inngildingu og samsömun. Að geta lesið sér til um reglur og siði og að geta átt samtal um allskonar vegamikla þætti er varða menntun, heilsugæslu og almenn réttindi í samfélaginu er afar mikilvægt í lýðræðisríki. Slíkt þarf að eiga sér stað strax og þar má tungumálið ekki hindra, enda ætti aukin tækni að gera það mun auðveldara nú en áður. Í umhverfi þar sem línur eru óskýrar og óvissa um hver réttur og skyldur fólks eru og getur skapast óöryggi. Það gengur því ekki að taka á móti fólki án þess að hafa skipulag, markmið og leiðir á aðgengilegan hátt fyrir öll. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að allir nemendur eigi rétt á að læra móðurmálið sitt. Það á við um börn sem eiga táknmál að móðurmáli, innflytjendur og börn þeirra sem þurfa bæði að njóta kennslu í móðurmáli sínu og íslensku. Grunnur að íslenskufærni er sóttur til móðurmáls og á tímum tækni og aukinnar hnattvæðingar ætti að vera hægur leikur að börn haldi móðurmáli sínu við um leið og þau læra íslensku. Þátttaka og samsömun Auka þarf stuðning í grunnskólum er varðar íslenskukennslu, félagsfærni og samfélagsfræði. Rannsóknir sýna að líðan ungmenna hefur versnað og er mikilvægt er að greina það og bregðast við því mögulega er hluti þeirra ungmenna innflytjendur sem þarna kalla eftir aðstoð. Við getum gert betur hvað varðar þátttöku barnungra innflytjenda í tómstundum og félagsstarfi og gætt þess að þau upplifi sig tilheyra og geti fundið áhugamálum og styrkleikum sínum farveg. Að fá tækifæri til þátttöku og finna sig sem hluta af heild er gríðarlega mikilvægt. Félagsmiðstöðvar, ungmennahús og íþróttafélög þurfa að taka mið að þörfum ólíkra hópa, skapa fleiri tækifæri til þátttöku í samfélaginu og huga að lágþröskulda þjónustu í nærumhverfi barna og ungmenna. Þá þarf markvissar aðgerðir og forvarnir gegn brotthvarfi innflytjenda úr framhaldsskólum með aukinn stuðning í forgrunni án þess að draga úr gæðum náms. Að læra íslensku Lykillinn að hverju samfélagi er tungumál þess. Því er mikilvægt að íslenskunám verði hluti af almennum rétti launafólks nú þegar sífellt stærri hluti á vinnumarkaði eru einstaklingar með íslensku sem annað mál, eða jafnvel það þriðja eða fjórða. Markviss tungumála- og samfélagskennsla þarf að eiga sér stað til að auka líkur á samsömun og vellíðan fyrir öll. Ekki aðeins fyrir innflytjendur, sem með því öðlast aukið öryggi og skilning á íslensku samfélagi, heldur einnig fyrir okkur sem fyrir eru. Að vita til þess að íslenska er tungumálið okkar allra og lykillinn að samfélaginu. Aðgengi að gæða íslenskunámi þarf að vera til staðar fyrir öll, íslenskunám sem mætir þörfum mismunandi hópa. Sum þurfa að fá svigrúm í atvinnulífinu, önnur þurfa að fá tækifæri og aðgang að íslenskukennslu þegar þau þiggja fjárhagsaðstoð. Til að fá endurnýjun á dvalarleyfi og ríkisborgararétt þarf að taka ákveðinn fjölda íslenskutíma og þar þarf að efla bæði námið og námsgögnin. Möguleikar á starfstengdu námi tengt vettvangi er einnig ein leið sem hafa má í huga. Á ráðstefnu Sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Máttur menntunar, á dögunum flutti dr. Sigríður Ólafsdóttir erindið: Börn og ungmenni af erlendum uppruna í íslenskum leik- og grunnskólum: Markmið um námsárangur. Þar fór hún yfir mikilvægi tungumálsins fyrir inngildingu og ítrekaði að íslenskur orðaforði er samofinn allri þekkingu og visku. Að málnotkun í skólastarfi sé margfalt ríkari en utan skóla, enda er það í gegn um tungumálið sem þekking og hæfni eykst. Börn og ungmenni sem hingað flytja þurfa að fá stuðning til þátttöku í málsamfélagi og ríkulega málörvun. Hlusta má á erindi Sigríðar hér. Að loknu erindi Sigríðar sátu í pallborði Yousef Abdi Hassan, nemandi við Tækniskólann, Erla Guðrún Gísladóttir, kennari í íslenskuveri Breiðholtsskóla, Hrönn Baldursdóttir, námsráðgjafi við Fjölbrautarskólann í Ármúla og Ágúst Ólason, kennari í Vallaskóla á Selfossi. Þar var farið vítt og breitt yfir áskoranir og tækifæri í námi innflytjenda á barnsaldri. Það er afar mikilvægt að innflytjendur geti allt frá barnsaldri fetað íslenskan skólaveg með viðeigandi stuðningi. Að í öllu námi sé tekið tilliti til þeirra út frá mismunandi hlutverkum skólastiga og af ábyrgð, enda það hagur okkar allra að vel takist til og námskrár og lög kveða á um réttindi allra hvað varðar námsaðlögun og stuðning í námi. Í stefnu hreyfingarinnar er einnig kveðið á um að fjölbreytileikinn sé styrkur hvers samfélags og að tryggja þurfi að innflytjendur eigi kost á sömu tækifærum og við sem fyrir eru óháð uppruna, trúarbrögðum eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. Samfélag sem tekur á móti nýjum íbúum hvort sem er af íslensku eða erlendu bergi brotnu þarf að hafa í huga að öll verðum við að fá tækifæri, tilheyra, hafa aðgang að upplýsingum og geta notið okkar á jákvæðan hátt við leik og störf. Sem samfélag þurfum við öll að sjá til að svo sé og gera það vel! Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun