Að mæðra barn í hjarta sínu Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar 2. maí 2024 08:01 Þann 12. maí verður mæðradegi fagnað á Íslandi. Iðulega fer af stað markaðssetning á mæðradagsgjöfum og sumir heilla mæður sínar með fallegum myndum og kveðjum á samfélagsmiðlum. En hjá mörgum vekur þessi dagur upp flóknar og erfiðar tilfinningar. Við hjá Gleym mér ei höfum séð hversu þungt það er að bíða í tilhlökkun og von um að fá barn í fangið, en ganga svo tómhent heim af fæðingardeildinni og fá aldrei að sjá barnið sitt vaxa úr grasi - að mæðra barn í hjarta sínu ævilangt. Á dögum sem þessum getur tómleikinn orðið meira yfirþyrmandi. Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir foreldra sem missa á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu. Á þessum mæðradegi viljum við beina sjónum okkar sérstaklega að þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki ber sorg sína í hljóði. Í fyrra dreifði Gleym mér ei hátt í 170 minningarkössum sem ætlað er að hjálpa foreldrum og aðstandendum að varðveita minningu litlu ljósanna sinna. Því miður hafa aldrei fleiri minningarkassar farið frá okkur á einu ári. Það eru því margar tómhentar mæður þarna úti. Minningarkassarnir hafa verið eitt helsta verkefni Gleym mér ei síðustu árin. Við útvegum allt efni í þá, s.s. gifsmót fyrir litla fætur og hendur, box fyrir hárlokk, tuskudýr, kertastjaka, skartgripi fyrir foreldra og barn, og upplýsingaefni. Við pökkum þessu í fallega kassa með hjálp sjálfboðaliða og sendum á spítala um allt land eftir þörfum. Til að fjármagna gerð kassana, og gera enn betur í þjónustu og stuðningi við foreldra sem missa í barneignarferlinu, höfum við hjá Gleym mér ei hafið söfnun inn á styrkja.is/gleym-mer-ei. Við vonum að almenningur í landinu geti lagt okkur lið og tekið þátt í okkar fallegu verkefnum. Auk minningarkassanna, hefur Gleym mér ei útvegað kælivöggur á spítala landsins svo að foreldrar geti haft börnin hjá sér lengur og skapað minningar með þeim. Við erum í samstarfi við flokk sjálfboðaliða um allt land sem saumar og prjónar fyrir okkur lítil föt og öskjur fyrir þau allra minnstu. Einnig veitum við þjónustu til foreldra í sorgarferlinu með ráðgjafasamtölum og jafningjastuðningi, og skipuleggjum viðburði, samveru og minningarstund fyrir alla aðstandendur. Við gætum ekki haldið úti þessum verkefnum nema með stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu. Á þessum mæðradegi skulum við hugsa sérstaklega til þeirra mæðra sem fá ekki að halda á börnum sínum í fanginu, heldur geyma þau í hjörtum sínum ævilangt. Við sjáum ykkur elsku mæður. Höfundur er stjórnarformaður hjá Gleym mér ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 12. maí verður mæðradegi fagnað á Íslandi. Iðulega fer af stað markaðssetning á mæðradagsgjöfum og sumir heilla mæður sínar með fallegum myndum og kveðjum á samfélagsmiðlum. En hjá mörgum vekur þessi dagur upp flóknar og erfiðar tilfinningar. Við hjá Gleym mér ei höfum séð hversu þungt það er að bíða í tilhlökkun og von um að fá barn í fangið, en ganga svo tómhent heim af fæðingardeildinni og fá aldrei að sjá barnið sitt vaxa úr grasi - að mæðra barn í hjarta sínu ævilangt. Á dögum sem þessum getur tómleikinn orðið meira yfirþyrmandi. Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir foreldra sem missa á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu. Á þessum mæðradegi viljum við beina sjónum okkar sérstaklega að þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki ber sorg sína í hljóði. Í fyrra dreifði Gleym mér ei hátt í 170 minningarkössum sem ætlað er að hjálpa foreldrum og aðstandendum að varðveita minningu litlu ljósanna sinna. Því miður hafa aldrei fleiri minningarkassar farið frá okkur á einu ári. Það eru því margar tómhentar mæður þarna úti. Minningarkassarnir hafa verið eitt helsta verkefni Gleym mér ei síðustu árin. Við útvegum allt efni í þá, s.s. gifsmót fyrir litla fætur og hendur, box fyrir hárlokk, tuskudýr, kertastjaka, skartgripi fyrir foreldra og barn, og upplýsingaefni. Við pökkum þessu í fallega kassa með hjálp sjálfboðaliða og sendum á spítala um allt land eftir þörfum. Til að fjármagna gerð kassana, og gera enn betur í þjónustu og stuðningi við foreldra sem missa í barneignarferlinu, höfum við hjá Gleym mér ei hafið söfnun inn á styrkja.is/gleym-mer-ei. Við vonum að almenningur í landinu geti lagt okkur lið og tekið þátt í okkar fallegu verkefnum. Auk minningarkassanna, hefur Gleym mér ei útvegað kælivöggur á spítala landsins svo að foreldrar geti haft börnin hjá sér lengur og skapað minningar með þeim. Við erum í samstarfi við flokk sjálfboðaliða um allt land sem saumar og prjónar fyrir okkur lítil föt og öskjur fyrir þau allra minnstu. Einnig veitum við þjónustu til foreldra í sorgarferlinu með ráðgjafasamtölum og jafningjastuðningi, og skipuleggjum viðburði, samveru og minningarstund fyrir alla aðstandendur. Við gætum ekki haldið úti þessum verkefnum nema með stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu. Á þessum mæðradegi skulum við hugsa sérstaklega til þeirra mæðra sem fá ekki að halda á börnum sínum í fanginu, heldur geyma þau í hjörtum sínum ævilangt. Við sjáum ykkur elsku mæður. Höfundur er stjórnarformaður hjá Gleym mér ei.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun