Titilvörn Valskvenna fór vel af stað því þær unnu 3-1 sigur á Akureyringum.
Amanda Andradóttir var í stuði í leiknum í gær og skoraði tvö mörk. Það fyrra kom á 24. mínútu þegar hún stýrði fyrirgjöf Jasmínar Erlu Ingadóttur í netið. Þetta var fyrsta mark sumarsins í Bestu deild kvenna.
Amanda var aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar hún skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig.
Jasmín skoraði svo þriðja mark Vals þegar hún vippaði laglega yfir Hörpu Jóhannsdóttur í marki Þórs/KA.
Gestirnir frá Akureyri minnkuðu muninn fyrir gestina tveimur mínútum þegar hún skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Lokatölur 3-1, Valskonum í vil.
Tindastóll og FH áttu líka að mætast í gær en leikurinn fer þess í stað fram í dag. Þá mætast einnig Breiðablik og Keflavík, Stjarnan og Víkingur og Fylkir og Þróttur.
Mörkin úr leik Vals og Þórs/KA má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.