Ók blindfullur við Grímsvötn og hótaði að drepa alla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. apríl 2024 20:23 Grímsvötn árið 2021. Maðurinn ók þar um ofurölvi. Ragnar Axelsson Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála. Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn í gær með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og sérsveitarinnar. Maðurinn hafði þá ekið fullur um hættusvæði við Grímsvötn. Sveinn Sigurður Kjartansson, fararstjóri fyrir Útivist, var með hóp fólks í skála nálægt þeim sem ökumaðurinn var í. Samferðarfólk hans hafi komið til þeirra og leitað eftir aðstoð. „Þau biðja okkur um aðstoð, maðurinn sé ofurölvi og sé að aka niður í Grímsvötn. Hann hlýddi engum tilmælum frá þeim,“ segir Sveinn. Þau hafi beðið hann um að hafa samband við ökumanninn í gegnum talstöð. „En hann hlýddi engum tilmælum frá mér heldur,“ segir Sveinn. Þar sem maðurinn væri stjórnlaus hefðu þau óskað eftir aðstoð lögreglu. Sveinn segir að maðurinn hafi verið mjög ógnandi, bæði við samferðarfólk sitt og hina líka. „Ég var að biðja hann um að snúa við og keyra í sömu förum til baka, en hann formælti mér bara í bak og fyrir og hótaði að drepa alla, drepa mig og hvern sem myndi trufla hann,“ segir Sveinn. Þá hafi reyndur maður úr hópi Sveins ekið niður að Grímsvötnum að svipast um eftir ökumanninum. Þá hafi maðurinn komið keyrandi til baka. „Hann kemur upp á Grímsfjall og upp hefst verkefni nokkurra aðila úr mínum hópi að ná lyklinum af honum,“ segir Sveinn. Þá hafi ökumaðurinn ráðist að manninum sem tók lykilinn en þeim hafi tekist í sameiningu að yfirbuga ökumanninn. Þau óku með manninn í skálann í Jökulheimum. Þá hafi lögreglan sent sérsveitarmenn til að handtaka manninn. Sveinn segir að ekkert þeirra sem hann var með hafi lent í öðru eins. Hann segir að á fjöllum ferðist flestir í friði og vinsemd við allt og alla. Uppákoman sé mjög óvenjuleg. Lögreglumál Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi handtók manninn í gær með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og sérsveitarinnar. Maðurinn hafði þá ekið fullur um hættusvæði við Grímsvötn. Sveinn Sigurður Kjartansson, fararstjóri fyrir Útivist, var með hóp fólks í skála nálægt þeim sem ökumaðurinn var í. Samferðarfólk hans hafi komið til þeirra og leitað eftir aðstoð. „Þau biðja okkur um aðstoð, maðurinn sé ofurölvi og sé að aka niður í Grímsvötn. Hann hlýddi engum tilmælum frá þeim,“ segir Sveinn. Þau hafi beðið hann um að hafa samband við ökumanninn í gegnum talstöð. „En hann hlýddi engum tilmælum frá mér heldur,“ segir Sveinn. Þar sem maðurinn væri stjórnlaus hefðu þau óskað eftir aðstoð lögreglu. Sveinn segir að maðurinn hafi verið mjög ógnandi, bæði við samferðarfólk sitt og hina líka. „Ég var að biðja hann um að snúa við og keyra í sömu förum til baka, en hann formælti mér bara í bak og fyrir og hótaði að drepa alla, drepa mig og hvern sem myndi trufla hann,“ segir Sveinn. Þá hafi reyndur maður úr hópi Sveins ekið niður að Grímsvötnum að svipast um eftir ökumanninum. Þá hafi maðurinn komið keyrandi til baka. „Hann kemur upp á Grímsfjall og upp hefst verkefni nokkurra aðila úr mínum hópi að ná lyklinum af honum,“ segir Sveinn. Þá hafi ökumaðurinn ráðist að manninum sem tók lykilinn en þeim hafi tekist í sameiningu að yfirbuga ökumanninn. Þau óku með manninn í skálann í Jökulheimum. Þá hafi lögreglan sent sérsveitarmenn til að handtaka manninn. Sveinn segir að ekkert þeirra sem hann var með hafi lent í öðru eins. Hann segir að á fjöllum ferðist flestir í friði og vinsemd við allt og alla. Uppákoman sé mjög óvenjuleg.
Lögreglumál Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. 28. apríl 2024 16:31